Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 25

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 25
Aðalstöðvar CIA I grennd viö Washington, sem kaliaöar eru Langley til hægðarauka. Verkfræöingar og hönnuöir CIA áttu mikinn þátt i tilurö njósna- flugvélategundarinnar U-2, sem notuð var viö myndatöku af eld- flaugastöövum Sovétmanna úr lofti. CIAverkfræðingar áttu Hka mik- inn hlut aö máli viö gerö ,;himin- njósnaranna”. unnar er ofurseldur leyndarlög- málinu allar 24 klukkustundir sól- arhringsins. Og þegar i CIA skól- anum heltekur leyndarlögmáliö þá. Nemendurnir hafa fölsk nöfn og handa þeim er búin til ný ævi- saga. Enginn nemendanna veit, hver sessunautur hans í raun og veru er. Allir nemendurnir eru hvattir til þess aö svipta leyndar- dómshulunni af samnemum sin- um. Takist nema aö fá félaga sinn til aö segja sér eitthvaö af fyrri tilveru sinni, tilkynnir hann þaö samstundis til skólastjórnarinnar og fær viöurkenningu fyrir. Hinn, sem ekki gat þagaö, fær mínus. Enginn vinnur I Langley, nema CIA hafi áöur rannsakaö feril hans gaumgæfilega. Og allir — hvort sem um er aö ræöa erind- reka, skrifstofufólk eöa ræstinga- fólk — veröa aö fara i gegnum lygamælinn, sem kallaöur er svarti kassinn. Venjulega hefst yfirheyrslan þar meö þessari spurningu: Hafiö þér nokkurn tima stoliö eignum rikisins? Sé um aö ræöa einkaritara, er aö visu yfirleitt dregiö nokkuö úr spurningunni meö þvi aö bæta viö: fyrir utan blýant, penna eöa pappir. 1 svarta kassanum kemst CIA aö leyndustu einkamálum þjónustufólks slns eins og hverjir eru persónulegir vinir þess, hjónabandsmálum þess, kynllfi og lyfjaneyzlu. Kauphallarbrall- arar og hassreykjendur eru strik- aöir út sjálfkrafa. Skrifstofufólki sækist CIA eink- um eftir úr dreifbýlinu. Stúlkur frá smáborgum er yfirleitt auö- veldara aö hafa hemil á og auk þess eru þær „afskiptalausari af stjórnmálum”. Erindrekar eru oft valdir á meöan þeir eru viö háskólanám. Hundruö prófessora fá greidda þóknun fyrir aö hafa auga meö nemendum sinum og koma þeim, sem til greina koma, á framfæri viö leyniþjónustuna. Og I þeim hópi eru einnig erlendir stúdentar, ekki slzt frá þróunar- löndunum. Þegar þeir ráöast I þjónustu GIA, veröa þeir aö vinna skriflegt þagnarheit. Siöan sér CIA um aö þjálfa þá og kenna þeim og þegar þeir snúa aftur heim, tekur CIA erindrekinn á staönum þá undir sinn verndar- væng. A þennan hátt hafa margir há- skólamenntaöir menn frá Afríku, Asiu og S-Ameriku náö skjótum frama. Margir þeirra þjóna nú CIA sem ráöherrar, lögreglufor- ingjar hershöföingjar og banka- stjórar. Nöfn þeirra eru meðal mestu leyndardómanna I Lang- ley. Aö visu hafa margir erind- rekar CIA erlendis veriö hand- teknir og látnir svara til saka, en það hefur aldrei stafað af þvi, aö eitthvaö hafi lekiö út frá Langley. Þó aö sovézka leyniþjónustan KGB sé öflug, hefur henni aldrei tekizt aö fá CIA erindreka til liðs viö sig. Yfirmaöur gagnnjósnadeildar CIA gerir sér þaö vel ljóst, aö andstæöingurinn reynir aö grafa undan starfsemi deildarinnar. Og erindrekar gagnnjósnadeildar- innar sæta ströngustu eftirliti leyniþjónustunnar og I Langley er fullyrt, aö yfirmaöur hennar hafi millifimmtiu og sextiu á svörtum lista, vegna þess aö þeir eru grun- aöir um aö vera I tengslum viö KGB. Og meö þessum mönnum er fylgzt stööugt. Brjóti einhver af sér.hvaö varö- ar öryggisráöstafanirnar i Lang- ley er hann hafður undir ströngu eftirliti I viku og endurtaki hann afbrot sitt, er hann rekinn táfar- laust úr þjónustunni. Á næturna veröa erindrekarnir aö læsa öll skjöl og gögn inni i peningaskáp- um. A hálfrar klukkustundar fresti er gengið um skrifstofurnar og gætt aö þvl, aö engin leyniskjöl eöa gögn liggi á glámbekk. Einn- ig er fylgzt með ræstingafólkinu meöan þaö er að störfum. Allir erindrekarnir bera I barmi sér númer og bókstaf, sem gefa til kynna, hvert starf þeirra sé, en fáir einir skilja táknin. Enginn þeirra kynnir sig meö nafni i síma. Innanhússsima- skránum er breytt stööugt og haföar ófullnægjandi vitandi vits til þess aö ekkert geti lekiö út þeirra vegna. Matsalurinn I aöalstöövum CIA er tvlskiptur. 1 öörum snæöa er- indrekarnir, en i hinum minni háttar starfsliö og gestir „vin- veittra” leyniþjónusta. A þennan hátt á aö hindra aö gestir geti þekkt aftur andlit CIAerindreka. Æösta ráöiö — háttsettir CIAer- indrekar meö herforingjatign matast I sérstaklega útbúnum matsal. Flestir eiga þeir ættir aö rekja til bandariska fyrirfólksins, hins svokallaöa,,EasternEdtablis- ment”. Þeir hafp gengiö á rétta skóla, úrvals heimavistarskóla eins og Groton'og háskóla eins og 37. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.