Vikan


Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 37

Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 37
KARLAR í KRAPINU Framhald. af bls. 13. finna til kraftanna. En enginn gat heldur hrifiö eins og hann, er hann vildi það við hafa, með eldmóði hjartans. - Hér haga menn biðilsförum sinum svo, að piltarnir heim- sækja stúlku þá, sem þeir leggja hug á, á laugardagskvöldum og hvila hjá henni i fötunum fram eftir nóttu. Þannig hafa menn hér um slóðir hagað biðilsförum sinum frá ómunatið, þannig baö pabbi mömmu og afi ömmu svo langt aftur, sem menn frekast muna. Og það er ekki talin nein vanvirða fyrir þann, sem knýr á, né heldur fyrir stúlkuna, sem opnar. Dagsannirnar gefa unga fólkinu hér engan tima til að elta hvaö annaö á röndum og tala fagurlega, eins og hefðarfólkið hefir til siðs, slikt kæmi bænda- fólki að litlu liði. En nóttin skapar einlægnina. Það sem elskend- unum þá fer á milli, kemur þeim einum við, enda eiga þau lengst að þvi aö búa, og biðilsfarir eru ekkert opinbert málefni. Löndin suður-um-á og norður- um-á voru alveg aöskilin, þótt þau tilheyrðu sama hreppnum, og sjaldan fór nokkur piltur yfir ána til þess að biöja sér stúlku. En Óli var nú á öðru máli. Eitt sið- sumarkvöldiö fór hann niður að ferjustaðnum, ýtti bát sinum á flot og reri yfir um, gekk i hægðum sinum upp þá hina bröttu brekku, er lá að bæ Zakariasar og barði á gluggann hjá Ingibjörgu. En I það skiptið varð hann að snúa heim viö svo búiö. Viku siðar kom hann aftur og á sama hátt, þá stóð hún við gluggann og vissi, hver kominn var. En upp lauk hún ekki að heldur. Hið þriðja sinnið hafði Öli töng meö sér og dró út gluggakengina, - en þá opnaöi hún gluggann og lét dæluna ganga: - Þú ferð ekki spaklega, sagöi hún, - blygðast þú þin ekki"iPú ert áflogahundur, þú tyggur tóbak, þú drekkur brennivin, þú dregur stúlkur á tálar, og þú - þú getur snáfað heim. Haltu þig heldur fyrir norðan á. Ari síöar var Ingibjörg þó heitbundin honum. Það yrði of langt aö segja frá þvi, hvernig það atvikaðist. Hann fór nú yfir um á hverri viku, en hann grunaöi ekki, aö sveitarþvaðrið var á hælunum á honum. Þá var þaö haustkvöld eitt, að hann baröi aö dyrum. Hann heyrði gengið hægum skrefum i stóru stofunni og aö gengiö var um eldhúsdyrnar, eitthvað hægt á sér i göngunum og útidyrnar opnaðar. En það fyrsta, sem hann fann til, var ekki koss, heldur bylmingshögg i andlitið og um leiö vatt Zakarias sér snöggklæddur út á hlaðið. Og enn sló hann öla svo, aö hann varö að hörfa aftur . Augnablik varð honum á að hugsa til Ingibjargar, en I sama vetfangi blossaði gremjan upp i honum og þá nótt fékk Zakarias karlinn góða og gilda ráðningu. - Þú hefur hatað föður minn, sagöi hann og sló hann, hatar mig, og sló hann aftur. Blauöur varst þú, karltetur, er þú skemmdir laxanótina fyrir fööur minum. Eöa finnst þér ekki? sagöi hann og sló, svo að buldi i skrokknum á karlgreyinu. ódrengur varst þú, er þú styttir honum aldur meö þvi að berja hann til óbóta með margra manna aöstoö. Hér hefur þú höfuðstólinn, stórbokkinn þinn - högg! - og hér er rentan og riflega þaö - högg! - og þetta er fyrir húskarla þina og vandamenn - högg! En svo datt honum Ingibjörg i hug, og að þetta mundi fjarlægja þau enn meira hvort frá öbru - þá slepti hann karlinum og fór. Og nú leið langur timi svo, að hann kom ekki yfir um. Aldrei sótti heldur Ingibjörg dansinn. Og ekki sá hann Zakarias, og einmana var hann. Þaö var eins og fólk véki úr vegi fyrir honum. Hann reyndi aö skrifa henni bréf,-en gat aldrei fengiö af sér aö biöja neinn fyrir þaö. Eldur brann i sál hans og herfinu kastaði hann þá til og frá eins og staf sinum, og er löngunin settist aö hjarta hans, ýtti hann svo á eftir plóghestunum, aö þeir fóru þvi sem næst á haröa brokk. Laugardagskvöld eitt á siöhausti setti hann kófsveitta eikina inn fyrr en hann var vanur, en þann dag hafði hann plægt meö þeim nýtt land eins og vitlaus maður. Siðan gekk hann i stofu, át svo sem ekkert, en sat og horfði yfir ána. Svo sló hann hnefanum I boröib og bað um heitt vatn. Gamla konan, sem hafði jafn- mikla viröingu fyrir syni sinum eins og manni, fékk nú fætur og flýtti sér. Stundu siöar sat hún tárvotum augum við gluggann og meö kökk I hálsinum. Óli gekk nýrakaöur og spari- búinn niðu'r meö giröingunni og hvarfaöbakihlööunni. En gamla konan sat og beið. Stundarkorni siðar sá hún hann róa fram og aftur á ánni, en hún vissi sem var, aö honum mundi ekki vera nein alvara meö að veiða urriða i það sinniö. Fyrst þegar komið var kolniöamyrjur, gekk hún and- varpandi að hlóðunum og setti upp kaffiketilinn. Daginn eftir lá Óli rúmfastur - illa leikinn, sneyptur og þögull. - Möifhum varö skrafdrjúgt um þaö i sveitinni hvaö viö heföi borið um nóttina. Hann óli MIDAPRENTUN Takiö upp hina nýju aðferö og látiö prenta alls konar aögöngumiöa, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR HF Skipholti 33 - Sími 35320 29. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.