Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 22

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 22
■ venjulega lokuö klukkan fimm og nú var hún næstum niu. Hún greip simtóliö. Röddin var ógreinileg. — Er þaö frú Slade? — Já hver....? — Vitiö þér, aö þaö var Tommy, sem sló stelpuna i rot i gær- kvöldi? Hún varö stjörf, en henni tókst samt að tala rólega. — Tommy myndi aldrei gera neitt þvi likt. Hver sem þú ert, þá ertu að ljúga og ég hringi strax til lögregl- unnar. — Það getiö þér gert min vegna, sagði röddin, — en þaö var Tommy, sem geröi það og þaö sást til hans. Gleymið þvi ekki, þegar þér kjaftiö i lögregluna. Sid var öruggari nú og léttari i skapi. Hann haföi sofið mestan hluta dagsins og var búinn að ná sér eftir næturvolkiö. Þegar hann vaknaði siödegis, var hann alveg skýr i kollinum. Fram að þessu hafði allt gengið aö óskum. Hann hafði reiknaö með þvi, aö Della kæmi aftur til verksmiöjunnar eftir vinnutima og það gerði hún. Hann hafbi hringt frá simaklefanum viö aðalgötuna. Hann viðurkenndi meö sjálfum sér, aö Della haföi tekiö þessu vel. Hún haföi ekki rokið upp meö skömmum og ekki komið með óþægilegar spurningar. En hann heyröi, að hún varö áhyggjufull. Hann hafði engar áhyggjur af þvi, að hún færi að hlaupa til lögregl- unnar. Nei, hún myndi biöa og sjá til. Aö öllum likindum myndu hún tala viö Tommy, en þótt hún tryöi honum, ef hann færi að sverja og sárt viö leggja, að hann heföi ekki snert stelpuna, þá myndi hún vita, að einhverjir myndu halda þvi fram, að það hefði sézt til hans. Þegar hann kom aftur til Laburnum Street, var búiö aö slökkva öll ljós i verksmiðjunni. Þaö var jafnvel búiö aö loka hjá tóbakskaupmanninum fyrir nótt- ina. Hann sá að ljós var I bakher- berginu og hann baröi aö dyrum, þangaö til gamli maöurinn gekk treglega til dyra og opnaði. Kolinski var greinilega tauga- óstyrkur og sagöi: — Hvaö viltu nú, þú ert búinn að fá peningana....Sid veifaöi hendinni kæruleysislega og tróö sér fram hjá honum inn i búðina. — Ég er bráöum á förum héöan, sagöi hann og hann sá ákafann i augum gamla mannsins. — Ég kem samt nokkrum sinnum I heimsókn ennþá. En þab er eitt, sem ég vil aö þér gerið fyrir mig, áður en ég fer héöan. Þér munið eflaust nokkuö, sem þér sáuö i gærkvöldi. — Sá ég eitthvað? t gærkvöldi? — Já. Þér fóruö i kvöldgöngu og þá sáuö þér litla stelpu, sem hljóp eftir götunni aö húsarústunum. Þér genguö i sömu átt og þér sáuö Tommy Slade smeygja sér út úr húsi, sem var að mestu leyti rifiö niöur. Hann hljóp til stelpunnar og sló hana niður og svo hljóp hann i burtu. — En þetta er ekki satt, þetta er hreinasta vitleysa. Þaö skeöi ekki neitt þvi likt. —-Stelpan liggur samt á sjúkra- húsinu. Hún hefur ekki sjálf ráðis* á sig. Sid setti upp sakleysissvip- inn, sem hann notaði i alveg sér- stökum tilvikum. — Ég skil vel, að þér viljið ekki segja neitt, sem getur skaöaö Tommy, sagöi hann ismeygilega. — Hann ber út blöðin fyrir yður. En það var hann, sem réðist á stelpuna, ég sá þaö með minum eigin augum. — Hvaða máli skiptir það fyrir þig? Hvers vegna viltu koma öörum dreng i vandræöi? Sid hristi höfuöiö. Hann leit á gamla manninn, stórum augum. — Þaö er ekki þaö. Ég hefi ekkert á móti Tommy. Ég þekki hann ekki einu sinni. — En hvers vegna viltu þá....? — Vegna þess að ég er hræddur um, aö mér verði kennt um þaö, sem skeði, sagði hann meö svo mikilli einlægni, að það hljómaöi sennilega. — Ég hefi áður