Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 20

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 20
Þaö var leiðindaveður, slydda og þó nokkur norðaustanstormur. Beth dró tjöldin fyrir gluggana og ók sér. Hún fór i hlýja ullarpeysu undir einkennistreyjuna. Hún haföi hugsað sér, að koma viö á sjúkrahúsinu, til aö vita hvernig Shirley King liði og þessvegna fór hún fyrr að heiman en venjulega. Della fór lika snemma til vinnu þennan morgun. Þaö átti að af- greiöa stóra pöntun af böngsu fyrir vikulökin og þess utan var hún ekki eins ánægö og áöur yfir þvi að vera heipia. Morgun- verðartiminn haföi alltaf verið skemmtilegasti tími dagsins. Tommy gat hámað i sig þau ósköp af hafragraut og talað á meöan. En upp á stðkastiö hafði hann litið borðað og talað þvi minna. Og Della örvaði hann ekki til að tala. Han'n hafði sagt henni ósatt einu sinni og hún vildi ekki hætta á, að hlusta á fleiri lygar af hans munni. Dorrie deif þvottapokanum i kalt vatn og þrýsti honum aö heit- um au^unum. Hún hafði grátið svo lengi, að henni fannst sem öll táralind væri uppþornuö. Vist I hundraöasta sinn spurði hún sjálfa sig, hvort hún ætti að segja lögregluþjóninum frá stráknum, sem kom meö skilaboðin frá Frank. Þótt hún væri honum þakklát að sumu leyti, þá kunni hún alls ekki við hann. Henni fannst hann vera nokkuð tor- tryggilegur og alls ekki bera af sér góðan þokka. Og ef þaö var- hann, sem hafði meitt Shirley, þá átti lögreglan auövitað að fá að vita það...En það var hann, sem hafði Frank i felum hjá sér. Og ef lögreglan hefði upp á honum, myndi hún lika finna Frank. Og Frank var I vandræðum, - alvarlegum vand- ra?ðum, bafði strákurinn sagt. Þaö lá við aö hún óskaði þess, aö hún heföi sagt unga lögreglu- þjóninum frá þessu. Lögreglu- þjónninn var svo notalegur i framkomu, þótt hann hefði aldrei fært henni annað en slæmar frétt- ir. Það gat lika verið, að hann segði ekki frá þvi, ef hún bæði hann um það. Það gat verið, að hann gæti gerteitthvaö i laumi, til að komast að þvi hvað þessi strákur var með á prjónunum.... Þegar Bill steig út úr strætis- vagninum, sá hann að Beth gekk röskum skrefum i áttina að Laburnum Street. Hún var senmma á ferðinni og leit þreytu- lega út. Vörubill rann til á votri vegarbrúninni og rann I áttina aö strætisvagninum. Vagnstjórinn hemlaði og þetta stóra farartæki sveigði snögglega i hina áttina, næstum þvi i hring. Hjólin rákust i gangstéttarbrúnina og strætis- vagmnií rann á girðingu. Það hevrðist brothljóð. Farþegarnir æptu og æddu -lít úr vagninuin, frá sér af hræðslu. Beth flýtti sér til vagnstjórans. Rödd honnar var björ.t og skær. — Er nokkur meiddur? Ég er hjúkrunarkona.... Bill skauzt inn á húsasund, hallaði sér upp aö vegg og lokaði augunum. Hann greip höndum fyrir and- litiö, fullur sjálfsfyrirlitningar. Rann hafði ætlað að þjóta til Beth og kippa henni frá hættunni. En hann hafði ekkert aðhafzt. Hann var lamaður af ótta, þegar billinn rann á girðinguna, aðeins einum meter frá þeim stað sem Beth stóð. Drottinn minn, hvers vegna er ég að lifa þessu lifi, hvers vegna fyrirfer ég mér ekki? hugsaði hann. Hann hafði alltaf fyrirlitiö heigulshátt. Og nú var hann sjálf- úr ekkert annaö en andstyggi- legur heigull. Hann stóö kyrr I nokkrar minútur. Hann heyrði aftur og aftur iskrið i hjólunum, þegar stóri vagninn ranri I áttina til Beth. jafnveláðuren þetta meö Shirley kom til. Og herra Kolinski, sem ætti að vera i sjöunda himni, eftir að hafa fengiö þetta stórkostlega tilboö i verzlunina, starði yfirleitt hugsandi út 1 loftiö. Það var eitthvaö uggvænlegt á ferli i götunni og ungfrú Jenny gat ekki veriö ein um óttann lengur. Henni hafði dottið I hug að leita til lögreglunnar. En hún gat ekki losnaö viö óttann út af þvl, aö lik- lega væri hún sek um skattsvik, sek um að hafa ekki gefiö upp húsaleiguna. Hún hafði reyndar reynt aö láta ekki á neinu bera, þegar hún talaði við Sid, en það var aldrei að vita.........