Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 38
fór um sjóferö þá. - Skipið er nú komið góöan spöl fram úr okkur, og við getum með naumindum stafaðnafn þess, sem virðist vera Santa Therese, en heimilisfangið neðan undir er i klessu. Við erum sem steini lostnir. Svo að þarna er þá sýnishorn af hinu marglofaða siðalögmáli um gagnkvæma aðstoð á sjó. Ég litast um eftir hinu skipinu. Það er lika komið fram úr okkur bak- borðs megin. Hér er ekki meira að gera. Ég fer undir þiljur. Þá kallar skipstjórinn. i mig. Siöara skipiö hefur snúið við og kemur til móts viö okkur. Ég hleyp upp, og svo er sem sýnist. Hitt skipið vex I augum með minútu hverri. Og enda þótt þetta sé þunglamalegur flutn- ingadallur, er hann næsta kærkominn. 1 mesta snatri drögum viö upp merkin, sem áður voru við hún, og bætum þegar viö Q I B i framreiöann á bakborða. Við vitum, að timinn er dýrmætur, og hér er hvorki staður né stund til að fylgja ströngustu reglum. Skipið er nú komið mjög nálægt, og flögg blakta þegar I reiöa þess: B S Skipstjórinn kallar upp stafina, og Georgia, sem situr nú i stigaskýlinu, skrifar það á blað, ■en ég fletti upp i merkjabókinni. B S D D P C breiddin 41 lengdin 9 30’ Þá hleyp ég eftir sjókortinu og merki á það staðinn. - 25 milur frá strönd Portúgals. Leixoes, hafn- arbær Oportóborgar liggur- um 30 milur fyrir noröaustan okkur. Húrra! Ég stekk upp á þiljur. Fleiri flögg hafa verið dregin upp, en nú er engin ástæða til að lesa úr þeim, þvi að skipið hefur nú snúið viö og siglir samflota okkur. Maöur meö kallara gengur út að borði á stjórnpallinum. Fyrst getum við ekki greint orðin, en svo veröa þau hærri og skýrari: ,,Er nokkuð áð? Getum við hjálpað ykkur?” Bilið er aö aukast miíli skipanna, en hann nemur svar okkar: „Allt i lagi. Þakka yður fyrir.” Ahöfnin þýrpist aftur með öldu- stokknum, næsta sundurleit I klæðaburöi. Sumir koma af þilfarinu, sumir úr vélarúminu, aörir úr eldhúsinu. Allir veifa i kveðjuskyni. Nú sést lika nafniö: MARGARITA LONDON Gott skip þetta og gott fólk. Við drögum upp kveðjumerki: XOR Þökk fyrir Um það leyti, sem skipiö skilur við okkur, er farið aö létta til, og vindur er lygnandi. Gæti þetta verið sólskinsglæta þarna á sjónum I fjarska? Svo fer ég með kortið aftur á. „Þarna erum við, hefllin. Það er dægursigling til Lissabon, en norður og austur til Oportó erum við aöeins fáeinar klukku- stundir.” G'eorgia hugsar sig um andartak, en aðeins andartak. „Oh, látum okkur halda áfram, ef allt er I lagi. Ég vil helzt ekki snúa við, þótt ekki sé nema stuttan spöl.” byssu. Þegar þeir voru búnir aö ná honum inn I dimmt skot, kom sá þriðji til skjalanna og var sá voþnaöur kylfu. Þeir slógu hann niöur, börðu hann I fæturna með kylfunni og einn þeirra stóö yfir honum með hnif i hendi. En hann komst einhvernveginn á fætur og tók til fótanna, en hann sá hnlfinn fljúga fram hjá sér um leið og þeir skutu tveim skotum. Viö fórum svo saman til Atlnagelvin sjúkrahússins og ég beiö þar, þangaö til ég vissi að hann var úr allri hættu. Næsta dag fór ég til hans ag þá var hann hress og glaöur. Ég tók I heilu höndina og sagði: — Eina kúlan, sem getur komiö á milli okkar, veröur sú, sem gengur að öðru hvoru okkar dauðu. Þetta var min hjartans meining. Það var siðar, sem mér varð ljóst að ég var eigingjörn. Við vorum að visu mjög ást- fangin, en það veitti okkur engan rétti til þess að hugsa aðeins um okkur sjálf. Það gat orsakað vandræöi.fyrir fleiri en okkur, ef viö létum sjá okkur saman, vandræði fyrir saklaust fólk, sem unni okkur. Fjölskylda min myndi llða fyrir það og að sjálfsögðu fjölskylda Jons i Suffolk. Það gat skeð að hann yrði myrtur vegna min, ókunnrar stúlku, sem þau vissu engin deili á Þetta voru hræðilegar hugsanir og mér stóð ótti af þeim. En rétt eftir að Jon kom út af sjúkrahúsinu, var ég harkalega minnt á sannleiksgildi þeirra. Ég var á leið til skart- gripaverzlunarinnar, þar gem ég ætlaði að kaupa hring handa Jon. vegna þess aö honum var mikiö I mun aö allir vissu um samband okkar. Ég var aö virða fyrir mér það sem var I gl&gganum, þegar maöur kom til min og sagði: — Ef þessi náungi heldur sig ekki I hæfílegri fjarlægö frá þér, Marta Dogherty, þá verða alvarleg vandræöi. Hann gekk svo i burtu og ég Stóð eftir á götunni, skelfingu lostin. Vegna þess að ég var svo ástfangin og á kafi i undirbúningi undir brúðkaup okkar Jons, þá 38 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.