lent i vandræöum og ef þaö kemst upp, að ég hafi veriö i Laburnum Street um þetta leyti, þá verður mér kennt um, aö hafa ráðist á stelpuna. Og þá lendi ég i vand- ræðum. Fyrir það sem ég hefi ekki gert. — Ég er ekki mikið fyrir að ljúga. — Já, en Tommy gerði það, svo það er engin lygi. Sid rétti út höndina og tók súkkulaðiplötu úr hillu og fór að narta i hana. — Ég er búinn að segja yður, hvað ég vil aö þér geriö. Það er ekki stór bón. Ég ætlast ekki til að þér segiö lögreglunni þetta. En ef ein- hver kemur og spyr yöur, hvar þér hafið verið um kvöldiö, þá vitið þér, aö þér eigið að segja þaö sem viö höfum komið okkur sam- an um. Ég fer héöan eftir nokkra daga. Þér eruö að selja verzlunina með góöum hagnaði. En ef þér geriö ekki eins og ég segi, getur veriö aö þér hafiö enga verzlun til að selja. Þegar Sid lokaöi dyrunum að baki sér, raulaöi hann lag fyrir munni sér. Karlinn hafði hagað sér skynsamlega. Sid haföi sagt honum nákvæmlega fyrir verkum og Kolinski myndi eflaust fara að ráöum hans. Þetta yröi allt I lagi. Að lokum var Dellu ljóst, hvaö hún ætti aö'gera. A löngum and- vökunóttum haföi hún hugsaö um þetta fram og aftur og nú var hún búin aö taka ákvarðanir. Hún ætlaði ekki aö láta Tommy frá sér, — hún gat bókstaflega ekki hugsaö sér líf sitt án hans. En hún ætlaði aö senda hann til ömmu hans um tima. Hún fór fyrst aö hugsa um þetta kvöldiö, þegar hann sagöist ekki geta greitt hárgreiösluna fyrir hana. Framkoma hans þá, var mjög ólik honum. Og svo haföi hún fundiö fimm punda seðilinn i vasa hans. Simahringingin heföi ekki haft nein áhrif á hana, ef þetta hefði ekki verið búið að koma fyrir. Hún heföi liklega bara hlegið aö þessari hvislandi rödd i siman- um, haldið að þetta væri aðeins lélegfyndni. En vegná framkomu Tommys upp á siðkastiö, vissi hún ekki hvað hún átti að halda.... Aö sjálfsögöu trúöi hún þessu ekki á Tommy....það var bókstaf- lega óhugsandi. En hann haföi veriö þögull og ólikur sjálfum sér undanfariö. Og' eitthvaö haföi skeö þetta kvöld, sem ráöist var á Shirley King. Hann hafði verið náfölur og órólegur, þegar hann kom inn. Úlpan hans var óhrein og hann var með rispur á höndun- um og kinninni. Hann sagöist hafa dottiö, þegar hann var að leika sér meö Depli, en hann hafði ekki litið framan I hana, þegar hann sagöi þaö. Eftir simtaliö, var hún ákveðin i, aö fara heim og tala við hann. En þegar þau sátu saman I stofunni, vissi hún ekki hvernig hún átti að hefja máls á þessu. 1 fyrsta sinn var eitthvað komiö á milli þeirra og hún var sjúk af ótta yfir þvi, að þetta eitthvaö gæti verið óyfirstiganlegur múr. Kannski gæti hún aldrei talað af hreinskilni viö hann framar. En svo hrökk út úr henni: — Þaö er eitthvað aö þér, Tommy, Ég veit að þaö amar eitthvaö aö þér. G.eturðu ekki sagt mér....? Innst inni vonaði hún, að hann liti beint framan i hana og sýndi henni það trúnaðartraust, sem hann haföi alltaf gert áður. En hann sagöi aðeins: — Það er ekkert að mér, mamma. Og svo tautaði hann eitthvaö um, að Depiil væri orðinn óró- legur og vildi komast út. Og svo var hann horfinn og hún sat ein eftir, með áhyggjur sinar. A fimmtudagsmorguninn var ennþá kaldara. Það snjóaöi og var allhvasst. Beth sá, aö ungfrú Jenny baröist móti veörinu niður eftir götunni meö skjóöuna slna. Hún tók hana af henni og fylgdi henni að dyrunum. Gamla konan haföi alltaf verið glaöleg og dugleg, en Beth brá, þegar hún sá hve fölt og áhyggjufullt gamla