Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 19
sá Strax á honum aö eitthvað var að. Ég gekk á hann og að lokum sagöi mér aö mér að hann heföi gengið framhjá hóp af stúlkum og piltum. Einn piltanna kallaði á eftir honum „Brezki bastaröur”. og svo heyrði hann aö flaska brotnaði fyrir aftan hann. Ég var frekar reiö en hrædd. I Belfast haföi hann verið á verði eina nóttina, þegar fjörutiu og ein benzlnsprengja sprakk og félagi hans særöist hættulega. Nú var ráðist á hann lT)erry á nokkurs tilefnis. Ég var fjúkandi vond, þegar við fórum út. Sama klikan var þarna og einhver hrópaði nafnið mitt. Þá var mér nóg boöið. Eg er mjög smávaxin, aðeins 4 fet og 9 þumlungar, — en ég gekk til þeirra og spurði: — Hver var að kalla á mig? Einn náunginn sagði: — Það gerðiég. Einhver spurði: Ætlarðu til Englands með þessum her- manni þinum? Þetta var furðuleg spurning og,. ég hafði aldrei hugsaö út i þehnan möguleika. En þarna á götuiinj i Bogside, vissi ég skyndilega svarið. Ég sagði: — Já. Hvað um það? Ein af stúlkunum sagði: — Þá er eins gott fyrir þig að vera þar um kyrrt! 1 nokkra daga nefndi hvorugt okkar það sem hafði skeð. En 17 marz, á messu heilags Patricks, sagði Jon: — Marta . . . .var þér alvara, þegar þú sagðist vilja fara með mér til Englands? Þá hafði mér verið alvara, en nú var ég ekki svo viss. . Hann sagöi, mjög hljóðlega: — Marta . . .viltu giftast mér. Ég veit það verða erfiðleikar vegna trúarinnar, af þvi aö ég er ekki kaþólikki. Það gæti lika verið beinlinis hættulegt. En ef þú elskar mig, þá getum við unnið bug á öllum erfiðleikum. Þaö er Hklega alltaf erfitt að taka ákvörðum um hjónaband, og i minum sporum var það sér- staklega erfitt. Ef ég játaðist Jon, þá yrði ég að fara frá Bogside, yfirgefa allt mitt skyldfólk, foreldra mina og systkin. 1 fyrstu gat Jon ekki skilið þetta. Viö töluðum um þetta fram og aftur og ég átti erfitt með aK" skilgreina tilfinningar minar. En þegar mér tókst þaö að lokum, varð mér allt svo ljóst. Ég elskaöi hann. Ég sagöi: — Já við skulum gifta okkur. Ég vil fara til Englands með þér: Frá þeim tima fórum við að hugsa um brúðkaupiö og gera áætlanir, eins og annað trúlofað fólk og vandamálin I kringum okkur hurfu I skuggann. Viþ á- kváðum að gifta okkur i I St. Columba kirkjunni. Þaö gat orsakaö vandræði að gifta sig i Bogside, en þessi kirkja var I mótmælendahverfinu, þótt kirkjan sjálf væri rómverzk- kaþólsk. En þetta varö aðeins upphaf erfiðleikanna. Eitt kvöldið kom Jon heim til min, eftir að hann hafði verið hjá prestunum Við sátum lengi frameftir og röbb- uðum um framtiöina. Þegar hann fór, fylgdi ég honum á leið til herbúðanna. Ég veit ekki hvað kom' mér til að lita um öxl, eftir að við höfðum boðiö hvort öðru góða nótt. En ég gerði það og þá sá ég tvo menn koma út úr skugganum og grlpa hann. Ég rak upp hljóð, þótt ég vissi að það myndi ekki hjálpa. Þeir drógu hann með sér eftir götunni. Ég heyrði tvö skot og mér fannst gatan hvolfast yfir mig, en þá sá ég Jon koma hlaupandi I áttina til mln. Ég greip I hendur hans. önnur var blaut. Ég sneri henni við og sá þa áárið I lófa hans, stórt og ljótt og ermin var blaut af blóði. Það var eins og ég yrði sterkari við þetta, ég ýtti honum á undan mér inn I simaklefa á götunni og þar hringdj ég eftir sjúkrabll. Meöan við biðum sagði hann mér að fyrr um kvöldið, þegar hann var á leið til.kirkjunnar, hefðu tveir menn stöðvað hann og sagt: — Haltu þér burtu frá Mörtu Doherty, annars skulum viö ganga frá þér. Og þeir náðu honum. Annar var I hermannajakka og var meö Framhald á bls. 38. 43.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.