Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 35
og gera það að mannlegum sama- staö handa öllum. Hann var grannvaxinn, þunnt hárið féll nið- ur á enni : augu hans voru dökk og áköf, augu ofstækismannsins. Hann neitaði að stiga fæti inn i Catherine-höllina, sagðist mundu bíða utan dyra, þar til Karita kæmi aftur úr heimsókninni. — Þetta er marmaratákn sið- leysingja og kúgara, sagði hann. — Ég fer ekki inn fyrir dyr á þessu húsi', fyrr en heiðarlegir Rússar eru .búnir aö hreinsa þar til. — Ég skil ekki í þvi, að nokkur sem er eins snotur og þú, skuli geta verið svona kjánalegur, sagði Karita. Paul bjó i ibúð á næstu hæð fyrir ofan hana, með öðrum stúdent, sama sinnis og þeir voru ætið að rökræða fram á nætur. Hann var fölleitur og hor- aöur. Karita hugsaði með sér, að hann yrði snotrasti maður, þegar honum yxi fiskur um hrygg. Hún skildi hann eftir, i djúpum þönkum um framtið Rússlands og flýtti sér að sjúkrabeði Kirbys. Það var Olga stórhertogaynja sjálf, sem lauk upp fyrir henni, þegar hún hafði drepið á dyr, og Karitu fannst hún mjög falleg i hjúkrunarkonubúningnum. — Karita, hvað i ósköpunum ert þú að gera? sagði hún. — Yðar hágöfgi.... — Nei, þú mátt hvorki hneigja þig fyrir mér nét nota titla hér, Karita. Ég er aðeins venjuleg hjúkrunarkona, eins og allar hin- ar. — Þér eruð þá hjúkrunarkonan hans? sagði Karita undrandi. — Hvað eruð þið að tauta? sagði karlmannleg rödd. Karita leit við — og það var Kirby sveit- arforingi, liggjandi i rúminu með kodda allt i kringum sig. En hann var mjög tekinn i andlitinu. — Honum liður betur en útlitið bendir til, sagði Olga og virti Karitu fyrir sér með áhuga. — Það er hægt að merkja það á þvi, að hann er sinöldrandi. Þú mátt fara til hans. Karita gekk að rúminu. Kirby •virti hana fyrir sér með velþókn- un. Sumarið var komið til Petro- grad og Karita var léttklædd, i hvitri blússu og dökkbláu pilsi og hún kom með einhvern ferskan blæ inn I sjúkrastofuna. — Jæja? sagði hann. Honum var farið að liða betur, vegna þess að búið var að taka úr sárum hans alla sauma og hann var nú loksins komin i gips. Það hafði veri und- ursamlegt að losna við kvalirnar. — Já, sagði Karita og settist á stól við hliðina á rúminu. — Þú ert svei mér kræfur. — Finnst þér það? sagði hann hógværlega. Hún brosti. Það var einkennilegur svipur i augum hans. Hafði hann búizt við öðru- visi kveðjum? Hún hallaði sér yf- ir hann og kyssti hann. Olga stirðnaöi upp og leit undan. — Þetta er kveðja frá Charlotte frænku, sagði Karita og Olgu létti. Karita talaði nú út i eitt. Hún sagði honum frá ibúðinni, sagöi frá fólki, sem hún hafði kynnzt og hve hjálpsamur Paul Kateroff hafði verið við hana. Kirby spurði hver Paul Kateroff væri, og Karita sagöi að hann væri stúdent og aö hún hefði hugsað sér að stuðla að uppeldi hans. Olga hló. Karita sagði þeim, að hún ynni lika á sjúkrahúsi, hún aðstoðaði i eldhúsi. Henni fannst gott að geta sjálf lagt eitthvað til og sannar- lega betra én að horfa i gaupnir sér. — Miklu betra og skynsam- legra, sagði Olga. — Sannarlega, sagði Kirby. Karita sagði honum samt, að hún hefði ekki farið frá Krim, til að vinna i eldhúsum á leiðinleg- um sjúkrahúsum til æviloka. Hún sagði Kirby, að hún hefði hugsað sér að taka upp sina fyrri iðju, að sjá um að hann lifði sómasam- legu lifi, þvi fyrr þvi betra. Kirby fullvissaði hana um, að hann gæti ekki á neitt betra kosið sjálfur. Svo fór hún að tala um daginn og veginn. Hún sgði honum samt ekki, hve óttaslegin hún hafði verið, þegar komið var með hann til Baranovichi, allan sundurtætt- an, né hve zarinn hafði veriö elskulegur, þegar hún fór til hans og grátbað hann um, að fá að fara til Petrograd, með sömu lest og hann var fluttur með. Hún sagði honum heldur ekki, að hún hafði komið til sjúkrahússins á hverj- um degi, en henni hefði aldrei verið leyft að lita á hann, ekki fyrr en nú. En áður en hún fór lét hún hann vita, að hún væri ekki beinlinis ánægð með hátterni hans. — Ivan Ivanovitch, sagði hún, — ég vona, að þú leggir það ekki i vana þinn, aö haga þér svona óskynsamlega. Þú átt