andlitið var. Hún sagöi i meöaumkunar- rómi: — Þér litiö ekki vel út, ung- frú Potter. Ég held þér ættuö aö tala viö lækninn og fá hann til aö rannsaka yöur. Gamla konan rétti úr rýrum likamanum. Hún reigði litla, grá- hæröa höfuðið. — Þab er ekkert aö mér, systir. Þetta leiöindaveö- ur fer svolitiö i taugarnar á mér eins og öörum, en þess utan er ég stálhraust. — Þér veröiö nú samt, aö lofa mér þvi, að halda yöur innan dyra þaö sem eftir er af deginum. Þaö er hætt viö slæmu kvefi i þessari veðráttu....Ungfrú Jenny, ég skrepp til ykkar og lit á systur yöar siöar i dag. Ef það er eitt- hvaö, sem ykkur vanhagar um þá, skuluö þér bara segja mér þaö. Gamla konan stakk lyklinum i skráargatiö. — Þér eruð alltaf svo hjálpsöm, systir. En ef...ef eitt- hvaö kæmi fyrir mig, þá langar mig til að biöja yður um aö lita til Letty og Tibbys. Haldiö þér aö þér gerið það ekki fyrir mig? l'ngfrú Jenny, þaö hlýtur eitttnaö að vera að yöur, ég hefi aldrei heyrt yöur tala svona. Segið mér nú hvað amar aö yður....eöa leyfið mér að hringja til læknisins. — Það er allt i lagi með heflsu mina, sagði ungfrú Jenny þrjózkulega. — Þaö er alveg satt, systir. Mér er hvergi illt....það er aöeins þessi seiðingur i ökklan- um, en þaö fæ ég alltaf, þegar kalt er. — En hvers vegna eruð þér þá að tala svona....? — Þaö var aöeins nokkuö sem mér datt I hug, systir. Ég er aö visu nokkrum árum yngri en Letty, en ég er ekki neitt unglamb lengur. Það getur eitthvaö komiö fyrir mig hvenær sem er. Þér voruð sjálfar næstum orðnar fyrir strætisvagni, er það ekki rétt? Við erum raunar i hættu i hvert sinn, sem við göngum út á götu. Hugsiö yður bara hana Shirley litlu King. Hún var að skoppa hérna um götuna i gær, rjóð i kinnum og hlæjandi. Nú liggur hún i sárum sinum á sjúkrahús- inu. — Er engin önnur ástæöa fyrir þvi, sem þér sögöuð, ungfrú Jenny? — Nei, alls ekki. En Beth var ekki alveg viss. Hún hugsaði til gömlu konunnar allan daginn. Hún ætlaöi reyndar að fara heim til þeirra hvort sem var, til aö vita hvernig ungfrú Letty liði eftir falliö i stiganum. Ef ég fer til þeirra um fjögur leytið, hugsaði Beth, þá eru þær neyddar til aö bjóöa mér upp á te- sopa. Þá veröa einhverjar sam- ræöur og þaö gæti verið, aö eitt- hvað hrykki út úr þeim. Hún haföi reyndar meiri áhyggjur af ungfrú Jenny, en hún reyndi aö hugsa um þær báðar. Hún losnaöi þá lika viö aö hugsa of mikiö um Bill og kvöld- stundirnar, sem hún hafði átt meö honum. Hún vildi helzt ekki hugsa um, aö hún frá þeirra fyrstu kynnum, haföi haft tilfinningar til hans, eins og þau væru gamlir vinir. Eöa hve leið hún haföi orðið, þeg- ar hann sagöi aö hann gæti ekki hitt hana þennan sunnudag, sem þau ætluöu aö fara út saman. Eöa þá þessi bjánalega tilfinning, sem haföi gripiö hana, þegar hann kom og sagöi henni raunverulegu ástæðun-a fyrir þvi, að haiin treysti sér ekki til aö aka bil. En allra sizt vildi hún muna eftir þvi, að þaö var eins og hann sniögengi hana upp á siökastiö. Hún haföi hitt hann á götunni i gær. Hann haföi veriö háttvis aö venju en ein kennilega fjarrænn og kulda- legur. Þaö var sannarlega ekki sá sami Bill sem haföi borðað meö henni á Charles Diner. Ekki sá Bill, sem hún elskaöi. Elskaöi, hugsaöi hún, reiö viö sjálfa sig og hristi hárið frá augunum. Til hvers var aö ganga meö þessar grillur i höföinu um ást? Þú hefur hitt manninn nokkrum sinnum, boröaö meö 22 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.