Vikan


Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 42

Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 42
Hornsóíasett HORNSÓFASETT « Hentar alls staöar. Settið getur meðal annars samanstaðið af stól tveggja sæta sófa og þriggja sæta sófa ásamt hornborði og sófaborði. Höfum einnig ýmsar stærðir svefnbekkja. Úrval áklæða. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. NÝSMÍÐI S.F. Langholtsvegi 164/ sími 84818 Á sjúkrahúsinu spurhi hún föður sinn: „Hvernig liður mömmu?” „Ég man, að hann leit á hjúkr- unarkonuna, áður en hann svaraði mér og svo sagði hann: „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mömmu þinni.” Seinna var mér ságt, að hún væri dáin.” Nú búa þau feðginin i húsi, sem stendur i brekkunni ofan við Axbridge. Brenda er enn i skóla og annast húsverkin, sem hún viöurkennir, að sér leiðist. Þegar hún lýkur skólanum, ætiar hún að fara að vinna. „Það verður að vera starf, sem samræmist hús- verkunum.” Hvernig getur byggðarlag komizt yfir sllkt áfall? „Faðir minn talar ekki mikið um slysið,” segir hún. „Þegar ég fer út á kvöldin, kemur frændi minn til þess að spjalla við hann. Við viljum ekki, að hann sé einn.” Hvernig getur byggðarlag komizt yfir slikt áfall? Sumt fólkið, sem spurt var þessarar spurningar, taldi að það væri ógerningur. Aðrir telja, að það sé hægt. Meðal þeirra er Nick Barrington, sem er eigandi Oak House, veitingahússins, þar sem hjálpar- starfið var hafið. „Það verður að sýna jákvætt viðhorf,” segir hann. „Allt annað veldur algerri uppgjöf. Af öllum þeim fjölskyldum, sem eiga um sárt að binda, eru fáar, sem ekki hafa aðlagast kringumstæðunum. Vitaskuld var slysið hræðilegt áfall. Það er martröð, martröð, sem íbúar þessa þorps eiga eftir að þjást af um ókomin ár.” „Fólk verður að taka á sig þyngri byrðar en áður var. Það, sem gerzt hefur, er óumbreytan- legt. Bæjarbúar eru bundnir hver öðrum sterkum böndum og þeir hafa hjálpað sér bezt sjálfir. Til- tölulega mjög litil hjálp hefur verið veitt at utanaðkomandi aðiljum.” Mörgum mannanna finnst þeir verða.að fara út á meðal fólks, en i rauninni hafa þeir litið gaman af þvi. Þeir eru góöir fjölskyldu- feður og þorpsbúar vona, að þeir finni ástina aftur. Miklar umræður hafa farið fram um þetta atriði og flestir eru sammála. „Ef þeir geta gifzt aftur, þá óskum við þeim til hamingju af heilum hug. En hvar eiga þeir að finna stúlkur, sem vilja taka áð sér börn fyrri eigin- konu og finna stöðugt svip fyrri ástvinar i húsinu? Sumum mönn- unum hefur tekizt að finna slikar stúlkur. Sumir þeirra eru reyndar kvæntir aftur. „Sumu fólki mun án efa veitast erfitt að skilja, að ég skyldi geta kvænzt ahur,” segir John Newell. „En ef ég átti að halda áfram að lifa, varð ég að finna einhvern til- gang með lifinu. Volli er eina ástæðan til þess, að ég er enn á Hfi.” Daginn, sem kona hans og tvö börn fórust i flugslysinu, var John Newell á leið heim i bilnum sinum. Hann hafði átt annrikt um daginn, en hann var á söluferð fyrirraftækjaverksmiðju og hafði þess vegna ekki hlustað á út- varpið. Hann kveikti þvi á út- varpstækinu I bilnum til þess að hlusta á fréttirnar og þá heyrði hann um slysið. Hann man litið, hvað geröist eftir það, nema margar klukku- stundir liðu, áður en hann fékk að vita hvort fjölskylda hans væri á lifi eða ekki. Hann er trúaður maöur og fór þess vegna i kirkjuna og bað til guðs, að kraftaverk hefði bjargað lifi konu hans og barna. , Frambald á bls. 46 EINNI & PINNI 42 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.