Vikan


Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 06.06.1974, Blaðsíða 37
gefa Petrograd, til að þræla fyrir þennan svokallaða herra hennar, þá hafði hann sagt nokkur vel val- in orð og frekar óþvegin, um mis- rétti á stöðu manna i þessu sið- spillta þjóðfélagi. Þau höfðu þvi ekki skilið á vinsamlegan hátt. Hún sá hann heldur aldrei aftur, hann lét lifið siðar i byltingunni, myrtur af bolsevikum fyrir að mótmæla þvi, að ekki skyldu allir hafa fullt tjáningarfrelsi. Dvölin á hressingarheimilinu var ekki sérlega skemmtileg fyrir Kirby. Hann var þarna eini út- lendingurinn innan um rússneska liðsforingja, sem voru vonsviknir yfir hrakförum landa sinna og vildu kenna þær hinum brezku bandamönnum sinum. Framhald i næsta blaði. Orusta viö myrkur framhald af bls. 27 Að farartækjum höfðu þeir húð- keipa og sleða, en enga sleða- hunda. Oft höfðu þeir komizt i hann krappan, en þessi för þeirra reyndist þó rikari af hættum en nokkur önnur, er þeir höfðu farið. Það var einu sinni i för þessari, er þeir höfðu siglt langan spöl á húðkeipunum, að þeir lögðust að isnum, festu þá við skörina og gengu upp á jakahrönnina til þess að rétta úr sér og liðka stirða fæt- ur. Þeir klifu háan jaka og horfðu þaðan um stund yfir rekisbreið- una. Skyndilega hrópaði Johan- sen, að bátarnir væru komnir á rek frá isnum. Þeir félagarnir brugðu við skjótt, en þegar þeir komu að skörinni, voru bátarnir komnir drjúgan spöl til hafs. Nú áttu þeir lif sitt undir sund- þreki Nansens. Hann fékk Johan- sen úr sitt, klæddist i snatri úr hlifðarfötunum og lagðist til sunds. Bátarnir voru háfermdir, en léttir, og vindur stóð frá skör- inni, og bar þá þvi hratt undan. Nansen þreytti sundið sem mest hann mátti, en litt virtist honum styttast biliðmilli sinog bátanna. Sjórinn var jökulkaldur, og brátt fann Nansen, að dofi og stirðleiki torveldaði honum sund- tökin. Ekki kom hongm þó upp- gjöf til hugar, og fannst honum einu gilda, þótt hann færist á sundinu, ef honum tækist ekki að ná I bátana. Þeir báru allan far- angur þeirra félaga, og missir þeirra var þeim dauðadómur. Og svo fór, að honum tókst að synda þá uppi, en aldrei komst hann i slika sundraun, hvorki fyrr né siðar. Svo mjög var hann þrek- aður orðinn og kaldur, að erfið- lega gekk honum að komast upp i húðkeipinn, og mátti engu muna, að honum tækist það. Og illa sótt- ist honum róðurinn að skörinni fyrst I stað sökum dofa og stirð- leika. Eigi hafði hann nema all- skammt róið, er hann sá, að tvær álkur voru á sundi i skotfæri frá bátnum. Hann vissi matarforða þeirra félaga af skornum skammti, veiðiákefðin greip hann, og um stund hvarf honum allur skjálfti. Hann greip til byssu sinnar, hæfði báðar álkurnar með einu skoti, náði þeim úr sjó og reri siðan að skörinni. Þar beið Johansen hans með eftirvænt- ingu, og má nærri geta um liðan hans, er hann sá Nansen þreyta sund um lif og dauða þeirra beggja, og voru þó líkur dauðans meiri til sigurs, en sjálfur mátti hann ekkert aðhafast. Er Nansen kom aðskörinni, var hann svo að afli þrotinn, að Jo- hansen varð að koma honum upp á isinn, klæða hann úr þeim fáu flikum, er hann hafði borið á sundinu, koma honum i þurra fataleppa og troða honum i húð- fatið. Sagði Johansen svo siðar, að aldrei hefði hann séð mann svo illa leikinn. Johansen hlúði að honum sem bezt hann mátti, reisti siðan tjaldið og matbjó álk- urnar, en Nansen sofnaði þegar og svaf vært um hrið. Er hann vaknaði, gæddi Johansen honum á heitri súpu og álkukjöti, og hresstist hann furðu fljótt. Til þess að þola slika þrekraun þarf ekki aðeins við harðfengi og frá- bæra hreysti, heldur og langvar- andi þjálfun. Nokkru siðar vildi það til, að rostungur réðst á bát Nansens og reif súð bátsins með vigtönnun- um. Minnstu munaði, að hann særði Nansen. Hinn 17. júni voru þeir félagar á ferð um isauðnina, Þá nam Nan- sen skyndilega staðar og kvaðst heyra hundgá úr fjarska. Johan- sen hugði hann vitskertan orðinn, en Nansen tók.til fótanna og bar skjótt yfir. Er hann hafði skamm- an spöl farið, kom hann á slóð margra hunda og þóttist I sama mund heyra mál manna. Hann kleif þá háan isjaka og hrópaði eins hátt og rómur hans leyfði, og i næstu andrá heyrði hann, að maður svaraði langt I burtu. Sá<, er svaraði, var enski heimsskautsfarinn Mr. Jackson. Asamt leiðangursfélögum sinum hafði hann haft vetursetu á Franz-Jósefslandi þennan sama vetur, svo skammt frá aðseturs- stað Nansens, að ekki var nema mánaðaráfangi á milli þeirra, en slikar vegalengdir þykja mönn- um bæjarleið á isauðnum norður 23. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.