Vikan - 19.09.1974, Síða 23
Don Isodro virti hana fyrir sér,
eins og hann skildi ekki hvaö hiin
var að fara.
— Ég held að pilturinn hafi
aldrei fyrirgefiö honum. Ég er
hræddur um, aö hann hafi lifað
aöeins fyrir hatriö til sonar mins,
og ég álasa honum ekki. Hver
myndi gera þaö?
Hún vissi ekki sitt rjúkandi ráö.
Jafnvel nú vissi hún, aö hinn
raunverulegi sannleikur kæmi
aldrei fullkomlega i ljós, og þaö
var bara betra. Hvaö haföi skeö
þennan síöasta morgun, milli
Nandos og Franciscos? Hvernig
gat þaö veriö, aö hringurinn, sem
Francisco strauk af fingri jjenn-
ar, skyldi liggja i köldum lófa
Nandos, þegar hún fann hann lát-
inn? Hún ein vissi um þetta og
henni fannst þaö ekki þjóna nein-
um tilgangi, aö leggja þaö til viö-
bótar á herðar þessa manns, sem
greinilega átti fullt I fangi meö aö
horfast i augu viö þá ógnvekjandi
atburöi, sem yfir hann höföu dun-
iö. Hún leit á vaxblettinn, eftir
kertiö, sem Francisco hafði sett
þarna á skrifboröiö um nóttina og
henni var ljóst, hvilikt álag þaö
var fyrir mann, eins stoltan og
Don Isodro var, aö segja henni
alla þessa sorgarsögu.
En þaö gat lika veriö, aö honum
létti viö aö tala um þetta, senni-
lega l fyrsta sinn. En eitt þurfti
hún aö vita.
— Senor, sagöi hún.
Hann beiö.
— Hermennirnir . . . Þaö var
erfitt fyrir hana aö koma oröum
aö spurningunni. — Voruð þaö
þér, sem kölluöuö hermennina
hingaö? Vissuö þér þaö?
Hún var, sem sagt, aö spyrja
hann, hvort hann heföi svikiö sinn
eigin son i hendur hermannanna.
Hann leit undrandi, andartak.
.— Ég vissi þetta allt i gær,
senorita. En þaö var Carmelita,
sem sagöi til hans. Hún þekkti
hann þarna á götunni, þegar
stigamennirnir réöust á vagninn
okkar.
Winifred stóö á öndinni.
— Hún haföi jafn bjánalegt dá-
læti á honum og viö öll hin, svo
hún sagði ekki frá þvi. Þér
verðiö að muna, að hún ól hann
eiginlega upp, hún haföi hann á
brjósti. En þegar Fernando var
dáinn, gat hún ekki lengur þagaö.
Þaö varö löng þögn.
— Guö var mér góöur, sagöi
hann dapurlega. — Ég þurfti ekki
aö taka sjálfur neinar ákvarö^nir
viövikjandi örlögum hans.
Náfölt andlit hans var svo
dapurlegt, eins og hann væri aö
biöjast vægöar, biöja þess, aö fá
aö vera einn meö sorg sina.
■ — Senor, sagöi hún hátiölega,
og meö þvi eina orði áréttaöi hún
stööu sina I þessu húsi. Nú var
þaö kennslukonan, sem ávarpaöi
húsbónda sinn. Hún reyndi aö
finna einhver orö, en gat ekki sagt
neitt annað en: — Senor, ég sam-
hryggist yöur innilega.
Hann hneigöi sig og hún sár
vorkenndi honum fyrir þaö, aö
geta aldrei losnaö viö þennan
viröuleika.
• — Senorita, sagöi hann og nú
var henni ljóst, aö hann valdi orö-
in af nákvæmni. — Þetta er liöiö,
búiö. Guö hefur veriö mér gjaf-
mildur, hann gaf mér góöa konu.
Donna Fidelia er kóróna lifs
mins. Jafnvel svona venjuleg at-
hugasemd gagnvart einkalifinu,
virtist Valda honum miklum
erfiðleikurri. — Senora Fidelia
veit allt um þaö samband, sem er
á milli okkar, hún veit hvaöa
skyldum ég hefi að gegna gagn-
vart yöur. Dætur okkar hafa mik-
iö dálæti á yður, við hjónin óskum
þess innilega, að þér viljiö vera
hér hjá okkur. Ég vona að fram-
tiöin veröi ljósari hjá yöur en for-
tiðin. Viö munum bráölega fara
til Jerez, þar sem viö veröum i
vetur. Þar búa nokkrir landar
yöar og ég efast ekki um, aö þér
eigiö eftir að eignast vini meðal
þeirra. Konan min mun lika
ávallt bera hag yðar fyrir brjósti.
Hún leit I gaupnir sér, blinduö
af tárum.
Eins og siöir Spánverja vorú
fast mótaöir eins var hann senni
lega aö gefa henni i skyn, aö hann
myndi ganga svolangt, sem hann
gæti vegna hefðarinnar, en ekki
lengra, hún yrði aldrei reglulegur
meölimur fjölskyldu hans. Eini
hlekkurinn yröi i gegnum syst-
urnar litlu, sem hún var búin aö
taka svo miklu ástfóstri viö. En
hún myndi alltaf hafa þá öryggis-
tilfinningu, aö einhver væri þar á
bak viö. Og hún efaðist ekki held-
ur um þaö, aö þegar þar aö kæmi,
myndi Donna Fidelia reyna allt,
sem i hennar valdi stæði, til aö
hún fengi sómasamlegt gjaforö,
hún vissi aö hún yröi einhvers
konar dóttir i fjarlægð, sem
þekkti sinn vitjunartima.
Winifred grét sárt, þegar Maria
Clara fylgdi henni út úr skrifstof-
unni. Winifred vissi, aö næst, þeg-
ar hún hitti Don Isodro, yröi hann
alveg eins og venjulega, eins og
hann var fyrir dauða Franciscos.
En Winifred var miklu rólegri
eftir þetta, það veitti henni sálar-
fró, aö vita hve heiövirður faöir
hennarhaföi alltaf veriö. Hún var
nú tilbúin til aö mæta lifinu og leit
allt miklu bjartari augum.
Tíu dögum eftir lát
Franciscos, rétt fyrir dagmál,
glumdi viö klukknahringing I hús-
inu og nokkrum mlnútum slöar
mátti heyra klukknahljóminn frá
þorpinu. A efsta stigapallinum
mætti hún Mariu Clöru, sem var á
þönum, meö miklum pilsaþyt, og
ljómandi af ánægju. Hún greip
utan um Winifred og kyssti hana
á báöar kinnar.
• — Guö er góöur! hrópaöi hún
upp yfir sig, þaut svo niður stig-
ann og kallaði, svo þaö bergmál
aöi um allt húsiö:
• — Guö er góöur! Hann hefur
gefið Don Isodro heilbrigöan og
fallegan son!
Sögulok.
yv/YTtj'
38. TBL. VIKAN 23