Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 4
f Hvað er verið ^ L að skamma mann? Eru þelta ekki Sommcr-leppin, Jrá Lilaveri sem þola a\\i!Æ Teppin sem endastendast og endast á stigahús og stóra gólffleti Sommer teppjn eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sfslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln hafa staðizt ótrúiegUstu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. ViS önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboS og gefum góSa greiSsluskilmála. LeitiS til þeirra, sem bjóSa Sommer verS og Sommer gæði. LITAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SfMAR: 30280 - 32262 PÓSTURINN Vill stofna bindindisfélag Kæri Póstur! Ég les Vikuna alloft, og eitt af því fyrsta, sem ég les, er ein- mitt Pósturinn. Upp á síðkastið hef ég komizt að þeirri niður- stöðu, að það er hægt að leita til þín með ýmis vandamál, og það ætla ég að notfæra mér nú. Mig langar að fá hjá þér upp- lýsingar um þrjú veigamikil atriði. 1. Hvernig er hægt að stofna bindindisfélag í gagn- fræðaskóla, þar sem segja má, að margir séu illa staddir í bindindismálum? 2. Til hverra getur maður snúið sér til að fá hárnákvæmar upplýsingar? 3. Hvað þurfa margir að vera í bindindisfélagi til að hægt sé að kalla það félag? Fyrirfram þakkir, bindindismaður. 1. Gætirðu ekki byrjað á því að kanna áhuga skólafélaga þinna á slíkri félagsstofnun? Framhald- ið ætti að verða auðvelt, ef út- lit er fyrir einhverja þátttöku þeirra. 2. Það eru áreiðanlega margir, sem eru fúsir til að veita þér nákvæmar upplýsingar um starf semi bindindisfélaga. Ungtempl- arar hafa t.d. opna skrifstofu milli kl. 5 og 7 daglega hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur, Frí- kirkjuvegi 11. Þú gætir skrifað þeim þangað. Svo er til sam- band bindindisfélaga í skólum, og núverandi formaður þess er Einar H. . Jónsson, nemandi í landsprófsdeild Gagnfræðaskóla Austurbæjar. 3. Við vitum ekki til þess, að um neina lágmarkstölu sé að ræða, en þið verðið a.m.k. að vera nógu mörg til að geta myndað stjórn! Meö rauðar og bláar endur Kæri Póstur! Ég hef alltaf keypt Vikuna, en hef aldrei skrifað þér áður. Nú ætla ég að leita til þín með vandamál mitt. Þannig er mál með vexti, að ég vinn í frysti- húsi, og hendurnar á mér eru alltaf svo rauðar og bláar, eins og þær séu flekkóttar. Það eru svo margir að stríða mér á því, að ég sé með karlmannshendur. Nú vona ég, að þú getir gefið mér gott ráð við þessu. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Alla. Kuldinn og vatnssullið eiga ef- laust sök á því, hvernig hend- urnar á þér eru orðnar. Reyndu að klæða þig vel, og notaðu hanzka til að hlífa höndunum. Agætt er að klæðast tauhönzk- um innan undir gúmmíhönzkun- um til að hlífa höndunum enn betur við kulda og bleytu. Þvoðu þér vandlega upp úr vel volgu vatni að lokinni vinnu og nudd- aðu mýkjandi kremi vandlega inn í hendurnar. Skriftin er dá- lítið óregluleg og ekki beint snyrtileg, en við þykjumst lesa út úr henni heiðarleika og vel- vilja. Hrifin af Clark Gable Kæri Póstur! Mig langar svo afskaplega mikið að biðja þig um aðstoð. Ég er ein af þeim, sem varð svo af- skaplega hrifin af myndinni „A hverfanda hveli", þó sérstaklega af Clark Gable. Nú hef ég feng- ið fréttir af því, að þið í Vikunni hafið fyrir nokkrum árum birt frásögn af Clark Gable. 1. spurning: Hvaða tölublað og árgangur var þetta? 2. spurning: Er hægt að kaupa gamla árganga hjá Vikunni? Hvað lestu úr skriftinni? Með innilegri þökk fyrir greiðasem- ina. G.R. Heizt hefðum við kosið að birta mynd af bréfinu þínu, sem var sérstaklega fallegt og snyrtilegt. Alllöng og rækilega myndskreytt frásögn af Clark Gable birtist í 35. tbl. Vikunnar, 33. árg., sem út kom 2. sept. 1971. Þú getur snúið þér til afgreiðslu Vikunn- ar, Síðumúla 12, og fengið þar keypta gamla árganga Vikunn- ar. Skriftin gefur til kynna snyrtimennsku og kannski dá- litla smámunasemi, hæglæti og nostursemi. 4 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.