Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 15
Þess vegna sm ygtói börnum Fyrir fjórum árum fór ung fiskimanns- dóttir frá Skagen i I)anmörku til Brasiliu i leit að einhverju nýju. Henni tókst svo sannarlega að verða fyrir nýrri reynslu. Fyrir nokkrum mánuðum varð hún að skilja við allt, sem hún átti og flýja til Evrópu. Hún var ákærð fyrir barnsrán og verzlun með börn. Blaðamenn fundu hana eftir að hún hafði farið huldu höfði i Sviþjóð um nokkurt skeið. Og Karin Bork sagði þeim sögu sina. Ég héf aldrei keypt eða selt barn. Ég hjálpaði þeim til Danmerkur og Sviþjóöar af þvi aö þau voru dæmd til aö lifa f eymd og volæöi I Brasiliu. Hvita og rauöa svissneska DC-8 þotan ók hægt frá flugstöövar- byggingunni. Nokkrum minútum siðar sveif hún uppi yfir Rio de Janeiro og hvarf brátt i nóttina. 1 fremsta sætinu i farþegarýminu sat ung, ljóshærð kona. Hún var með stór dökk sólgleraugu, sem huldu augu hennar. Hinir farþeg- arnir sáu ekki tárin, sem fylltu augu hennar, en þeir heyrðu að hún barðist við grátinn. Þeir héldu, að hún hefði oröið að fara frá heittelskuðum manni. En Karin Nordman Bork hafði allt aðra ástæðu til að gráta. Henni féll þungt, að hún neydd- ist til að fara frá landinu, sem hún var búin að fá ást á, og sem hafði vakið hjá henni köllun. Hún var örvilnuð yfir að verða aö fara frá þremur litlum börnum, sem hún hafði vonað að hún gæti bjargað frá dauðanum, sem lá i loftinu i fátækrahverfum stórborgarinn- ar. Og hún grét einnig yfir öllum barnlausu heimilinum i Sviþjóð, sem yrðu fyrir svo miklum von- brigðum, þegar þau fengju ekki börnin, sem þau höfðu fengiö vil- yrði fyrir. Börnin, sem þau hefðu elskað og annazt. bar sem Karin Bork sat i flugvélinni og þaut áfram i aprilnóttinni var hún hreint og beint á flótta. Hefði hún ekki komizt með þessari flugvél, hefðu brasilisk yfirvöld tekið hana höndum, grunaða um barnsrán, sem hún átti ekki neinn þátt i. Sennilega hefði hún verið sýknuð, en hún þorði ekki að taka áhættuna. Á tveimur árum hafði hún út- vegað 30 fátækum og illa höldnum brasiliskum börnum góð heimili hjá sænskum, dönskum og brasi- liskum fjölskyldum. Hún haföi oröið vitni aö þvi, hvernig börnin fengu annan og hraustari svip á nýju heimilunum. Hún hafði séð hvernig umönnun og ást bjargaði mörgum barnanna frá dauða. 1 tvö ár haföi hún veriö umvafin þakklæti og ást fyrir verk sin. Allt i einu átti svo að gera hana 2.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.