Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 36

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 36
Sumri hallar var ekki hægt aö hreinsa Rúss- land, nema meö þvi aö láta blóöið fljóta og hreinþvo fósturjörðina. Það varð að stöðva styrjöldina. Lófatakið var ærandi. — En hve þetta er allt heimskulegt, tautaði Karita, en svo hátt, að Paul heyröi til henn- ar. — Þeir óska að stöðva styrj- öldina, til að geta hafið aðra, enn- þá grimmdarlegri og.það gegn sinni eigin þjóð. — Uss, sagði Paul, hvass á brúnina. Snyrtilegi maðurinn átti aö tala næst. Hann var ekki kynntur með n'afni, heldur sem „félagi verka- maður”. „félagi verkamaður” hóf ræðu sína á hógværan hátt, sem Karita kunni vel við. Hann setti fram skoðanir sinar á mjög skýran og skilmerkilegan hátt. Þetta var án efa mjög greindur maður og hann kom með uppá- stungur til umbóta, sem ættu að útrýma óréttlætinu. En þegar hann var búinn að vekja áhuga stúdentanna, þá sótti hann i sig veðrið, sópaði þeim með sér með oröaflaumi, svo fullum af hatri og óþverralegu orðbragði, að Karitu blöskraði, sérstaklega yfir þvi sem hann vildi láta dynja yfir alla Romanovættina. — Stöðvaðu þetta, sagði hún við Paul og stóð á öndinni af hneykslun. — Uss, sagði hann aftur. Hann haföi svo oft talað við hana um óréttlætiö og nauðsyn þess að hefja sem fyrst byltingu. Karita gat vel skilið, þegar rætt var um óréttlæti, en hún gat ekki hlustað á þaö, sem hún vissi að voru lygar og svartasti rógur. Svo lækkaði „félagi verkamað- ur>> raustfna, en það var aðeins andartak, þvi á næsta augnabliki hvæsti hann i stjórn- lausri reiði: — Ungu félagar, sagði hann, — þið eruð hinir gáf- uöu æskumenn, ^framtið Rúss- lands, styrkur Rússlands. En eig- iö þiö nokkra framtíð? Hver á að ráða örlögum ykkar, hugsunum ykkar, likömum ykkar? Jú, Nicholas hinn blóðugi, Nicholas slátrari. Og hver hefur sáð þessa rotnafrækornieyöileggingarinnar I hina keisaralegu vömb? Alex- andra, þýzka hóran. Hver tekur svo við slátraranum og hórunni? Já, blóðlaus og þróttlaus ríkiserf- ingi og hinar feitu og hjólbeinóttu keisaradætur og... — Lygari! Öþverri! öskraði Karita, náföl af reiði. — Þú, kall- aðihún til „félaga verkamanns”, — þú ert skepna. Þú talar um fólk, sem þú hefur aldrei hjtt og sem elskar Rússland ofar öllu. Þú ættir að skammast þin, ef þú kannt að skammast þin. Hvað gerir þú fyrir þessa þjóð, annað en að eitra huga hennar og fylla hana hatri? Segðu sannleikann, þá skal ég hlusta á þig, en þegar þú kemur meö þessar sviviröu- legu lygar, þá get ég hrækt á þig! — Komiö henni I burtu og lokiö á henni kjaftinum, sagöi sá sem fyrstur hafði talað. Það stóð ekki á þvi, Karita var gripin. Paul reyndi að ryðja sér braut til her>nar og tókst það. — Snertiðitana-ekki, — enginn ykk- ar! öskraði hann og tók utan um axlir hennar. — Hún hefur sinar eigin skoðanir og hún hefur rétt til að láta þær i ljós. Hvar væri ann- ars það frelsi, sem þið eruð að boða? — Frelsi til að koma svona kvikindum fyrir katternef! öskr- aði einn stúdentanna. — Það má aldrei ræna nokkurn mann réttindum til að tjá sig, öskraði Paul á móti. —Ef menn verða rændir þeim rétti, þá eróm við ekkert betur sett i framtiðinni en núna. Ungu félagar! Það var „fé- lagi verkamaður”, sem talaði og reyndi að koma á friði. — Hlustið á mig, látið mig sjá um hana. — Já, láttu þá hlusta á fleiri lygar, sagði Karita hátt, of reið til að finna til hræðslu. — Ég vil heldur fara héðan. Paul fór að fylgja henni til dyra. Þau fengu að ganga út