Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 31

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 31
gerir með öllu ómögulegt aö talast viö á venjulegan hátt. Fyrirskipanir veröur aö hrópa af öllum kröftum, og samt er eins og oröin séu hrifin burtu af særokinu, um leiö og þau koma fram á varirnar. Mannsröddin má sin uggvænlega litils móti rammaslag náttúruaflanna. Þaö er helzt meö því aö setjast i skjól viö stýrishúsiö og hlusta gaum- gæfilega, aö unnt er aö greina einstaka þætti hávaöans. Fyrst og fremst er vitanlega þytur og ýlfur stormsins i seglum og á súö sisipsins, einna likast veöurhljóöi á húsi I stórviöri aö vetrinum. Viö þaö bætist drynj- andi sjávarniöur og þungur undirómur frá strengdum, titrandi stögum. Bakstagiö söng i sifellu meö sinu sérkennilega, óheillavænlega lagi. Allt óveöriö út i gegn mátti greina stynjandi óma þess, og þegar verstu byljirnir riöu yfir, hveinaöi þaö I feigöarlegri tóntegund. Frá hafinu berast tvenns konar hljóö, - slög og gnýr af bylgjunj, sem brotna á skipshliöínni og djúpur niöur af hrynjandi brot- sjóum i fjarska. Svo kemur aö hvildartimanum undir þiljum. Til þess aö komast ofan veröur aö rlfa upp stiga- huröina, snarast niöur og loka á eftir sér i snatri. Fyrst er eins og allt sé dottiö I dúnalogn, en brátt veröur þess vart, aö maöur hefir aöeins fariö frá einni plágu til annarrar. Gnýrinn af vindi og sjó er dýpri en hvinurinn i stögunum fjarlægari undir þiljum. En stormskakiö i rám og reiöa bergmálar i skipsskrokknum og skekur hann, eins og hljómar frá fiölustreng enduróma frá fiölukassanum. Nokkur hávaöi kemur frá vélinni, sem snýst f hægagangi til aö skipiÖ láti betur aö stjórn. En ganghljóöiö breytist allt eftir þvi, hvort skipiö er aö klöngrast upp á báruhrygg eöa steypast hratt og háskavænlega niöur i bylgjudal. Saman viö allt þetta blandast brak og brestir i sjálfum byröingnum. Ekkert skip er svo traustbyggt, aö þaö fái staöizt slik jötuntök án þess aö láta eitthvaö til sin heyra. Annaö slagiö bylur óvenjulega þung bylgja á kinnungnum á kulboröa, svo aö allt nötrar. Skipiö tekur viöbragö og riöar siöan viö, er þaö nær skriönum og ræöst upp næsta bylgjuhrygg. „Þetta truflaöi mig, en viö skulum halda áfram,” segir skútan. í svip lltur svo út sem hún hafi komizt ágjafarlaust frá ólaginu, en á næsta augabragöi falla þungir dropar á þilfarsgluggann, siöan fossar sjór i Striöum straumum yfir þilfariö og sogast skvampandi út um opin I öldustokknum. I þaö skipti fengum viö talsveröa ágjöf! Aö visu höföum viö búizt viö stormi, en ekki neitt til lika viö þetta. „Þaö amar ekkert aö mér,” sagöi konan min, „en þetta er vist meira en um var beöiö. Er ekki hægt aö slá undan um stund? Gætum viö ekki leitaö næstu hafnar?” „Ég er hræddur um, aö þaö yröi erfitt. Viö höfum slagaö langt vestur á bóginn og erurn þegar um 200 milur frá Falmputh, en nú ætla ég aö kalla á skipstjórann og ræöa viö hann um ástand og horfur.” Carter skipstjóri kom I drif- votum oliufötum meö sjóhatt á höföi og settist á stigáþrepin. Hann var maöur hæglátur og seinn til svars, en fremur glablyndur. „Þér eruö kunnugur á þessum slóöum, skipstjóri,” sagöi ég. „Hvernig llzt yöur á veöriö? Ættum viö aö leita hafnar?” Skipstjórinn