Vikan


Vikan - 19.09.1974, Qupperneq 8

Vikan - 19.09.1974, Qupperneq 8
 Riki meistarans. Þarna sefur hann einn, vinnur og hefst við. Innanstokksmunirnir eru allir mjög glæsilegir. Þegar fjölskyldan er ein, snæðir hún morgunverð i þessu skemmtilega eldhúsi. Meistarinn gætir vel að þvi, að morgunverð- urinn, sem kona hans framreiðir, sé hollur. « Konstantin verndar hann fyrir ljósmyndurum, en þá þolir Kara- jan ekki, þvi að honum finnst hann alltaf verða glaseygur á myndum. Eliette kona hans er ekki á sama máli, þvi að hún er mikið fyrir litmyndir af manni sinum, vegna þess að þá fá „grá- bláu augun að njóta sin svo vel Sé Karajan ekki I Salzburg, þar sem tugir þúsunda tónlistar- manna biða skipana hans, hefst ströng megrunarganga strax að loknum morgunverðinum. Hann gengur I að minnsta kosti tvær klukkustundir samfleytt og stundum i allt að sjö klukkustund- ir. Á þessum göngum vinnur hann einnig mikið. Hann veltir fyrir sér stjórnunarvandamálunum og hvað tónskáldin ætla sér með þessum eða hinum tóninum I ein- hverri sinfóniunni. Það gefur auga leið, aö heimil- islifið hjá heimsfrægum lista- manni á borð viö Karajan gengur ekki fyrir sig á venjulegan borg- aralegan hátt. Ljósið I herbergi hans slokknar klukkan tólf. I St. Moritz sefur hann út af fyrir sig — heilli hæö ofan viö konu sina. Sex stunda svefn, jóga og langar gönguferðir eru töfralyfin, sem varðveitt hafa lifsþrótt Karajans. Aður en Karajan leggst til svefns, horfir hann ekki á Mozartmynd- ina á veggnum hjá sér, þó að hann eigi að stjórna tónlista hans næst, heldur á undurfagran Corvatsch- tindinn, sem hann segist einnig sjá fyrir sér I svefni. MSÍm m H • 8 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.