Vikan


Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 21
Það er mikilvægt hverjum manni að fá sinn daglega skammt af vítamínum. Þau geta að vísu ekki læknað neinn alvarlegan sjúkdóm, en þau geta hindrað hann. Það sem er gott fyrir heilsuna er einnig gott fyrir útlitið. Lítið því á þessa vítamíntöflu C-vítamín (askorbínsýra) D-vítamín E-vítamín K-vítamín Finnst í: Sítrusávöxtum, s. s. sítrónum, appelsínum, grape, lifur, mjólk, papriku, jarðarberjum, blað- grænmeti, vínberjum, káli og kartöflum. Skortur veldur: Blæðingum í tannholdi, þreytu, verkjum í liðamótum, móttæki- legra fyrir smitandi sjúkdóm- um, seinlæknuð sár, marblettir koma við minnstu viðkomu, þunnir æðaveggir, höfuð- verkur. Dagsþörfin: Ca. 70 mg. Einn venjulegur kartöfluskammtur gefur ca. 25% af dagsþörfinni. Eiginleikar: C-vítamínið þolir illa áhrif lofts. Þolir ekki langa suðu. Vatnsuppleysanlegt. Finnst í: Lýsi, síld og öðrum feitum fiski. I minna mæli í eggja- rauðu, smjöri, smjörlíki, mjólk, sveppum. Myndast einnig í húðinni af útfjólubláu geislum sólarinnar. Skortur veldur: Lin bein, tannsjúkdómar. D-vítamín þarf til þess að líkaminn geti unnið kalcium og fosfór úr fæðunni. D-vítamín er sérstaklega nauðsynlegt fyrir vöxt og við- hald beinanna. En það þarf að gæta sín á ofneyzlu, sem getur verið hættuleg starfsemi nýrn- anna. Dagsþörfin: Fullorðnir 400 AE (alþjóða- eingar) 40 gr smjörlíki gefur ca. 30% af dagsþörfinni. Eiginleikar: D-vítamín er fituuppleysan- legt. Það geymist í líkamanum eins og A-vítamínið, Finnst í: Hveitikímolíu, maísolíu, makríl og feitum fiskum, grænmeti og dálítið í eggjum. Skortur veldur: Ófrjósemi hjá sumum dýrum. Truflun í eggjahvítumyndun í líkamanum. Vöðvarýrnun. Dagsþörfin: Ekki ákveðin. Finnst í: Flestum grænmetistegundum, s. s. spínati, káli, blómkáli, tómötum, ásamt kartöflum og soyabaunaolíu. Framleiðist jafnvel í þörmum mannsins. Skortur veldur: Blæðingar. Dagsþörfin: Ekki vitað. 29. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.