Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 5
Offita er sameiginlegur óvinur óteljandi manna og kvenna Í löndum velmegunar og velferðar, og eru islendingar þar ekki undanskildir. Við verðum sannarlega vör við það hér á Vikunni, þvi yfir okkur rignir stöðugt bréf um með óskum um ráð til þess að ná af sér aukakílóum hér og þar um kroppinn, og alla dreymir um auðvelda leið til þess að hafa hemil á likamsþunganum. Nú ætlum við að verða við óskum lesenda og leiða þá i allan sannleika um það, hvemig hafa má stjórn á likamsþunganum með tiltölulega einföldum reglum um mataræði, án þess að þeir þurfi nokkum tima að liða af svengd. Þessi megrunarkúr er unninn upp úr bók eftir bandariskan lækni, dr. Atkins, sem reynt hefur aðferð sina á hundruðum manna og fullyrðir, að hún skili 100% árangri. Hann byggir megrun- araðferð sina á nýjum grundvelli — og kallar hana megrunarbyltingu. „Martin var fæddur svangur. Hann var feitt ungbarn, og hann haföi verið annálað átvagl og -feitabolla allt sitt lif. Þegar hann var byrjaður f kúrnum minum, lét ég hann skrifa niður allt, sem hann borðaði daglega i nokkra daga, tegundir og magn. Og það var hreint ekki svo litið. Hann borðar eins og hestur og hreyfir lítíð — hefur einmitt ekki get- . að stundað iþróttir eða neina meíri háttar hreyfingu um all- langt skeið vegna brotins ökla — og hann hefur sérstæöan matar- smekk, er t.d. litið gefinn fyrir grænmeti. En þrátt fyrir allt þetta hefur hann lést um 22 kg á fjórum mánuðum og léttist ennþá jafntog þétt. Venjulegur morgun- verður hjá Martin eru 2 dl. af syk- urjausúm safa, 2 egg (oftast hrærð egg og steikt i smjöri á pönnu), 3 sneiöar baeon og kaffi með rjóma. 1 hádeginu borðar hann gjarna 2 ostsamlokur, þ.e. þykkar ostsneiðar með kjöti á milli, ennfremur tvö steikt egg eða t.d. roast beef og nokkrar hnetur. 1 kvöldverö borðar hann eins og hann getur I sig látiö af hamborgurum, roast beef og alls konar kjötréttum, eggjum, lauk, rækjum o.s.frv., og áður en hann háttar, fær hann sér gjarna mikið af osti og hnetum”. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum, sem dr. Atkins gefur i bók sinni „Dr. Atkins Diet Revo- lution — The high calorie way to stay thin forever.” Hann er ekki i nokkrum vafa um ágæti kenninga sinna, enda hefur hann sannpróf- að þær á hundruðum manna. Dr. Atkins dreymir um það, að kenn- ingar hans nái til alls heimsins, hvorki meira né minna, og hann biður um aðstoð okkar allra. Hann segir: „Ef þú ferð eftir fyrirmælum minum,þáget ég ábyrgst, að þú nærð árangri og getur ráf)ið likamsþyngd þinni svo til fyrir- hafnarlaust. Og þá veistu, að ég hef hjálpað þer. Til endurgjalds bið ég þig um hjálp við að út- breiða megrunarbyltinguna. Þegar þú heyrir einhvern vina þinna halda þvi fram, að allir kúrar séu jafn góðir eða jafn vondir, eina ráðið sé bara að borða nógu litið, þá bið ég þig að hlusta ekki þegjandi. Talaðu! Talaðu við hann, þar til þú hefur sannfært hann um, að þetta sé ekki rétt.” A hverju byggjast svo kenning- ar dr. Atkins? Flestir kúrar hafa hingaö til byggst á þvi að telja kaloriur, þ.e. hitaeiningar, en hann segir það