óáreitt. Það var greinilegt að fundarmenn voru reiðir, en gerðu henni samt ekki neitt. — Við munum ekki gleyma þér, Romanovsleikja! kallaði sá eftir henni, sem fyrstur hafði haldið ræðu. Þegar þau voru komin út á göt- una, sagði hún: — Paul, hatar þú keisarafjölskylduna? Fyrirlitur þú hana? — Ég fyrirlit einvaldstjórn, Karita, sagði Paul. — Allt sem kemur í veg fyrir mannréttindi. — Ég elska zarinn, sagði Karita. — Ég hef ekkert álit á þessum vinum þinum, þessum „félaga verkamanni”. A ég aðsegja þér, hvernig keisarinn og fjölskylda hans eru, fjölskyldan sem þú fyrirlitur svo mjög? Og hún sagöi honum frá kynnum sin- um við fjölskyldu zarsins og hann sjálfan og frá lifinu á Livadia. Hann hlustaði á hana, en trúði ekki einu orði. Hvernig gátu þess- ir Romanovar, sem beinlinis og óbeinlinis voru ábyrgir fyrir allri þessari eymd, sem keyrði svo um þverbak, að það hlaut að koma að byltingu, verið svona gott fólk, eins og Karita vildi vera láta? Það var alveg fráleitt að kalla þetta gott fólk. Slíkar manneskjur gátu ekki vitað hvað manngæzka var. — Það getur verið, að þau sjálf séu ekki svo slæm, sem fólk segir þau vera, en þetta eru einvalds- herrar og þeir verða að hverfa, Karita. Það var sem eldur brynni úr augum Karitu. — Ef þú verður á einhvern hátt valdur að þvf, að þessu fólki verði grandað, þá drep ég þig, Paul, sagði hún. Hann hrökk við og var alveg hneykslaöur, en trúði þessu ekki samt. Hann þekkti ekki Karitu. Kirby þurfti ekki á einkahjúkr un aö halda lengur. Hann hafði reyndar ekki þurft þess undan- farið. Hann gat nú unnið að rit- störfum og var að þýða skjöl, sem hann haföi fengið send frá skrif- stofu sendiráðsins og svo hafði honum verið tilkynnt, sjálfum til mikillar skemmtunar, að hann hefði verið sæmdur fyrir að hafa bjargað Kolchak höfuösmanni. Olga kom i heimsókn til hans, þegar störf hennar leyfðu. En hún varaöi sig á þvi að fara daglega til hans, þvi að henni var ljóst, að móðir hennar hafði á henni gætur. En þetta var eina hvildin, sem hún fékk frá allri eymdinni, sem hún hrærðist i daglega. En hún kom ekki til hans á hverjum degi, vegna þess að henni var ljóst, að móðir hennar hafði á henni gætur og að henni var um geð, að hún léti of mikið bera á vináttu sinni viö Englendinginn. En hún var aldrei reglulega glöð, nema þegar hún gat verið hjá honum. Stundum gat Tatiana lika skot- izt inn til hans og þá voru systur hennar, Anastasia, sem nú var oröin fjórtán ára og Maria, sem var sextán, og báðar voru þær orðnar fallegar stúlkur. höfðu þetta milda yfirbragð, sem ein- kenndi keisaraf jölskylduna, stundum i fylgd með henni. Það voru skemmtilegar stundir. Maria andvarpaði af hrifningu yfir hinni glæsilegu, særðu hetju. Anastasia hélt sig við sama heyr- garðshornið og talaði meö leik- aralegum tilburðum. — 0, mikli kostulegi soldán... — Þú átt við stórkostlegi sol- dán, Stasha, kjáninn þinn. Tati- ana skemmti sér vel yfir kjána- látum systur sinnar, það var svo sjaldan núna, sem þær gátu reglulega gert'að gamni sinu. — ó, mikli herra, hélt Ana- stasia áfram, — ég hefi haft ógur- legar áhyggjur og sálarkvalir yfir þessum ósköpum, sem hafa yfir þig dunið, áhyggjur af örkumlum þínum... — ör...kumlum, hvað áttu við? sagði Kirby, sem hélt i hönd Mariu. — Hún á við að við höfum haft áhyggjur af sárum þinum, sagði Maria. — Hún er stundum svo kjánaleg, að við berum kinnroða hennar vegna. — Ég skal sannarlega þjarma að þér, þegar við komum heim, sagði Anastasia. — Ó, æruverðugi alabastur.... — Stasha, þú