Vikan


Vikan - 22.05.1974, Side 20

Vikan - 22.05.1974, Side 20
 7 JÓHANNA RÓBERTSDÓTTIR Yorstulka Vikunnar í Evuklasóum SUNNU. Jóhanna Róbertsdóttir er 21 árs aö aldri, næstelzt af fjórum dætrum Guðbjargar Jó- hannesdóttur og Róberts Þóröarsonar, loft- skeytamanns, Borgarholtsbraut 58 i Kópa- vogi. Hún geröi hlé á skólagöngu eftir lands- próf, sem hún lók i Hagaskóla, en ætlaöi þá i fósturnám, þegar hún heföi aldur til. Meöan Jóhanna var i gagnfræðaskóla vann hún á sumrin á barnaheimilinu i Reykjadal i Mosfellssveit og hélt þvi áfram eftir aö skólanum sleppti, þangaö til fyrir rúmu ári, aö hún hóf störf i Landsbankanum. Þar vinn- ur hún i gjaideyrisdeildinni og segir starfiö mjög skemmtilegt og samstarfsfólkiö gott. Hins vegar er hún ekki ánægö meö vinnutim- ann þar á sumrin, en yfir sumarmánuöina er svo mikið að gera i gjaldeyrisdeildinni, aö starfsfólkið er iðulega ekki búiö aö ljúka dagsverkinu fyrr en undir kvöldiö. — Og. um helgar rignir alltaf, segir Jó- hanna, svo að sumariö týnist i svona vinnu. Þess vegna ér ég aö hætta þarna bráðlega og ætla aö rækta grænmeti austur i Biskups- tungum i sumar. Ég og kunningi minn, sem er nýútskrifaður úr Garöyrkjuskóla rikisins, höfum tekið fjögur gróðurhús á leigu þar og ætlum aö rækta grænmeti bæöi úti og inni. Svo þegar uppskerutimanum lýkur I haust, ætlum við að bregða okkur til Flórida eftir sumarauka. Jóhanna hlakkar mikiö til sveitalifsins og garðyrkjunnar, kveðst una borgarlifinu illa á sumrin. Framtiöin er annars nokkuö óráöin. Þegar Jóhanna var yngri var hún síteiknandi og hafði áhuga á alls kyns listrænu dútli. Um eitt skeiö ætlaöi hún aö leggja fyrir sig aug- lýsingateiknun, en þessa stundina eru blóma- skreytingar efstar á blaöi, og þær hyggst hún gjarna læra siöar meir. — Annars hef ég áhuga á svo mörgu, segir Jóhanna, það er aldrei aö vita, hvaö veröur ofan á. Fyrstu verðlaun: Mallorkaferð með aC si 1. Myndskreyttur bómullarbolur og þvegnar flauelsbuxur mðö baggysniöi frá IN WEAR. 2. Tweedpils og blússa frá CACHAREL VESTI frá ALVARSEN 3. Stuttur velourkjóll frá ANNE GIERMANN DESIGN 4. Léttur sólkjóll úr bómull frá IN WEAR Klossarnir eru frá DIIANELLA

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.