Vikan


Vikan - 22.05.1974, Page 35

Vikan - 22.05.1974, Page 35
STYTTAN AF SNORRA FLUTT Kæri draumráðnadi! Fyrir nokkru dreymdi mig draum, sem mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig. Mér fannst ég vera stödd í Reykholti og þótti mér sem styttan af Snorra gamla Sturlusyni stæði á ný- sléttuðu flagi, sem búið var að gera í kringum nýju borholuna. Það stóð til að færa styttuna þaðan og norður fryrir nýju skólabygginguna og var það gert. Þá fannst mér Snorri lifna við og reyna að færa sig til og f rá þar á túninu, f rekar óánægður, eins og hann væri að reyna að sjá gömlu skólabygginguna. Lengri varð þessi draumur ekki. Með fyrirfram þakklæti og von um skjótá lausn. Mina. Þessi draumur boðar líklega ekkert, sem snertir sjálfa þig beinlínis. Trúlega er hann fyrir einhverjum óvæntum breytingum í Reykholti, breytingum, sem engan órar fyrir, en ekki vill draumráðandi segja neitt ákveðið um í hverju þær breytingar eru fólgnar, enda kemur það ekki skýrt fram i draumnum. ÞRJÚ HJÓNARÚM. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Mér fannst ég fengi bréf frá pennavinkonu minni í Ameriku, sem ég hef aldrei séð. Innan í bréfinu voru margir dollaraseðlar, sem hún sagði, að væru gjöf til min. Ég varð mjög hissa á þessu og vildi endursenda peningana, en hún tók það ekki í mál. Næst fannst mér ég fara niður í bæ ásamt strák, sem ég þekki sama og ekki neittog hafði ég peningana meðferðis. Við fórum inn í banka og létum skipta doll- urunum í íslenzka peninga. Allt í einu fannst mér við vera komin inn í verzlun, þar sem seld voru hjónarúm. Við fórum að skoða hjónarúmin og strákurinn segir við mig, að nú skuli ég vel ja mér eitt rúm af þremur, sem ég mátti kaupa. Eitt. rúmanna þótti mér mjög skrautlegt, hvítt úr stáli. Yfir það var breitt fullt silkiteppi og marglitir silkipúðar voru á rúminu. Annað var mjög venjulegt úr viði, en hið þriðja var fremur Ijótt og gamalt, en samt var eitthvað sætt við það. Að lokum fannst mér ég velja fallegasta rúmið. Ég var mjög ánægð með val mitt og þóttist hafa varið peningunum vel og sama var að segja um strákinn. Við þetta vaknaði ég. Með fyrirfram þökkum fyrir birtinguna. I.Á. Þú kynnist þremur piltum, sem allir verða góðir vinir þinir og með tímanum er líklegt, að þeir sækist eftir ástum þínum. Þú átt erfitt með að velja milli þelrra, enda finnst þér þeir allir hafa eitthvað til síns ágætis. En þér tekst þó fyrir rest að velja og velur þann, sem þér þykir nútímalegastur f hugsun. mig dreymdi BILL SEKKUR I HÖFNINA Kæri draumráðandi! Ég leita til þín með draum, sem mig dreymdi síð- ustu nótt, en ég fæ ekki ráðið. Mig dreymdi, að ég væri staddur niður við höf n. Þar sá ég asamt einhverjum f leirum bíl, sem hafði farið fram af bryggju og i sjóinn, en var á floti. (Ég hélt, að bilar væru það þungir, að þeir sykkju strax í vatni og sjó, en ég undraðist það ekkert í draumnum, að bíllinn skyldi f Ijóta.) En skömmu síðar byrjaði bíll- inn áð sökkva að aftan og sökk síðan allur í sjóinn, framendinn síðastur. Einhver var í bilnum og fannst mér hann hafa opnað bílstjórahurðina, þegar hún var komin rétt undir sjávarborð, en hvort hann slapp lif- andi veit ég ekki. Mér virtist þetta vera Ijósleitur (jafnvel alveg hvitur) amerískur bíll. Þegar kranabíll kemur á staðinn til þess að ná bílnum upp, kemur í Ijós, aðtveir bílar höfðu sokkið þarna í höfnina, en um annan þeirra vissi ég ekki neitt. Þegar kranabíllinn var að ná bílnum upp úr höfn- inni, sat ég allt í einu álengdar og var að tala við þrjár fyrrverandi bekkjarsystur mínar og fannst mér þær allar vera vanfærar. En ekkert man ég hvað við vorum að ræða um, nema ég held helzt að það hafi eitthvað staðið i sambandi við annan hvorn eða báða bílana, og/eða þá, sem í þeim voru. Þegar búið var að ná fyrri bilnum upp úr höfninni, var Ijósi ameríski bíllinn dreginn upp og man ég ekki meira af draumnum. Virðingarfyllst, S.H. Eðli draumsins stendur greinilega í sambandi við atburði þá, sem þú segir að hafi komið fyrir þig um það leyti, sem þig dreymdi þennan draum. Þar fyrir getur hann haft einhverja djúpstæðari merkingu, Lík- lega gengur þér svolítið illa að jafna þig eftir þéssa reynslu og vinna bug á þeim ugg, sem hann veláúr þér. En með tímanum kemstu yfir þetta og þér gefast þrjú góð tækifæri til að velja um, en draumurinn segir ekkert um, hver þau eru, né hvert þeirra þú velur. SVAR TIL KLP. Láttu þennan draum ekki hafa nein áhrif á þig, því að hann er miklu fremur martröð en draumur, sem mark er takandi á. Sumt draumspakt fólk segir líka, aðallir slæmir draumar séu fyrirgóðu, svo að þér ætti að vera óhætt þrátt fyrir þennan ógeðfellda draum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.