Vikan


Vikan - 22.05.1974, Side 18

Vikan - 22.05.1974, Side 18
þess a& þá& reyndist þvingandi. Hann var avallt s.vo kurteis og hugulsamttí^- og auk þess for- rlkur. O.g ailtP^ssu, að hann var á höttunum eftmSeiginkonu. Hjarta frúarinnar sló örara þegar hún hugsaöi um þetta. Hún hratt frá sér allri tilhugsun um hann Frank þarna heima. Nú lif&i hún í voninni. Hún leit i spegilinn. Eiginlega var hún nú falleg! Hún var grönn, fjörleg og útitekin. Áf' þvl hún var oröin 39 ára, reyndist henni að vísu timafrekara en áöur aö fegra slg, en samt var það henni engan veginn ofvaxiö. Sveipuö hvitri minkakápu utan yfir brúsandi silkikjólnum og angandi af ilmvötnum kvaddi hún Minnie með kossi og sveif af staö ni&ur til móts viö herra Aziz. Hann beið hennar I anddyri gistihússins og spratt óöara á fætur, er hann sá hana. Meðan hann bað um kampavinskokkteil, virti hún hann fyrir sér meö undrun og aðdáun. Aziz var hvorki líbanonskur, franskur né egypzkur. Hann var að vlsu ættaöur frá Miöjaröarhafslönd- unum, en austurlandasvipurinn leyndi sér ekki. Fallega Italska hörundslitinn og bláu augun hafði hann þegiö i arf eftir krossfarana, forfeöur slna. Hann var kominn af léttasta skeiöi. ,,En þaö er ég nú llka” , hugsaði Jane. Aziz var bæði glæsilegur og auöugur. Hann átti blla, lysti- snekkjur og nokkur einbýlishús á Bláströndinni. Þvi var engin leið aö taka hart á þvi, þó hann væri dálitiö spjátrungslegur I klæða- buröi, meö demant I hálsbindinu og allur baðaður ilmvötnum. Auk þess var hann nú hálf smeðju- legur óg viökvæmur I eöli slnu. „Jæja”, sagði Aziz ■ brosandi, „fyrirhverju eigum við að skála? Óskadraumum okkar og metnaöarmálum?” „Megi það allt rætast”, ságði hún Qg brosti til hans. Kvöldverðurinn var dásarn- legur, og þau undu sér prýöilega viö litrlkar samræður og glitrandi Káta ekkjan kampavin. Að lokinni máltið drukkú þau káffi á hlaðinu við gistihúsið með útsýni yfir Miöjarðarhafið. Þetta var dásamlega róman- tlsk nótt. Fyrir neðan þau hallaði görðunum þrep af þrepi, sem hurfu inn I rökkurbláma nætur- innar. Sedrusviðirnir og stand- myndirnar urðu að svörtum súlum, þar sem þær bar viö flóann, skreyttan glitrandi strandljósunum. „Mig langar að tala við yður urh sjálf Ókkur og framtiðina”, sagði Aziz. „Ég býst við, að þéi* vitið, að ég er vel efnum búinn”. „Eruð þér þaö?” „Já, ég á hlutabréf I demants- námum, skipafélögum, kvik- myndafélögum og úraniUmpámum og auk þess veðhlaupahesta. Ég er einnig kynborinn maður meö' kóngablóð I æðum. En ...” sagði hann og virti hana nákvæmlega fyrir sér, „áuðæfi og tign eru ekki einhlít”. Hann ándvarpaði djúpt. „Auðugir menn eru oft einmana, og að þvi leyti er ég engin undan- tekning. Ég þrái einhvern, sem vill njóta hamingjunnar með mér”. ' v . . > „Þér eigið viþ, að þér. vilduð gjarnan kvænast?” „Já, og auðvitað mun konu mlna ekki koma til með að skorta neitt. Hún mun...” Hann þagnaði, bg Jane brá heldur en.ekki I brún, er hún varð þess vör, að nú var úti friðurinn. Minnie, dóttir hennar, var að koma! Auðvitað unni Jane dóttur sinni heitt og vildi fyrir hvern mun vernda hana gegn öllu illu, en nú kom barnið sannarlega, þegar verst gegndi. Og Jane vissi af biturri reynslu, hve öröugt gat veriö að losna við Minnie og nve ósmekklega hún átti til að komast að orði, ef þvi var að skipta. . Henni kom það satt að segja mjög illa, að Aziz skyldi vita, að Minnie var til. Engin kona i Austurlöndum gat vænzt þess að geta krækt sér I eiginmann, ef hún átti 12 ára gamla dóttur. „Ég giftist auðvitað fjarska ung”, hafði Jane sagt i þeirri von, að fólk héldi, að hún væri aðeins þritug, en ekki fertug. En þvi varö aldrei leynt, að hún átti 12 ára gamla dóttur, sem orðin var býsna há i loftinu og farin var að þroskast á kvenlega visu. „Gott kvöld, herra Aziz”, sagði Minnie, þegar hún kom til þeirra. „Mikið var brjóstsykurinn yðar nú góður!” Aziz lét sér þetta ónæði vel líka. Hann tók yfir um granna telpuna og hrósaði henni eins og hún væri fullþroska kvenmaður. „Ég'sé, að þú ert með' háls- festina, sem ég gaf þér, Minnie”, sagði hann. „Já, erhún ekki yndisleg, herra Aziz?” svaraði telpukjáninn, „ennþá fallegri en perlufestin hennar mömmu! Mér finnst bara ntestum eins og ég sé orðin 18 ára!” Jane flýtti sér að taka fram I fyrir telpunni: „Svona, svona, nú máttu ekki vera að þreyta hann herra Aziz lengur, elskan. Fullorðná fólkið vill gjarnan fá að vera í næði. Hér er hvorki staður né stund fyrir litla telpu. Flýttu þér nú aftur inn i leikherbergið þitt, barnið gott, og ef þú verður siðprúð stúlka, þarftu ekki að fara að hátta alveg strax”. Minnie læddist burt, og mömmu hennar létti, enda þótt hún léti lltið á þvi bera. Hún leit á Aziz. Skyldi hrifningarviman nú vera runnin af honum, eða skyldi hann halda áfram, þar sem frá var horfið? „Frú Reed”, sagði hann ein- beittur, „ég þarf að leggja fyrir yður mjög mikilvæga spurn- ingu”. „Jæja”, svaraði hún og hana furðaði á þvi, að i sömu svipan skyldi henni einmitt verða hugsað til Franks. „Þér hljótið að gera yður ljóst, hvað hér er um að ræða. Mér er full aivara. Ég hef hugsað mér að kvænast”. „Ó, Aziz...!-!” „En hér er aðeins sá hængur á, að þið í Evrópu giftist svo seint og þess vegna má vera, að yður finnist ég of fljóthuga. En ég full- vissa yður um, að 12 ár eru að okkar áli'ti alls ekki of ungur aldúr, og ég er þess albúinn að blða. Eruð þér reiðubúnar aö samþykkja trúlofun okkar dóttur yðar?” 18 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.