Þær systurnar höfðu ekki gefið þetta upp til skatts, það var staðreynd, Ungfrú Potter, ég hefi ekki hug- mynd um hvaö þér eigið viö. Hún greip fast um borðbrúnina og hallaöi sér fram. — Ég leyfi mér aö spyrja yður blátt áfram, herra Kolinski. Er nokkur að hóta yöur, að þvinga út úr yður peninga? — Hvaða vitleysa er þetta? Það þvingar mig enginn til neins. Slik- ir hlutir gerast yfirleitt ekki i Englandi. En hún sá að svita- dropar brutust út á enni hans og hann leit undan augnaráði henn- ar. — Mér þykir leitt, að þér skulið ekki vilja hlusta á mig, sagði hún, sorgmædd á svipinn og gekk tií dyra. — En ég er bókstaflega neydd til aö gera eitthvað. Ég Della fann bréfið innan um morgunpóst- inn. Það voru aðeins nokkur orð á örk- inni. „Tóbakskaupmaðurinn veit að Tommy réðist á stelpuna”, stóð þar....Ekkert annað. Og á umslaginu stóð „frú Slade”, en ekkert heimilisfang. Klukkan var næstum þvi orðin þrjú, þegar ungfrú Jenny tók I sig kjark og fór til aö hitta Kolinski. Þótt ekki hefði verið ráðist á Shirley King, vesalings litlu telpuna, þá fannr* henni að hún yröi að gera eitthvaö. Eftir það sem strákurinn sagði I gærkvöldi, þá vissi hún aö hann var vondur drengur. Þaö gat verið, að hann hefði ekki ráöist á Shirley, en það var ábyggilegt, að hann var eitthvaö við það riöinn. Hann talaði stöðugt um „klikuna” og ,,þá”, svo það var sennilegt að hann væri I einhverjum glæpamanna- fiokki. Það gat heldur ekki veriö, að hann gæti einn staðið að öllu þessum iþverkum. Ungfrú Jenny hafði töluverða athyglisgáfu og hún Imyndaöi sér jafnvel meira en hún sá og hún var viss um, að hún var ekki sú íina, sem var hrædd. Frú Slade, ^em annars var alltaf svo glaðjeg, var eitthvað uggandi þessa daga. Dorrie King hafði líka veriö 'svo niöurdregin, og þær höfðu fengiö þessar tekjur I næstum þvi heilt ár. Hún þorði ekki að hætta á neitt. Ungfrú Jenny læsti Tibby inni i svefnherberginu, fór svo út og læsti útidyrunum á eftir sér. Svo gekk hún rakleitt til herra Kolinskis. Hún varð að blða stundarkorn, meöan hann afgreiddi einn við- skiptavin, en um leiö og sá var farinn, sagði hún vandræðalega: — Þaö er nokkuö, sem mig iangar til að tala um viö yður, herra Kolinski. Hún leit beint i augu hans og hélt áfram: — Það er eitthvaö að gerast I götunni okkar. Ég veit það og ég held að þér vitiö það líka herra Kolinski. Hvers vegna ættuð þér annars að vera svona niðurdreginn? Þér, sem eruð unr- það bil að selja verzlunina fyrir svona gott verö og getið nú keypt hús úti I sveit, eins og yður hefur alltaf dreymt um. Og þaðeru fleiri hér i götunni hræddir við eitthvaö, sem þeir þora ekki að láta uppi. Hann sagöi vandræöalega: — verð þá að reyna upp á mitt eigið eindæmi.... — Nei! sagöi hann. Rödd hans var hás og hræbslaleg.Hannsá nú sjálfur, að hann hafði hlaupið á sig og fór að stama. É-ég-ég á v-viö, að þér ættuð b- bara aö fara h-heim og fá yður te- tebolla. Það er ekkert sem þér getiö gert, ég á við...það er ekkert að gerast. Gerið þaö, ungfrú Potter. Þegar hún var farin, fór hann inn i bakherbergið. Hann opnaöi skáp og tók fram koniaksflösku, sem hann snerti aldrei, nema þegar honum var mikið niðri fyr- ir, eða ef honum leið eitthvað'illa. En hann var ekkert skárri, þótt hann hefði hvolft I sig úr glasinu. Ef gamla konan reyndi á. ein- hvern hátt, að ná sér niðri á stráknum, yröi það aöeins til þess, aö hún yrði fyrir einhverj- um skakkaföllum. Hann gat ekki hugsað til þess. En ef hann hjálpaði henni, myndi það ske, sem strákurinn haföi sagt, — þeir myndu eyöileggja verzlunina. Og hann átti að skrifa undir samningana i næstu viku, samningana, sem geröu honum kleyft að láta draum sinn rætast, drauminn, sem hann hafði dreymt i þrjátiu ár. Hann gat ekki eyðilagt fram- tiöaráætlun sina. Hann vildi alls ekki gera það. Gamla konan gat ekki ætlast til þess. Þaö versta var, að hann ætlaðist til þess af sjálfum sér. 7. HLUTI Það er undarlegt, að einhver skuli hringja um þetta leyti, hugsaði Della. Verksmiöjan var 20 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.