Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 5
Bara hrifin af 92 strákum! Elsku Póstur minn! Eg ætla að koma mér strax að efninu. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af 92 strákum. Eg er ekki Ijót, frekar sæt, að mér finnst. En ég held, að eng- inn af þessum 92 vilji neitt með mig hafa, en hvernig á ég að fara að því að krækja í einhvern þeirra. Elsku góði Póstur, gefðu mér nú gott ráð. Láttu þetta bréf ekki fara ! ruslafötuna frægu, því þetta er mikilvægt mál. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvernig eiga hrúturinn og meyjan saman? Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Jæja, bæ bæ í von um birtingu í næsta blaði. Ásta R. A. ^ ..... í-----------^ Ertu viss um, að það séu bara 92 strákar, sem til greina koma? íslenzkir strákar á þinum aldri skipta þúsundum. Hvernig væri að halda fund um málið í heima bæ þínum? Skriftin er ekkert slæm, miðað við aldur (við gizk- um á, að þú sért 14—15 ára), en þú mættir kannski við því að reyna að temja þér meiri hófsemi og stillingu. Hrúturinn og meyjan hæfa hvort öðru mjög svo skikkanlega, ef þau sýna hvort öðru tillitssemi. Og í alvöru, Ásta mín, láttu þér bara nægja að vera hrifin af 92 strákum í LAUMI, þangað til þú ert orðin nógu þroskuð til að nota þinn sætieika og sjarma á svo sem eins og bara einn! Margvísleg áhugamál Kæri Póstur! Eg er 17 ára og hef mikinn áhuga á því að verða spákona. Getur þú ekki bent mér á ein- hverjar bækur um lófalestur, bollalestur eða spilalestur. Ég man eftir því, að ég sá í Vik- unni einhvern tíma eitthvað um lófalestur og, ef ég man rétt, spilalestur líka. Ég er búin að fletta öllum gömlu Vikunum mínum, en ég get bara ekki fundið þetta aftur. Er hægt að fá þessi blöð hjá ykkur, og get- urðu komizt að því, hvaða tölu- blöð þetta eru? Svo er annað: Hvað þarf ég að vera gömul til að geta orðið flugfreyja? Hvaða menntun þarf ég, og hvað þarf ég að vera há? Hvernig eiga steingeitin og tví- burarnir saman? Nú vona ég bara, Póstur góður, að þú getir gefið mér góð svör, og ég þakka Vikunni fyrir margt mjög gott efni. Ég skrifaði þér í sumar. Lenti bréfið í ruslakörf- unni, eða áttu eftir að svara því? I.E. Vi8 gátum ekki fundið þetta efni, sem þú spyrS um, þótt vi8 leituSum í efnisyfirliti siðustu 5 ára. En einhvern tíma vorum vi8 me8 þefta, og ef einhver greiS- vikinn lesandi kannast viS mál- i8, væri vel þegiS, ef hann vildi hjálpa upp á sakirnar. Flugfélögin auglýsa árlega eftir flugfreyjum, venjulega snemma árs. Aldurstakmörk umsækjenda eru 19—23 ár, hæðarmörk 165 — 174 sm. og samsvarandi þyngd. Krafist er gagnfræða- prófs eða hliðstæSrar menntun- ar, umsækjendur þurfa aS hafa góða kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamálanna, og þýzku- kunnátta er æskileg. Þá er ætl- ast til, að umsækjendur búi yfir almennri þekkingu á mönnum og málefnum, og þeir eru látnir gangast undir inntökupróf, áður en valdir eru nokkrir úr þeirra hópi til aS sækja námskeiS á vegum félaganna. Steingeit og tvíburar eiga sæmi- lega vel saman. Og bréfiS þitt hefur þvi miður lent í ruslakörfunni, eins og svo mörg önnur, sem við komumst ekki yfir að svara. Hinar algerlega sjálfvirku Necchi saumavélar skipa mikilvægan sess á viðeigandi vettvangi, heimilinu. VERÐ AÐEINS 13.800 KR. Hin mikla sala Necchi saumavéla sannar, að óþarft er að fá erlenda sölumenn til kynningar vélanna. 35 ára reynsla hér á landi Hyggilegt er að athuga verð og gæði Necelii saumavéla og gera samanburð við aðrar full- komnustu saumavélagerðir sem á sölumarkaði eru. Suðurlandsbraut 8 ■ Simi 8-46-70. 43. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.