að vera varkár, þú átt að hugsa um aðra. Þegar hún var farin, varð dauðaþögn i herberginu. Olga þagði og reyndi að finna sér eitt- hvað að gera. — Olga? sagði Kirby, sem fann á sér, að eitthvað var rangt. — Ertu þreytt? Ég hefi vist ekki ver- ið þægiiegur við þig og systir Bayovnu? Hún sneri sér snöggt við. — Ég er ekki þreytt og þú hefur ekki verið neitt erfiður. Þú átt ekki einu sinni að hugsa þannig. Það er bara... bara það, að Karita sagöi satt, sagði hún. — Þú ættir ekki að vera svona kærulaus, þú ættir að hugsa meira um það, hvað öðrum fyndist, ef eitthvað kemur fyrir þig. O, þetta er ekk- ert til að hlæja að.... En einhvern veginn var það nú svo, aö hún gat ekki stillt sig um aö brosa til hans á móti. Honum leið betur, svo miklu betur. En það myndi samt liða langur timi, þar til hann kæmist á fætur. Hún var 1 sannleika glöö vegna þess. Kirby fékk aðra heimsókn viku siöar. Andrei kom til hans. Hann var i glæsilegum einkennisbún- ingi höfuðsmanns. Kirby óskaöi honum til hamingju. Andrei sagði, að hann fengi hroll, i hvert sinn, sem hann klæddist þessum grlmubúningi, en það væri nauð- synlegt, vegna þess að kvenfólk liti ekki við neinum manni, sem klæddist borgaralegum fötum. — Vinur sæll, sagði hann, — þaö gleður mig ósegjanlega, að höfuðið er ennþá á réttum staö á likama þinum. — Leyfarnar eru að ná saman endum, þakka þér fyrir, sagði Kirby og tók eftir þvi, að systur Bayovnu var tiðlitið til hans og það var ekki laust við að augna- ráðiö væri svolitið sultarlegt. — Hvernig liður Aleku prinsessu? — Aleka Petrovna, andvarpaði Andrei, — heldur áfram i sinu gamla hlutverki, sem fegursta nornin i St. Petersburg. Eða heit- ir það Petrograd núna? Ég gleymi þvi stundum. Hún er á kafi i alls konar myrkraverkum. Það er eiginlega þér að kenna, kæri vinur. Það var sérstaklega heimskulegt af þér að kvænast henni ekki. Hún á eftir að hefna sin grimmilega. — Við Aleka erum beztu vinir, sagði Kirby og hagræddi sér á koddunum. Andrei lyfti brúnum. — Ó, minn kæri Ivan, það er þin hlið á mál- inu. En hún hefur þó komið að heimsækja þig? Nei. Hefur þú óskaö eftinheimsókn þennar? Nei. Hvað heldurðu, að það geti kostað þig? Væri ekki skynsamlegra aö óska þess nú, þegar þú ert farinn að hressast? — Viltu segja henni, að ég sé einlægur aðdáandi hennar. — Drottinn minn, tautaði Andrei. Hann leit i kringum sig og brosti letilega til systur Bayovnu, sem stóð við gluggann. Hún roðn- aði, —Engillinn minn, sagði hann svo hátt, að hún heyrði vel til hans, — viltu borða meö mér I kvöld? Mér þætti það skemmti- legt og dásamlegt að geta rætt viö þig um botnlangann, sem tekinn var úr mér. — Það væri dasamlegt, sagði systir Bayovna. Karita fór á fund stúdenta. Hann var i stóru herbergi á efstu hæð i húsi einu i verkamanna- hverfi og loftiö var þykkt af reyk úr reykjarpipum stúdentanna. Karita hafði farið með Paul Kateroff, til aö komast að þvi hver áhugamál hans væru, svo það auðveldaði henni að hjálpa honum til þroska. En þrátt fyrir góðan ásetning hennar og inni- lega löngun til að hjálpa þessum pilti, gat hún ekki gert að þvi, að hún óskaöi þess innilega, að hún væri horfin til Englands. Striðið var hræðilegt og alls staöar I Rússlandi voru menn hver upp á móti öðrum. Hún var stórhneyksluð á fyrsta ræöumanninum. Hann virtist ekki geta talað um annað en botn- laust hatur og henni fannst hann vilja kalla eymd og dauða yfir svo marga Rússa, að ekki yröu marg- ir uppistandandi, ef honum yröi að ósk sinni. Hún var viss um, að stúdentarnir myndu hrópa hann niöur. En reyndin varð nú önnur. Hún sá ekki betur en að allir við- staddir væru yfir sig ánægðir og fullir aðdáunar á ræðumanni. Upp við vegginn, öðrum megin við ræðumanninn, stóö snyrtilega klæddur maður. Hann hallaði sér upp að veggnum, með krosslagöa arma og augu hans sýndu mikla aödáun á ræðunni. Næsti ræöumaöur var eins og bergmál af þeim fyrri: Aöallinn var ekkert annað en skepnur, sem sýndu ómannlega grimmd og al- menningur var litiö betri, fyrir það að láta bjóða sér þetta. Þaö 23. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.