Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 6

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 6
ÍV sitja tyrir a tízkumyndum og auglýsingamyndum. — Hvort finnst þér skemmti- legra? — Mér finnst sýningarnar aö mörgu leyti skemmtilegri. Þar er músík og meira lif og maður hefur fólkið til að brosa til. En fyrir framan myndavélina stendur maöur og biður og það er stunaum svoiitio ertitt að brosa og horfa eðlilega á dauðan hlut. En sýningarnar hafa þvi miður á sér svolitið leiðinlega hlið, en þaö er viöhorf áhorfenda. beim hættir til að horfa meira á stúlkurnar en fötin og eru gjarnan að stinga saman nefjum og setja út á þær meðan þær eru að sýna. Maður heyrir auövitað ekki orðaskil, en sér svipinn og heyrir svo um þetta annars staðar frá eftir á. Uppi á sýningasviðinu reynir maður auðvitað að vera frjálslegur i framkomu og upplitsdjarfur, þvi það er hluti af starfinu. En fólk virðist oft álita að svona sé maður dagsdaglega, þ.e. montinn og finnist maður eiga allan heiminn. — Hefurðu orðið mikið vör við þetta? — Já, talsvert og það hefur gengið svo langt að þegar ég hef til dæmis verið úti á skemmti- stöðum með vinum minum hefur ókunnugt fólk einkum kvenfólk verið að hreyta i mig ónotum og spyrja hvað ég þykist eiginlega vera. — Hafa fötin sem þú ert að sýna einhver áhrif á þig? Finnst þér til dæmis skemmtilegra að sýna eina flik en aðra? — Já, það er mjög mismunandi gaman að sýna föt og það er mjög misjafnt hvernig mér liður i fötum. Ef ég er að sýna eitthvað, sem mér finnst fallegt og fara mér vel, þá liður mér vel og ég sýni fötin betur. En ef ég er ekki ánægð með fötin sjálf, finnst þau klossuð og þunglamaleg, þá flýti ég mér alveg ósjálfrátt að stika um sviðið og koma mér út. Þetta á maður auðvitað ekki að gera, en ég held að ég geri það, án þess að verða þess sjálf vör. — Hvernig föt finnst þér skemmtilegast að sýna? — Létta þunna kjóla. Mér finnst ég þá vera svo létt og frjáls og það er skemmtileg tilbreyting frá lopanum og gærunni. Kemur það fyrir aö þú og stöllur þinar neitið að sýna einhverjar ákveðnar flikur af þvi að ykkur finnist þær ljótar eða fara ykkur illa? — Ég held að það sé litið um það. En aftur á móti eru margar stúlkur algerlega á móti þvi að sýna undirfatnað og baðfatnað og sjálf er ég i þeim hópi. Þegar fatnaðurinn er orðinn svona litill að hann hylur ekki nema litinn hluta likamans finnst mér ekki taka þvi að sýna hann. — Þú hefur farið nokkrum sinnum utan til að sýna föt? — Ég hef farið tvisvar i sýn- ingaferðir til Bandarikjanna á vegum Alafoss og Iceland Imports. Fyrri ferðin tók tvo mánuði og þá var farið viða um. Siöari ferðin tók mánuð. Þessar ferðir voru einhverjar mestu tslandskynningar sem haldnar hafa verið i stórverzlunum fyrir vestan. Auk okkar sýningastúlkn- anna voru þarna spunakona, sem sat við rokk sinn og gullsmiður, sem sýndi verk sin Meðferðis höfðum við málverk, högg- myndir, þarnateikningar og fleiri listmuni og einnig góðgæti eins og þyrfti að ganga með mynda- möppuna mina á milli ljós- myndara, kynna mig og hrósa mér upp i hástert. Ég var vist heldur orðfá um sjálfa mig, og gafst upp á þessu en lét umboðs- skrifstofurnar um að kynna mig. Það gekk