Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 3

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 3
$ þýðir að tala um raunhæfa lækk- un á byggingarkostnaði, þegar meirihluti ibúða er byggður til sölu á frjálsum markaði? Þar rlkir lögmálið um framboð og eftirspurn. Lækkun á byggingar- kostnaði þýðir einungis I raun, meiri hagnað i vasa seljandans. Formfegurð og notagildi vikur al- gjörlega fyrir hagnaðarvoninni og fellur til botns i flóðöldu eftir- spurnarinnar. Ef illa tekst til er skuldinni skellt á arkitektana og skipulags- fræðingar, sem vinna helzt ekki nema 1 timahraki, krossfestir ef ósamræmi er milli tveggja eða fleiri bygginga, sem er eðlilegt, þar eð þær eru teiknaðar hver i sinu horni. Þá langar mig einnig að minnast á þá hlið arkitektúrsins, sem lýt- ur aö skipulagi og vitna aftur i upphafsorðgreinarinnar. Eins má segja að borg sé vél til að lifa i og öll þau tómarúm og fletir, sem myndast milli útveggja bygg- inga, verða þvi að meðhöndlast af jafn mikilli natni og Ibúðarskipu- lag. Þvi að i tóminu milli útveggj- anna liggja slagæðar og tauga- kerfi borgarlikamans. En hér kemur aftur fram steinsteypu- nátttröllið. Skipulagsfræðingar eiga jafn erfitt að laga sig eftir staðháttum. Hér rikja sérstök lögmál veðráttu, sem litið eiga sammerkt með borgarskipulagi gamla heimsins og Ameriku, en þangað sækja langflestir mennt- un sina. Þvi er borgarlif hér svo innilokað sem dæmin sanna. fbú- arnir eru eðlilega meir gefnir fyr- r stofuhita en stórviðri og allra- ittarigningu, sem er þó jafnal- „eng og þokkalegt veðurfar. Hér er þáttur borgaryfirvalda ekki hvað sizt ámælisverður, að ekki skuli vera til ein yfirbyggð gang- stétt eða útivistarsvæði, sem gef- ið gæti möguleika á markaðssölu eða kaffiveitingum undir hálfber- um himni. Borgarbúar vænta mikils af skipuleggjurum nýja miðbæjar- svæðisins og útivistarsvæðum (milieu) i nýju breiðholtshverf- unum. Væri óskandi, að skipulag- ið væri. jafn vel kynnt og seðla- bankabyggingin og rætt af al- menningi af jafn miklu kappi en meiri forsjá, þvi að breiða bilið milli arkitektanna og almennings verður að brúa og áður en hafizt erhanda. Of seint er að iðrast eft- ir aö steypan er hörðnuð. Sigurður Ingólfsson Mynd l. ..Arkitektúr og höggmyndalist geta upphafiö hvort annaö, þegar vel tekst og höggmyndin veröur lika tengiliöur milli fólks á ber- svæöi og bygginga”. Mynd 2a og 2b ..Steinsteypa þarf ekki aö vera svo slæm. Þetta fjölbýlishús var byggt á árununí 1946—’52 (Le Corbusier: Unité d’ Habitation I Marseilles)”. Mynd 3. ..Byggingarcfni ráöa miklu um form húsa. Fjölbreytni á bygg- ingarcfnamarkaöi stuölar aÖ fjöl- breytni I útliti bygginga og gefa arkitektum stóraukna möguleika. (Mies van der Rohc: Crown llall I Chicago, byggt 1952(-’56)”. Hugleiðing eftir Sigurð Ingólfsson ÍIJ tt t H ! i •IM mm rM't' il m tlMi TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.