Vikan


Vikan - 22.05.1974, Síða 11

Vikan - 22.05.1974, Síða 11
inga........ Sem betur fer, hugsaöi Della, fer ég aldrei út á morgnana, án þess að taka til i húsinu og það kom sér sannarlega vel, þegar hún sá tengdamóöur sina standa fyrir utan. Hún getur þá aldrei sagt, að ég sé óþrifin. Fullorðna konan kom inn og truflaöi hugsanir hennar. — Ef þú elskar son þinn raunverulega, þá verður þú að sjá hvað honum er fyrir beztu! — Nei, tagði Della. — Nei, ég get ekki séð aö það sé honum fyrir beztu. Ég vil að Tommy læri að standa á eigin fótum. Ég vil að hann læri að treysta sjálfum sér. Tengdamóöirin varð ströng á svipinn. — Ég hefi ekki hugsað mér að dekra hann. En ég vil aö hann komist i góðan einkaskóla og svo i háskóla, svo hann geti valið þá menntun, sem hann kýs sjálfur. — Og ef hann fellur á prófum, þá fær hann sjálfsagt að vita, að þú borgir með gleði eitt ár i við- bót. Ef hann kann ekki vel við eitthvert starf, þá getur hann ein- faldlega hætt. Þú sérð fyrir-hon- um, þar til hann fær eittVivaö ann- að, sem hann vill frekar. Og ef hann stofnar til skulda, þá borgar amma með glööu geði. — Að sjálfsögðu læt ég hann hafa riflega vasapeninga. Della sagði hiklaust: — Það var einmitt það, sem eyðilagði David. — Það var hjónabandið, sem eyðilagði son minn, sagði tengda- móðirin. Hann var alltof ungur til aö kvænast og þú varst alls ekki rétta konan fyrir hann. David var alltof ungur, til að vita hvað hann vildi. Þú þvingaöir hann, þú narraðir hann til að gift- ast þér. Della fann hvernig blóðið þaut upp i kinnar henni. — David var tuttugu og eins árs, ég var aöeins sautján ára. Ef David hefur þá verið barn, þá var það vegna þess, aö þú leyföir honum ekki að þroskast. Þú greiddir alla reikn- inga hans. Þú ákvaöst hverja hann ætti að umgangast. Það varst llka þú, sem heimtaðir að hann læsi læknisfræði, þótt hann hefði engan áhuga á þvi. — Það heföi allt lagazt, ef þú hefðir ekki lokkaö hann i þetta heimskulega hjónaband. — Það var ekki heimskulegt! Það lá við að Della öskraði þetta framan i hana. — Viö elskuðum hvort annað! Tengdamóðir hennar stóð upp. — Þessar samræður þjóna eng- um tilgangi. En ég endurtek Ul- boö mitt. Láttu Tommy koma til mln. Ég skal sjá um að hann fái gott uppeldi og þegar ég dey, þá fær hann lika allar minar eigur. Hefurðu samvizku til að ræna son þinn þeirri framtið? — Tommy getur fengið það uppeldi, sem honum er fyrir beztu, án þinnar ihlutunar. Hann er greindur drengur og gengur vel I skóla og hann mun ábyggi- lega vera fær um að stunda það nám sem hann óskar með minni hjálp og af eigin rammleik. En Della vissi fullvel, að pen- ingar voru mikið vald. Og ef hún yrði veik og ekki fær um aö vinna fyrir þeim, þá kæmi það i hans hlut, að vinna fyrir þeim báöum.- 'Henni leið“mjög illa og hún sagði: — Viltu vera svo góö að fara. Ég þarf góðan umhugsunar- frest, ég get ekki svarað þessu að svo stöddu. Ungfrú Jenny gekk mjög hægt, — ekki vegna þess að hún væri þreytt, heldur vegna þess, að hún kveið fyrir aö koma heim. Hún varð að flýta sér inn I eld- húsið og taka upp varninginn, svo Letty yrði ekki vör við, að hún hefði keypt ódýrustu tegundina af tei, smjörliki I staðinn fyrir. smjör. Hún varð lika aö segja henni að frystiborðið hjá Hewletts héfði bilað, svo hún hefði ekki fengið neinn is. Og svo varð hún að segja henni að ekki heföu feng- ist fleiri kótilettur hjá slátraran- um. En hve lengi gæti hún haldiö þessu áfram? Hvenær myndi Letty komast að þvi, að eitthvað hafði farið úrskeiðis? Hvenær myndi hún krefja hana sagna. Letty mátti aldrei komast aö þessu, það myndi riða henni að fullu. 0, að hún hefði bara einhvern til að tala við, hugsaöi ungfrú Jenny, þegar hún rölti hægt heim á leið. Kannski gæti hún talað við prestinn. En ef það sem hún hafði gert, væri hræðilega rangt, þá gat hann ekki svaraö henni nema á einn veg. Hann myndi örugglega ráðleggja henni að tala viö lög- regluna,hann hlaut aö segja þaö. Þetta var að öllum likindum eins konar þjófnaöur. Unga hjúkrun- arkonan var mjög elskuleg, en aö visu var. hún i þjónustu borgar- innar og rikisins og það var ein- mitt rikiö, sem ungfrú Jenny var i sekt við. - Ef hún hefði ekki þurft aö hugs" um neinn nema sjálfa sig, þá Framhald á bls. 37 21.TBL. VIKAN 11 Nú fór að liða að þvi að hann gæti gengið frá kaupsamningunum. Hann gat þá far- ið að gera áætlanir um nýtt lif, i litlu notalegu húsi rétt fyrir utan London. Bara að ekkert yrði nú til þess að koma i veg fyrir þetta. Eitthvað af þvi, sem strákurinn var að fitja upp á, —strákur- inn, sem var að hafa út úr honum pen-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.