ágætlega, en heldur hægar en ef ég heföi verið dug- leg við að hrósa mér sjálf. Það var mjög skemmtilegt og lærdómsrikt að kynnast þessum málum erlendis, enda margt ööruvisi en ég átti að venjast heima. Þarna vann ég með ljós- myndurum og sýningafólki, sem Familie Journal með mikið af fatnaði, sem mynda átti i islenzku umhverfi. I þetta voru ráðnar islenzkar stúlkur og ég sló til, þvi þetta var hörku vinna, vel borguð og skemmtileg. Þegar þessu var lokiö var ég búin að missa svo mikiö úr náminu að ég hefði aldrei náð þvi um veturinn. — Hefurðu þá alveg sagt skilið við drauminn um stúdentspróf? — I bili, að minnsta kosti. Ég ætla nefnilega að gifta mig I sumar (Helga er vafalaust komin I hjónabandið þegar þetta viðtal birtist) og þar sem maðurinn brennivin og hangikjöt. Við klæddumst auðvitað ekki öðru en ullar- og gærufatnaði og sýndum þetta ýmist á sýningum, sem haldnar voru á hálftima fresti eða röltum um meðal gestanna. Það lá við að okkur fyndist stundum að lopinn og gæran væru farin að vaxa á okkur og þegar úrið mitt stoppaði og neitaði að fara af stað aftur kom i ljós að þaö var orðið fullt af lopa. — I fyrra fór ég á vegum Alafoss, SIS Gráfeldar og fleiri islenzkra aðila til Kaupmannahafnar og sýndi þar Islenzkan fatnað á kaup- stefnu. 1 fyrrasumar ákvað ég að fara aftur til Norðurlandanna og fór þá upp á eigin spýtur. Mig langaði til að prófa að vinna erlendis og sjá hvernig mér gengi. Ég hafði aðsetur i Sviþjóð, en vann einnig i Danmörku og Noregi. Ég byrjaði á þvi að fara á umboðsskrifstofur fyrir fyrir- sætur og þar var mér sagt að ég hefur tizkumyndatökur og fata- sýningar að aðalstarfi. — Langaði þig ekki til að vera áfram úti og fara þá kannski viðar? , — Nei, ég fór i þetta að gamni minu og ætlaði mér alltaf heim aftur um haustið. Veturinn áður haföi ég byrjað i öldungadeildinni i Menntaskólanum i Hamrahlið og gengið ágætlega og ég ætlaði aö halda þar áfram. En skömmu áður en ég ætlaði heim bauðst mér freistandi vinna við að sýna á fatakaupstefnu á vegum Margit Brandt tizkuteiknara og fram- leiðanda. Mér fannst það mjög freistandi, þvi komist maður að hjá Margit Brandt er maður eiginlega talinn kominn eins hátt i þessu og komizt verður á Norður- löndum. Þegar þessari vinnu var lokið fór ég heim, en byrjaði þá á þvi aö liggja i rúminu i hálfan mánuö. Þegar ég var búin að ná mér, kom hingað leiðangur frá minn tilvonandi er viö háskóla- nám mun varla veita af þeim tekjum, sem ég get dregið að.. — Hvaö finnst unnusta þinum um fyrirsætustarfið? — Hann er nú ekki of spenntur fyrir þessu, en ég held að hann komi ekki til með að setja sig upp á móti þvi aö ég haldi eitthvað áfram viö þetta. Annars býst ég við að það komi af sjálfu sér að ég hætti, þvi fólk hlýtur að fá leið á þvi aö sjá alltaf sömu andlitin á auglýsingamyndum og fata- sýningum. Reynslan erlendis er sú að fyrirsætur haldast sjaldan lengi á toppnum i einu — fólk veröur að fá að hvila sig á þeim. Þá flytja þær sig oft til annarra landa og vinna þar um tima, en koma svo oft aftur. Það sama hlýtur einnig aö köma til með að gilda hér, enda ekki nema eðlilegt að ný andlit taki við. Þ.A. 23. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.