gjörsamlega þýð- ingarlaust. Eina ráðið sé að hafa hemil á kolvetnisinnihaldi fæð- unnar, þvi að fái likaminn ekki kolvetni til brennslu, þá neyðist hann til þess að ráðast á sinn eigin fituforða og brenna honum. Dr. Atkins segir, að fólk eigi mjög auðvélt með að halda út þennan kúr, ekki bara i nokkrar vikur, heldur alla ævi, ef það vill, vegna þess að menn þurfi aldrei að liða svengd og fái öll þau efni, sem þeir þurfa á aö halda. Hann ráðleggur fólki aö byrja með þvi að neyta algjörlega kolvetna- " snauðrar fæðu I eina viku, siðan megi borða nokkur grömm af kol- Me gr una vetni á dag, kannski 10-40 grömm, en leyfilegt magn er einstaklings- bundið og verður að lærast smám saman. Ef menn eru ekki ánægðir með árangurinn, skal aftur dreg- iö úr kolvetnaneyslunni. Það er auðvelt mál og lærist fljótt. Það eru viss atriði, sem allir verða að hyggja að, áður en þeir byrja I þessum kúr. 1 fyrsta lagi þarf að hafa samband við eigin lækni, ef um einhverja lyfjanotk- un er að ræða. Fyrst og fremst má alls ekki taka inn ampheta- min með þessum kúr, og verður viðkomandi að hætta að neyta amphetamins minnst hálfum mánuði áður en kúrinn hefst. Hvers kyns vatnsleysandi lyf, svo og blóðþynningarlyf, verður að hætta að taka viku áður en kúrinn hefst. Auðvitað verður þetta að gerast i samráði við lækni, sem ákveður, hvort viðkomandi á að fórna lyfjunum eða kúrnum. En meginreglan er: engin lyf, sem innihalda amphetamin eða diuretica. 1 öðru lagi eru fjörefni mjög nayðsynleg. Dr. Atkins ráðleggur öllum að taka inn múltivftamín og járntöflur og helst meira heldur en sagt er fyrir um á glasinu. Hann segir, að fólk eigi að taka inn helmingi meira af vitaminum en minnsta leyfilegt magn, þ.e.a.s. ef á glasinu stendur, að dagskammtur sé minnst ein tafla eða belgur, þá vill dr. Atkins, að teknar séu tvær. Hann kveðst ráðleggja öllum sinum sjúkling- um að taka minnst 800 einingar af E-vitaminum og u.þ.b- þúsund milligrömm af c-vitaminum dag- lega. Dr. Atkins biður alla, sem vilja megrast eftir hans aðferðum, að hafa eftirfarandi reglur i huga: 1. Hættið að telja kaloriur (hitaeiningar). 2. Þið megið borða eins mikið af leyfilegum fæðutegundum og þið þurfið á að halda til þess að forð- ast svengd. , 3. Látið matinn eiga sig, ef þið finnið ekki til svengdar. 4. Látið ykkur ekki finnast þið endilega verða að klára allt, sem þið hafi tekið á diskinn, bara af þvi að það er þarna. 5. Drekkið vatn eða sykurlaus- an vökva, ef þorsti segir til sin, en annars er drykkja ekkert atriði. 6. Það er betra að borða oft og lltið i einu. 7. Ef þið finnið til máttleysis, af þvi að þið megrist mjög hratt, þá kann það að stafa af saltskorti. 