svarabi: „Ómögulegt aö gizka á, hvaö hann gerir. HvassviÖrib getur haldizt, og þaö gæti lygnt, áöur en viö næöum landi. Þaö er engin sæld aö lenda Viö Skillueyju, enda er nærri þvi eins langt þangaö og til Falirtouth. Mér er lltiö gefiö um franskar hafnir. Innsiglingin er óhrein, og flóöaldan er stór- hættuleg, ekki sizt I vondu veöri. Þar er lika verri aðstaba, þvi að vesturelagurinn veröur ennþá lengri þaöan.” Georgia spuröi: „Er allt I lagi á skipinu? Getum viö kóklast áfram I þessu?” „Sei, sei, já, skipiö er I lagi. Þaö þolir þetta. En hvaö liöur ybur, frú? Undanhaldiö yröi þægilegra.” Georgia leit á mig og hristi höfuöiö. „Nei, skipstjóri, okkur langar ekki til aö fara þessa ferö I annaö sinn. Og svo gæti lygnt þá og þegar.” Svo var það klappaö og klárt. Meöan viö vorum aö tala saman, rofaöi lika til sólar, og lagöi geisla inn um skipsgluggann. Ég fór upp meö skipstjóranum. Hann haföi allt I einu heitt af sér I loftiö, en þaö var jafn-bálhvasst og áöur. Viö skrifuöum veöurhæö 8 i leiðarbókina, þvl að bæði skip- stjórinn og ég geröum okkur ljóst, aö mönnum hættir jafnan til aö meta veöurhæöina of hátt á litlum skipum. Siöar komumst viö aö þvl, aö stærri skip á sömu slóöum töldu veöurhæðina áreiöanlega 10 vindstig, og næstu irskar og enskar veöurstöövar' mældu 70-90 mllna vindhraða á klukkustúnd eöa fárviöri. Veizt þú, lesandi góöur, hvaö þaö er aö vera á sjó I 60 mílna vindhraöa á klukkustund, þótt ekki sé meira? Þaö er illmögulegt aö anda. Maöur veröur að snúa sér undan eða bera hönd fyrir vitin til aö ná andanum fyllilega. Þú tekur lika griöarlega mikiö á þig i öllum sjóklæöum. Jafnvel I 40 mflna vindhraða áttu erfitt meö að brjótast móti veörinu. Hver hreyfing kostar áreynslu, en jafnframt gætni og varúö, þvi ab þilfarið er á fleygiferö, og veröi þér fótaskortur, áttu á hættu aö skutfast i hendingskasti yfir aö öldustokknum á hléboröa.. Segl- pjatla eöa kaðalendi, sem dinglar laust, lemst um eins og svipuól. Þung áhöld, svo sem blakkir og þess háttar, fara á kreik og djöflast um þilfariö, þangaö til aö þau mölva fótleggina á ein- hverjum eöa fyrir mestu mildi hrökkva útbyröis. Bjartviöriö hélzt i nokkrar klukkustundir. Loft og haf voru hrikaleg ásýndum. Himinninn var djúpblár og kuldalegur. Sólskiniö skar I augun eftir dimmviöriö. Allt þetta virtist i fullkomnu ósamræmi við hina æöandi hafsjóa umhverfis okkur. Ljósið- klofnaöi i slkvika regn- bogaliti I bylgjuföldunum, og i gegnum þá mótaöi fyrir kvikandi, kynlegum skuggum. Hinar stórbrotnu öldur hafsins óöu fram hjá skipinu eins og her- skarar með hvita hjálmskúfa á höföi. Ég held, að viö höfum allir fundið af hyggjuviti okkar, aö himinbláminn var of skær og djúpur til aö boöa varanlega uppstyttu og veöurbata. En þrátt. fyrir þaö urbum viö léttari I lund. Þetta var tafl, sem vert var aö tefla. Þó að margir okkar væru sjóveikir meö köflum og illa haldnir, stóöum viö á veröi, eins og vera bar, og héldum i horfinu. Allt flóöi i vatni I háseta- klefunum, og i eldhúsinu voru pottar og pönnur i einum hrærigraut. Matsveinninn var sárlasinn, eldurinn vildi ekki loga, og ómögulegt var að hita kaffisopa, nema halda viö ketilinn á eldstónni. Samt tókst okkur aö fá lifsnæringu ööru hverju. Henrý