Vikan


Vikan - 20.07.1972, Síða 12

Vikan - 20.07.1972, Síða 12
Smásaga eftir Pelle Molin Pelle Molin (1864-96) var sænskur rithöfundur, bóndasonur frá Ardalshlíð í Angermanland. Hann hugðist í fyrstu verða listmálari, en gafst upp við það og gerðist rithöfundur. Hann lifði alla ævi við kröpp kjör og fluttist loks til Norlands í Noregi og dó þar langt um aldur fram. Gustav af Gejerstam safnaði því litla, sem til var eftir hann, í ofurlítið kver, sem nefnist ,Adalens poesi“. Er það nú talið með perlum í sænskri sagnagerð. Sagan sem hér birtist,er talin einhver bezta sagan hans. Tvö rauðmáliö fjallaþorp lágu andsp^nis hvort öðru sitt á hvorri gnýpunni, en niður á milli þeirra rann hin dimma elfur i djúpu gili, strið og ströng, með dunum og dynkjum og föllum fram til sjávar. En mitt á milli þorpanna rann áin i lygnum stokk, þött hvit- freyðandi fossinn væri bæði fyrir ofan og neðan. Við hljóðaklettinn byrjar þessi saga. Þegar vöxtur var i ánni, náði hljóðakletturinn ekki nándar nærri upp að vatnsfletinum, en er litiö var I henni, stakk hann við og við svörtum, gljáum kollinum upp úr hylnum. Eins og við allar sterkar hömlur i straumvötnum hafði hringiða myndast fyrir neöan klettinn. t sveitinni nefndu menn þetta almennt „iðuna”. Ef sunnanvindurinn bar ekki hvininn úr neðra fallinu upp eftir, eða ef hnjúkaþeyrinn bar ekki hinn dimma, þunga nið Árkvlslar niður eftir dalnum, mátti I logni og kyrð næturinnar heyra hljóöin i hljóðaklettinum, þá er vatnið sogaðist fram hjá honum. En af þessu dró kletturinn nafn sitt. Eins og hvert mannsbarn veit, legst laxinn einna helzt til hvildar á slikum stöðum, þegar hann er orðinn þreyttur á þvi að stikla fossana, og þar veiðist hann lika helst; Bændurnir á syðri ásnum höfðu lagt netjum sinum þarna, þvi að hljóðakletturinn lá fyrir þeirra landi. Norðurbyggjar litu þetta öfundaraugum, lögðu þó sinum netjum sin megin, en fengu ekkert að ráði I þau. Efnaðasti bóndinn sunnan- megin hét Zakarias og átti hann hálfa veiðina. En gildasti bón dinn norðanmegin hét Kristófer. hann varð þvi að kingja helmingnum af allri gremju þeirra norðurbyggja. 1 hvert skipti, er hann stjáklaði niður i „sveltuna”, er hann nefndi svo, var hann að leggja höfuðið i bleyti um það, hvernig hann ætti að fá laxinn til þess að leggjast noröanvert i ána. Siöla nætur hálfbjarta sumarnótt reri hann út á ána og hafði einhvern vélbúnað með sér i bátnum. Nú var hljóðakletturinn þannig. vaxinn', að hann skagaði út að ofan, en i hann sunnanmegin var skúti eða hvylft með veggjum til beggjahliða. Inn I hvylftina setti Kristófer nú mylnukarl og bjó vel um, en gætti þess þó vandlega, að hann snerist. Siðan reri hann kænu sinni smáglottandi norður yfir, þangað til hún hvarf inn i dimmuna undir núpnum. Daginn eftir stóð hann að hlöðubaki heima hjá sér og horfði á, meðan suðurbyggjar vitjuðu. Ekki branda! - Ja-jæja, sagði Kristófer. Næsta dag fór á sömu leiö. Ekki uggi! - Ég er hissa! sagði Kristófer. Hann heyrði glöggt, hversu þeir ákölluðu andirheimahöfðingjann. Þriðja daginn lagði hann sinum netjum, en léthina vitja um fyrst. Ekki sporöur! - Ja, guð sé oss næstur! sagði Kristófer. Hann heyrði þá krossbölva hiniim megin frá. Fyrst þegar hann sá siðustu bláu baðmullarpeysuna hverfa að baki núpnum, reri hann út á ána og fékk úr sinum netjum þó nokkuð af silfurhreistruðum löxum. En heima á bænum sat Óli sonur hans, hann hafði klemt nebbandum sinum litla flötum upp að eldhúsglugganum og horfði suður yfir. Allar hans bernskuhugsanir flugu þangað, til ævintýralandsins hinum megin við gilið. Meðan skugga bar á bæinn þeirra norðanmegin á morgnana, voru suðurfjöllin sveipuð fjólubláum ljóma, en bæjarhúsin með skritna, fer- tiglaða þakinu voru hjúpuð logandi purpura. Og um sólsetur á sumarkvöldum sendi sólin enn geisla sina til bæjarins beint á móti. Sólarljósið tindraði þá og glampaði á hvitu líntreyjunum kvenfólksins, er það gekk milli skemmu og eldhús.s með trogin i fanginu. A slíku kvöldi var það, að faðir hans kom heim með laxakippu á bakinu. Anægjan skein svo af andlitinu á karlinum, að það hýrnaði yfir Óla. Þegar leið á sumarið, var pabbi hans hættur að brosa, hann var orðinn svo vanur þvi að fá lax. Eitt kvöld að haustinu kom faðir hans heim og var illa útleikinn, allur blár og barinn. Þá gat hann ekki að sér gert að blóta, og þá höfðu þau svo mikið að tala um foreldrarnir, eftir að þau voru háttuð á kvistinum, að þau*töluðust meira við á einni nóttu, en þau höfðu áður talast við ár og dag. öli heyrði þvi nær allt, en mundi ekki annað en það, að laxinn hræddist hjól og mylnukarla, er snerust i vatni, og að hann, and- býlingurinn, hefði haft með sér margt manna og lumbrað svo á föður hans, að hann Varð sjúkur upp frá þeirri stundu. Eftir það fór faðir hans ekki til veiða, vitjaði ekki einu sinni um net sln. Það gerði hann ekki fyrr en á Mikaelsmessu um haustið og þá var kominn snjór á jörð. Og þegar hann I það skiptið gekk upp dældina, var hann seinn og silalegur til gangs, þvi að þungur hefndarhugur léttir manni ekki sporið. Óli erfði jörðina eftir föður sinn, þvi að hann var einbirni. En foringjastöðu hans þar norðan- megin i dalnum erfði hann ekki að svo komnu, fyrri en hann hafði slitið barnsskónum og það tók þó nokkurn tima. Hann varð með hæstu mönnum, og það var hann og enginn annar, þessi bláeygði, ljóshærði unglingur, sem með handspik einni saman rak soltinn björn ofan af belju, sem hann var farinn að granda. Þetta bar við einu sinni uppi i afrétti og er dagsanna. ________ Náttúran er hér stórfengleg og hörö i horn að taka, loftið tært og hreint. Þegar bjart er yfir og sólskin, er skygnið svo gott, að þaö má greina sundur steinana i fjallseggjunum I margra milna fjarlægð, en á sumarnóttum og er haustar að, er eins og alt þetta hrikalega landslag:; vermist og vikni viö, og þá eru fá lönd, sem grlpa mann svo föstum tökum sem þessi fjallabygð. Óli var hár eins og drangur, hárið þvi næst jafn-gulleitt og árlöðrið og hann varð harður i horn að taka og hllfði sér hvergi, er hann fór að Framhald á bh. 37. 12 VIKAh .Z9. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.