Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 24
BRIMKLÓ í HUMÁTT
LJÓBffl. PJetur ilaack
Nú I byrjun október tók til
starfa ný hljómsveit og hlaut hún
eftir miklar vangaveltur riafnið
Brimkló. Hljómsveitina skiþa
þrfr úr hljómsveitinni Ævintýri,
sem lagði upp laupana fyrir u.p.b.
níu mánuðum. Þeir eru Arnar
Sigurbjörnsson, Björgvin
Halldórsson og Sigurjón Sig-
hvatsson. Tií liðs við þá eru þeir
Hannes Jön og Ragnar Sigurjóns-
son. Þetta eru allt kunnug nöfn og
hefur hvert um sig verið kennt við
ófáar hljómsveitir.
Ragnar, trommuleikari hljóm-
sveitarinnar, er upprunalega frá
Akranesi og lék að sjálfsögðu með
Dumbó, þegar sú hljómsveit var
og hét. Nú siðast var hann meö
Mánum. Þá bjó hann á Selfossi,
en harin hefur nú flu'tzt i bæinn. Að
eigin sögn var það tilbreytingar-
leysiö fyrir austan og löngunin til
þess að gera eitthvað nýtt, sem
varð þess valdandi að hann ákvað
að leggja land undir fót og freista
gæfunnar f stóru borginni bak við
íjöllin háu. Ragnar er 23 ára og
hefur spilað i 8 ár.
Arnar hefur nú spilað i samtals
9 ár. Ferill hans hófst i hljóm-
sveit, sem Tiét Strengir. Siðan
tóku við Toxic, Flowers og nú
siðast Ævintýri. Það fór aldrei á
milli mála, að Arnar var meðal
okkar beztu gitarleikara þegar
hann var i Flowers og Ævintýri.
Væntanlega nær hann sér aftur á
strik fljótt, það er ekki um svo
auðugan garð góðra gitarleikara
aö gresja.
Hannes Jón hefur og verið i
nokkrum hljómsveitum, þó svo að
hann hafi nu siðast að mestu
troðið einn upp. Hann hefur látið
frá sér fara plötu. L.P. plötu sem
hlotið hefur nokkra viðurkenn-
ingu. Feril sinn sem
hljómlistamaður hóf Hannes Jón I
Tónum. Það er nú orðið nokkuð
langt siðan, liklega ein sjö ár. Við
af Tónum tók svo Sfynx, svo
Næturgalar, þá Fiðrildi og nú
siðast Brimkló. Fiðrildi var eins
og flestir vita þjóðlagatrió.
Hannes Jón hefur samið töluvert
af lögum og verða væntanlega
einhver þeirra flutt af Brimkló I
framtlðinni. Hannes Jón er 23 ára
gamall.
Sigurjón er 20 ára og er I
Verzlunarskólanum. Ferill hans
spannar einnig nokkrar hljóm-
sveitar og fer brátt að vera erfitt
að finna hljóðfæraleikara I
bænum, sem aðeins hefur verið I
einni hljómsveit
Hljómsveitirnar, sem Sigurjón
var I hétu: Kjarnar, Falkon,
Mods, Flowers og nú slöast Ævin:
týri. Eitthvað hefur hann samið
af lögum og textum.
Björgvin hefur verið söngvarl
þriggja hljómsveita. :Bendix,
Flowers og Ævintyri. Hann hefur
m.a. gefið út eina sólóplötu. Fyrir
utan að vera ágætur söngvari,
spilar Björgvin nokkuð vel á
munnhörpu. Það er eitt það hljóð-
færi, sem Islenzkar hljómsveitir
hafa notað ákaflega litið, en
kemur oft skemmtilega ut I popp-
músík.
Nú hef ég Htilega minnst á alla
meölimi Brimklóar. Þá er ekki úr
vegi að fjalla aðeins um það, sem
Brimkló. f.v. Ragnat- Sigurjónsson, Björgvin Halldórsson, Sigurjón
Sighvatsson, Hannes Jón Hannessonog Arnar Sigurbjörnsson.
þeir hafa ætlað sér að gera I
framtlðinni. Nú bregður svo við,
að þeir hafa alls ekki i huga að
gefa út plötu. Slikt virðist vera
orðinn höfuðverkur allra meiri-
háttar hljómsveita hérlendis,
enda hafa Islendingar ávallt sótzt
eftir þvl sem erfiðast er að fá. En
sem sagt,engin plata frá Brimkló
l býgerð eins og er.
Þegar þeir félagar voru spurðir
um stefnu I músikmálum, svaraði
Hannes Jón af bragði. — Segðu
bara að hún sé I humátt—; og þá
vitum við það. En séu þeir ynntir
nánar eftir þessu, kemur I ljós, að
beir hafa hugsað sér að spila eitt-
hvað fyrir alla. Eitthvað fyrir alla
er nú til dags, I fólksmergðinni,
nokkuð fjölbreytt dagsskrá, eða
svo skyldi maður I'það minnsta
ætla. En hvort sem Brimkló
spilar eitthvað fyrir alla eða allt
fyrir einhverja, er einn hlutur vls,
Samkeppnin milli hljómsveita
hér á Reykjavlkursvæðinu er
hörð og hljómsveitirnar eru hver
annarri betri. Brimklóin veröur
þvl örugglega að hafa klória sina
úti nótt sem nýtan dag, til þess að
öðlast þá viðurkenningu og vin-
sældir sem hver hljómsveit
stefnir án efa að.
24 VIKAN 43. TBL.
'rÚ