litli, brytinn, var náfölur og óstyrkur I hnjá- liöunum, en hann reyndi samt aö brosa, og einhvern veginn tókst honum aö skammta matinn. Þaö var engan veginn laust viö, aö ofsinn og haröneskjan i veörinu hleypti i okkur þrákelkni og stæltj okkur til aö gegna skyldustörfum okkar. En ég var að segja frá hvildartima minum undir þiljum. Hvaö sem öllu leiö á þilfarinu. var ég oröinn svefnþurfi. Ég skröngl- aðist niður stigann, og mér varð litiö á loftvogina, sem hékk i ganginum. Hún stóð á „stormi”. Þaö var lítiö fagnaöarefni, En samt .... „Það er bjart og heiörlkt upþi, væna mln. Þaö er hvasst ennþá, en útlitiö er heldur aö skána. Ég verð aö taka mér dálitla hvlld, en þarf að fylgjast meö loftvoginni. Ég ætla aö leggjast fyrir. - Þú vekur mig á klukkustundar fresti til aö lesa loftvogina, ef ég vakna ekki sjálfur.” Ég hugsaöi sem svo, aö þaö mundi hressa skapið, er loftvogin færi aö stíga. Viö vorum að taka buginn á stjórnboröa, en lokrekkjan mln var á kulborða. Mér þótti of mikil fyrirhöfn aö klifra upp þangaö. Ég þurfti hvort sem var aö fara á fætur á klukkustundar fresti, svo aö það var þýöingarlaust aö fara úr fötunum. Ég tlndi saman nokkra púöa, skorðaði fæturna við bekkinn bakborös megin og bakiö viö huröina aö þvotta- klefhnum. „Látum svo kugginn veltast og steypa stömpum.” Hann geröi þab llka svikalaust, meðan ég réyndi aö festa blund- inn. Fyrst losnaöi ferðataska, sem haföi veriö troðiö á bak viö stigann, og hlassaöist ofan á mig. Næst hljóp trékassj meö vara- kompási i úr skorðum sinum og skutlaðist I bakið á mér. Einhvers staöar hrökk dyraklinka upp, svo að huröin skelltist fram og aftur meö ógurlegum hávaöa I hvert skipti, sem skipiö tók dýfu. Ég fékk lokað lokíekkjunni minni og sentist þvert yfir klefann. Hún hjó dæld I þiljurnar svo sem einum þumlungi yfir höföinu á mér. Loftvogin haföi falliö 2,5 mm. Loks gat ég sofið dálitiö I .smádúrum. Næstu fjórar klukkustundir hélt loftvogin áfram aö falla jafnt og þétt. „Eigum við ekki aö lensa?” spuröi ég Georgiu ööru hverju. Og hún svaraöi jafnan: „Nei, ætli viö reynum ekki aö þrauka.” Hún haföi á réttu aö standa, þvi aö nú áttum viö ekki annars völ. Það var orðið of seint að lensa. Eina ráöiö var aö beita vestur og suður á bóginn eftir föngum. en liggja um kyrrt og halda I horf- inu, þegar annaö þraut. Ég man oiióst, i hvaöa röö atvikin gerðu6t næstu daga. Allir reglubundnir lifnaðarhættir, sem tiökast á skipum voru truflaðir af aukastörfum og rofnir af óvænt- um áföllum.'Ég var of sjóveikur og þjakaður til að halda dagbók yfir þaö, sem geröist, um fram athugasemdir, sem færðar voru i leiðarbókina. Við vorum önnum kafnir, og vitanlega höfum viö fengiö matarbita og dálitinn svefn ööru hverju, en þaö er erfitt aö rekja slikt I réttri röö. Við gengum að þessu cins og járn- karlar, og endurminningin er hulin móöu vegna ónæöis og þreytu. Jafnvel skipiö sjálft varö torkennilegt, volkaö og drabbara- légt, svo aö erfitt var aö þekkja þaö fyrir sama þrifalega skipiö og það haföi eina tíö veriö. Þrátt fyrir allt þetta standa stöku atburöir. og smáatvik mér ljóslega fyrir hugskotssjónum. Ég skrifa þau niöurT þeirri röö, Framhald á bls. 35. 43. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.