Vikan


Vikan - 22.05.1974, Side 25

Vikan - 22.05.1974, Side 25
Sjómannsbuf f ca. 600 gr. nautakjöt í bitum eða sneiðum 8—10 hráar kartöflur 4 gulir laukar 3— 4 msk. smjör eða smjörliki 1—2 gulrætur 4— 5 dl. vatn 1— 2 kjötkraftsteningar 2— 3 lárviðarlauf 10 hvit piparkorn og 10 svört piparkorn steinselja Flysjið og skerið laukinn i báta og steikið i dál. feiti á pönnu. Skerið kjötið i bita, saltið og piprið eftir steikingu. Kartöflurnar flysjaðar hráar og skerið i sneiðar ásamt gulrótunum, þó ekki of þunnt. öllu blandað i eldfast form eða pott ásamt piparkornunum, setjið lárviðarlaufin saman við og hellið yfir sjóðandi soði og er kartöflu- lagið haft efst og neðst. Setjið lok á eða álpappir og látið þétt að. Setjið siðan i ofn við 225 gr. i ca. 45 minútur. Setjið siðan beint á borðið og stráið klipptri steinselju yfir. Franskur lambakjötsrétt- ur ca. 1 kg. frampartur 1 tsk. salt og nýmalaður pipar ca. 200 gr. smár laukur 2 dl. þurrkaðar hvitar baunir Til suðu: 1 1/2—2 ltr. vatn 1— 1 1/2 msk. salt 10 piparkorn svört og hvit 3—5 negulnaglar 1 lárviðarlauf 2— 3 hvitlauksbátar 1 msk. olia og 1 msk. edik 1 ds. tómatar ca. 1 dl. tómatkraftur ca. 1 tsk. oregano (eða annað jurtakrydd) Látið baunirnar liggja i bleyti i ca. 8 klst. Látið siðan sjóða næstum meyrar istórum potti með kryddinu, hvit- lauk, oliu og ediki i ca. 45 minút- ur. Aætlið að baunirnar þurfa lika að sjóða með kjötinu. Hellið vatn- inu af. Steikið kjötið og látiö sjóða i mjög litlu vatni i ca. 1—1 1/4 klst. Steik- ið smálaukinn i sama, og látið krauma i ca. 1/2 tima. Skerið siðan kjötið i bita og setjiö yfir baunirnar ásamt lauknum. Siið soðiö yfir og setjiö tómata saman við, kjötkraftstening og kryddið. Látið krauma saman i ca. minútu. Bragðið til og aðgæt- ið, að baunirnar séu orönar meyr- ar. Kryddiö meira, ef þörf gerist og ef til er hvit- eða rauðvin, skemmir ekki að setja 1—2 msk. af þvi. 21. TBl. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.