ert hræðileg! — Já, finnst þér ekki æruverð- ugra að tala um alabastur heldur en gips, mér finnst það hljóma miklu betur, sagði Anastasia, — það hæfir Ivan lika miklu betur. — Þakka þér fyrir, litli söng- fuglinn minn, sagði Kirby. Anastasia hristi lokkana og hneigði sig djúpt. — Til að sýna minum háa herra, að ég er ekki lengur móðguð yfir langri fjar- veru hans, hef ég komið með óvænta gjöf. Það er sjálft tunglið úr skiru gulli. Og Anastasia dró fram stóra appelsinu. — Ég þakka þér óhóflega, sagöi hann, — ...eða er það hóf- lega? — Það er nú ekki allt undir þvi komið, hvers virði gjöfin er, held- ur ástarhugurinp, sem á bak við býr. Það segir mamma alltaf, sagði Anastasia. — Reyndar er ég lika með gjöf, sagöi Maria og rétti fram aðra appelsinu, ennþá stærri. — Þakka þér lika, Maria, sagði Kirby, — það verður safamikil ánægja að neyta þeirra. Olga kom inn. Hún hafði séð sér færi að taka bakkann með há- degisverði Kirbys og sinn eigin um leið. Hún nam staðar fyrir innan dyrnar og hlustaöi á gáska- fullt tal þeirra með ljómandi aug- um. Slikar stundir voru henni sannarlega ljós i myrkri hörm- unganna. Kirby var látinn fara af sjúkra- húsinu nokkru siðar. Eftir að sókn Rússa á Dónársléttunum hafði verið stöðvuð, sneru Þjóðverjar sér að pólsku vigstöðvunum. Þeir tóku Warsjá. Rússlandi blæddi. Mannfallið var ógurlegt og tölu varð ekki komið á særða. Það voru sett fimm rúm inn i herbergi Kirbys og hann var sjálfur sendur til hvildar á stað, sem var i þrjátiu milna fjarlægð frá Moskvu. Hajorskv læknir bað hann af- sökunar a þessum hröðu breyt- ingum. En Kirby vissi, að hvað sem Alexandra hafði hugsað um samband þeirra Olgu, þá var hver þumlungur af sjúkrahúsinu nauðsynlegur. Hann mótmælti þvi ekki flutningnum, en notaði tækifærið til að þakka Bajorsky fyrir allt, sem hann hafði gert fyrir hann. Bajorsky læknir, sem var llkari vofu en lifandi manni, hristi dauflega höfuðið. — Ég hefði tekið fótinn af yður, sveitarforingi, þegar þér særðust, þvi að þér voruð illa leikinn. Það var hennar hágöfgi Olga Nicolai- evna, stórhertogaynja, sem kom i veg fyrir það og særði mig til aö reyna að halda limum yðar. Þér standið i meiri þakkarskuld við hana, en skurðaðgerð mina. — Ljúfi guð! Læknirinn varð undrandi, þegar hann heyrði þessa upphrópun frá Kirby og hann virti Englendinginn fyrir sér, og hann sá, að liklega voru tilfinningar þessa glæsilega út- lendings i garð stórhertogaynj- unnar eitthvað meira en lausleg vinátta. — Er hún hérna? spuröi Kirby. — Nei, ég held hún eigi að vera á siðdegisvakt i dag. En ef þér viljið senda henni linu, þá skal ég meö ánægju koma henni til skila. Olga vissi ekkert um brottflutn- ing Kirbys, fyrr en hún kom til starfa siðdegis. Hún varð alveg agndofa. Bajorsky læknir út- skýrði fyrir henni ástæðurnar i mildum róm og rétti henni bréfið frá Kirby. Kæra Olga! Ég þakka þér fyrir allt, ekki sizt fyrir trúnaöartraust þitt. Ég vona, að það liði ekki á löngu, þangað til ég get komið aftur til Petrograd. Þakka þér einu sinni enn, og guð blessi þig. Nú var búið að taka frá henni það eina, sem veitti henni fró, eft- ir var ekkert annaö en ógnir striösins. Karita kom til að lita eftir Kirby á hjúkrunarheimilinu. Hann gladdist mjög yfir þvi, að hitta hana aftur og hún var íika ánægö, að þvi undanskildu, að hún tók nærri sér að skilja við Paul Kateroff. Þegar hann hafði komizt að þvi, að gullinhæröa Krimstúlkan hans, væri að yfir- 36 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.