Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 33
FRAMHALDSSAGA EFTIR BRUCE GRAEME TÍUNDI HLUTI Niðursokkinn í hugsanir sinar fór liann að ganga fram og aftur um völlinn, þar sem þokuslæðingurinn var smám saman að þvnnast og hverfa fyrir geislum hækkandi sólar.' Hugur hans var bundinn við þessar persónur — Partingtonsystkinin ... a6 hann notáði skúrinn fyrir myrkraherbergi. En hvaða ástæðu hafði þá Partington til að halda þvi leyndu, að hann heföi verið að framkalla ljósmynda- plötu? Enga vitanlega. Myrkra- herbergi ljósmyndara gat ekki veriö neitt saknæmt. A þessu augnabliki, sem dr. Priestley leit inn I skúrinn sá hann hvað inni I honum var: skápur með röð af flöskum og glösum, vaskur, og uppi yfir honum rauö rafmagns- pera. Þetta var allt og sumt, að undanteknu ýmislegu rusli, i hrúgu i horninu, þar á meðal hafði hann kannazt viö járnstólpa af sama tagi og i girðingunni um fíugvöllinn. Sennilega hafði hann bilað þvi að kröpp beygja var á honum, neðarlega, en i stað hsns hafði nýr stólpi veriö settur i girð- inguna. Þegar dr. Priestley var kominn gegn um garðinn og framhjá hús- inu, komst hann út á langa af- leggjarann, sem lá heim frá þjóð- veginum. Hann gekk eftir honum þangað til hann Kom aö dyra- varöarbústaö, sem var lokaður og tjöld fyrir gluggum. Hér hafði Vilmaes sjálfsagt búið. Hann gekk að einum glugganum og gægðist inn. Milli tjaldanna gat hann séð inn i herbergið, þar sem húsgögnin voru enn á sinum stað, rétt eins og ibúinn hefði yfirgefiö þau fyrir stundarkorni. Eftir að hafa rennt augunum yfir húsið, hélt hann áfram göngu sinni. Lengi gekk hann þannig fram og aftur brautina, svo niðursokkinn i hugsanir sinar, að hann gleymdi gjörsamlega stað og stundu. Þegar hann loks leit á úrið sitt, sá hann, að klukkan var farin að ganga niu. Partington beið hans I boröstof- unni, þegar hann kom inn. Þeir átu morgunverð saman og töluðu um árangurinn af tilrauninni, sem gerð haföi verið, en minntust alls ekki á mót þeirra við skúr- Framháld á bls. 42. Þetta er myrkraklefinn minn hélt hann áfram. — Ég var að taka mynd af þessum bylgjum, sem við fengum áðan, og var að fram- kalla plötuna. Viljið þér koma inn með mér og athuga hana? Dr. Priestley hristi höfuðið. — Ég held ekki. Ég þekki það af eigin reynslu, að maður er ekki bættari með áhorfendur, enda þótt þeir séu fullir áhuga. En kannski sýnið þér mér hana seinna I dag, þegar þér hafið minna aö gera. I bili ætla ég að láta mér nægja að rangla úti i góða veðrinu. — Þá getið þér hagaö yður eins og þér viljið, sagði Partington. — Morgunverðurinn hér er ekkert timabundinn, og Sinclair færir yöur hann þegar þér viljið. En hvað sjálfan mig snertir, þá býst ég ekki við að hafa lokið verki minu fyrr en klukkan átta. — Mér verða ekki vandræði úr sjálfum mér á meðan, svaraði dr. Priestley. Slðan gekk hann áfram leiöar sinnar, en Parting- ton hvarf inn i rannsóknarstofuna og læsti á eftir sér. Það var einkennilegur vand- ræöasvipur á dr. Priestley þegar hann gekk upp eftir stlgnum. Gestgjafa hans hafði áreiðanlega oröiö hverft við að sjá hann, á þvi var enginn vafi. Vitanlega hafði hann gengiö hljóðlega að húsinu, þvi að ekki heyrðist fótatak hans á grassveröinum. Partington gat hæglega brugðið viö að sjá hann allt i einu, þegar hann kom út úr dyrunum. En var hitt imyndun eða veruleiki, aö skömmustu- svipur kæmi á andlit hans, rétt sem snöggvast og af þvi mætti ráða, að hann byggi yfir ein- hverju leyndarmáli? Dr. Priestley fannst þetta varla geta borið sig. Partington var með ekkert annað meðferðis en ljósmyndaplötu, og þó að dr. Priestley liti ekki nema rétt snöggvast inn I skúrinn, nægði það til að sjá, að hinn sagði satt, 43.TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.