Vikan


Vikan - 22.05.1974, Qupperneq 39

Vikan - 22.05.1974, Qupperneq 39
skrifa Alexis, það geri ég ábyggi- lega, ef ég má. — Ö, já, gerðu það. Kirby og Olga viku af stignum út á grasbalann. — Manstu eftir dansleiknum á sextánda afmælis- deginum minum? Mér finnst óra timi siðan. — Er það, mér finnst eins og þaö hefði skeð i gær. — Drottinn minn, ég er oröinn svo miklu eldri núna. Hún virtist kát. Maöur og kona gengu fram hjá þeim, sennilega þjónustufólk og þau héldust i hendur. — Mér fannst svo gaman þá. Og manstu hvaðmamma hafði mikinn áhuga á aö tala við þig. Ó, ég vildi óska að ég gæti gefiö þér eitthvert brot af Livadia, til að taka með þér til minningar. — Það hefur þú gert, myndina af ykkur Tatiönu, sem var tekin hér. Ég ætla aldrei að farga þeirri mynd, það máttu vita. Ég á lika danskortiö þitt, það minnir mig lika á Livadia. Hún nam staðar og hann sneri sér að henni. Hún var svo elsku- lega barnaleg að hann gat ekki stillt sig um að segja: — Þú ert yndislegasta og fegursta stór- hertogaynjan i veröldinni: ég hefi verið mjög lánsamur, Olga, að hafa fengið að kynnast þér. Hún titraöi og þrýsti höndunum upp að andlitinu. — Við verðum að fara inn, sagði hún vandræða- lega, — þau fara að undrast um mig. — Já, það er rétt, sagöi hann. En hún stóð kyrr og sagði: —' Ég veit ekki hvað við gerum, viö hérna á Livadia, þegar þú ert far- inn og viö vitum að viö eigum aldrei eftir aö sjá þig framar. Éinasta þrá hans, var að vefja hana örmum og þrýsta henni að brjósti sér, en eina huggun hans var aö svara henni brosandi. — Ég lofaði að koma i brúð- kaup ykkar allra, er það ekki rétt? Og þafö ætla ég aö gera, þaö verður ekki hægt að halda mér burt frá þvl. Ég veit líka að það verður haldinn stórkostlegur dansleikur, þegar þú veröur tutt- ugu og eins árs. Ég vona að þú bjóðir mér? En ég vara þig, ég kem þótt ég verði ekki boðinn. Augu hennar ljómuðu. — Ætl- aröu virkilega aö koma til okkar i heimsókn aftur? Mamma og pabbi eru ekkert ógnvekjandi, þau bjóða þér ábyggjilega heim, ef þú kemur aftur til Rússlands. Það er bara.... . — Það er bara það, að ég noti mérekkiof mikiðaf þvi, Olga. Ég kem örugglega einhverntima, Olga. — Ö, andvarpaði hún; — ég er ánægð, vegna þess að ég veit að þú svlkur ekki gefin loforö. Ég er hamingjusöm, ég á svo yndislega fjölskyldu og ég á þig fyrir vin. Þú mátt ekki gleyma aö kveðja mig á morguni — Hann og Karita fóru daginn eftir. Alexandra tók á móti hon- um I stofu sinni. Henni létti kannski við brottför hans. — Það hefur verið okkur mikil ánægja aö hafa yöur hjá okkur, Ivan Ivanovitch, sagði hún. — Þér hafiö verið svo góður við BRÖTTFÖR: 15. júní, 6. júlí, 3. 17. og 31. ágúst og 14. september. MALTA er orðin vinsæll ferðamannastaður — en laus við hið mikla flóð ferðamanna, sem einkennir svo marga staði. Tryggið far áður en það verður um seinan MALTA ER PARADÍS FERÐAMANNSINS MALTA hefur upp á margt a8 bjóða fyrir ferðamanninn: ★ Milt og þægilegt loftslag ÍC Góð hótel, þjónusta og víðkunna gestrisni Gæði í mat og drykk if Baðstrendur lausa við alla mengun if Glaðværð og skemmtanir við allra hæfi Hagstætt verðlag Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 — Símar 11255 og 12940

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.