Vikan


Vikan - 19.09.1974, Page 33

Vikan - 19.09.1974, Page 33
„Welcome to Salde’s Crazee Nite!”. Eitthvað á þann veg mun hljómsveitin heilsa islenskum aheyrendum, þeg'ar hún kemur hingað upp eftir nokkrar vikur. Slade hafa nú verið á röltinu nokkuð lengi eða á þriðja ár. Margir hafa velt þvi fyrir sér hvað þaö er, sem haldið hefur þeim á floti þetta lengi. Sumir hafa nefnt til bjór, mjög fáir tón- listarlega hæfileika eða hæfni til að semja góð lög. Raunin er sú að þeir eru ,,performers” eins og það heitir á ensku — skemmti- kraftar — og ekkert annað. Þeir ná tökum á áheyrendum sínum sem engir aðrir geta náð. En það er gefið mál, að þeir þurfa að vera eitthvað meira en venjulegir skemmtikraftar til þess að fylla stærstu hljómleikahús i Bretlandi og Bandarikjunum viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og jafn- vel ár eftir ár. Þeir i Englandi eru farnir að kalla það „Sladisma”. Þegar aðdáendur i Englandi fara á Slade konsert, er það kallað að fara á „litrika orgiu af Sladisma” Hvort hljómleikar þeirra hér heima verða eitthvað i likingu viö það, skal ósagt látið, en væntan- lega sitja islenskir poppaðdá- endur fast við eigið heygarðshorn hvaö slikt snertir. Hljómsveitin Nazareth átti erfitt uppdráttar i Laugardalshöllinni i ágúst s.l. Þó var allt gert til þess að æsa liðiö upp. Þá er bara eftir að ganga úr skugga um að Slade getiö hið ómögulega. Að fá islenska poppaðdáendur til að sleppa sér á konsert er erfitt. Ef Slade geta ekki fengið okkur til að standa upp og sleppa fram af okkur beislinu, þá geta það engir. Noddy Holder er sagður mikill sölumaðurog erþvifleygt.að þar i sé að finna hæfileika þeirra t Slade til þess aö ná sambandi við áheyrendur. Hann hefur lag á þvi að lofa hinu ómögulega eða a.m.k. hinu illmögulega. „Við ætlum að hafa stripplingakeppni hér i kvöld” sagði hann eitt sinn á hljómleikum. „Dave ætlar að taka þátt þvi hann er viss um að vinna”. Svona yfirlýsingum er tekið meö miklum fagnaðarlátum áheyrenda, þ.e.a.s. hvatningar- hrópum frá karlkyninu en ánægjupiskri frá kvenkyninu. En það gerist aldrei, en einhvern veginn eru langflestir sannfærðir um aö það gæti alveg eins gerst. Prógrammið hjá Slade er mjög fjölbreytt. Þeir spila ekkert frek- ar lög eftir sjálfan sig, — gera sér væntanlega grein fyrir þvi að til eru betri lagasmiðir en þeir eru. You will never walk alone hið al kunna fótboltalag þeirra Eng- lendinga er mjög vinsælt hjá Slade, svo og nokkur góð lög frá Janis Joplin eins og Move Over Baby og fl. Gamlir góðir rokkarar frá Slade eins og Goodbuy t’Jane og Mam Were All Crasee Now eru fastir liðir á dagskránni og vekja alltaf jafnmikla hrifningu. Þegar Slade flytja sitt prógramm hérna vænta lega i Laugardalshöllinni er vist, að þeir munu gera allt sitt besta til þess að hressa landann. Hitt er annað mál að svo virðist sem hin svokallaða Slade mania séliðin hjá að mestu. En það mun vænta lega engu skipta með að- sóknina, — Slade eru Slade og Is- lendingar eru Islendingar og past til þess að sjá fræg nöfn þó þeir •hafi ekki hugmynd um fyrir hvað þau standa. Noddy Holder upphafsmaður Sladeisma i heiminum. 38. TBL. VIKAN 33 á hljómplötum er skipt jafnt á milli þeirra. Ef að birtur er texti eftir Bernie I einhverju blaöi og greidd er þóknun fyrir, þá fær Elton helminginn. Ef lag eftir Elton er spilað af einhverjum og textinn ekki notaður, þá fær Bernie engur að siður helminginn af þóknuninni. Af þessu má sjá að þeir sem kunna að raða saman orðum i útlöndum þurfa ekki að kviða framtiðinni, a.m.k. ekki ef þeir hafa einhvern eins og Elton John til þess að semja lög við textana. edvard sverrisson 3m niúsik með meiru

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.