8. Takið vitamin daglega. Þegar þið hafið rækilega melt þessar ágætu reglur, þá er ekki annað en að skella sér i kúrinn. Hér verður gefinn upp listi yfir leyfilegar fæðutegundir og enn- fremur bannlisti, sem er að visu ekki alveg fullkominn. En ef þið haldið ykkur stift við þær fæöu- tegundir, sem leyfðar eru, þá læt- ur árangurinn ekki á sér standa. Listi yfir leyfilegar fæðutegundir: KJÖT: Allt kjöt, hverju nafni sem það nefnist i þeim mæli, sem Hvað segirðu? Jafn þungur og Kristinn? Það hlýtur að muna svona um vindilinn! hver vill, steikur og hamborgar- ar, tunga og bacon, hakk og fuglakjöt (athugið, að auðvitað má ekki fylla fuglinn meö sveskj- um og eplum eða brauðfyllingu). Sem sagt, allt kjöt er leyfiiegt, nema unnar kjötvörur, eins og pylsur, kjötbollur og þvi um líkt. KRYDD: Salt, pipar sinnep, piparrót, edik, vanilla og fleira extract, gervisykur, alls konar kryddduft, sem ekki inniheldur neinn sykur. FISKUR: Allar fisktegundir, allt, sem fæst úr sjó, hvort sem það er nýtt eða niðurlagt, nema lögurinn innihaldi koivetni. StJPUR: Tærar súpur, kjöt- seyði bouillon, chicken broth, concommé. EGG: Soöin egg, skeikt egg, pönnusteikt hrærð egg (scrambled eggs) blæjuegg eöa hleypt egg (poached eggs), eggjákökur (omeletts). FEITI: Smjör, smjörliki, olía, oliusósa (mayonnaise). Athugið, að feiti inniheldur engin kolvetni.. SALAT: Tveir salatskammtar á dag I mesta lagi, ekki stærri en einn bolli hver. Notið aðeins blað- salat, seljurót (sellerl), agúrku og hreökur. Bragðbætið t.d. með ediki, oliu, salti, þurru kryddi. Einnig má borða sýrt grænmeti, þó alls ekki sætsúrt. OSTUR: Allir fastir ostar eru leyfilegir. DRYKKIR: Vatn, sódavatn, kjötseyöi, sykurlausir gosdrykk- ir, sitrónusafi, kaffi, te. Athugið, að rjómi inniheldur minni kol- vetni en mjólk. Forðist þvi mjólk, en^A tsk. af rjóma á dag til að byrja meö saka ekki. Já, þarna sérðu, Kristinn minn, þér veitir ekki af aö ieggja svolitiö af. Það, sem fólk á vafalaust erfiö- ast með að skilja og sætta sig viö, er að engir ávextir skuli finnast á lista yfir leyfilegar fæðutegundir og grænmeti i aðeins litlum mæli. En staðreyndin er'einmitt sú, að ávextir innihalda talsvert magn af kolvetnum, og þvi verður að forðast þá algjörlega fyrstu vik- una og neyta þeirra siöan I hófi, þegar fram i sækir. A bannlistan- um, sem hér fer á eftir, eru aðeins taldar upp nokkrar tegundir, sem ber alveg sérstaklega að varast vegna mikils kolvertnainnihalds þeirra. Bannlisti: Bananar, baunir, brauö, döðl- ur, fikjur, hrisgrjón, hrökkbrauð, hunang, hveiti, is, jógúrt, kartöfl- ur, kaftöflumjöl, kornflex, korn- matur, makkarónur, mjólk, niðursoðnir ávextir, pönnukökur, rúslnur, smákökur, spaghetti, sulta, sykur, sýróp, sælgæti, Sæt- sýrt grænmeti (sweet pickles), tertur, tómatsósa, tvibökur, tyggigúmmi, þurrkaðir ávextir. Rétt er að taka enn einu sinni fram, að til þess að ná fullkomn- um árangri skal engra kolvetna neytt fyrstu vikuna. Að viku liðinni er óhætt að bæta við sig einhverri fæðutegund, sem inniheldur litilsháttar kol- vetni. Viðkomandi verður að vega og meta hvers hann saknaði mest fyrstu vikuna og bæta þvi við sig aö vandlega athuguðu máli. Langar hann mest I fjölbreyttara grænmeti? Nýja ávexti? örlitið tómatsósu- bragö af fiskinum? 1/2 greipaldin á morgnana? Nú er bara um aö gera að fara varlega — mjög var- lega — fyrst I stað. Ekki má eyði- leggja árangurinn strax. Best er að hafa kolvetnatöflu við höndina og miða við 40 grömm af kolvetnum á dag. Við það mark standa flestir i stað, hætta að léttast, en þvi meira sem þeir eru innan við mark- ið, þeim mun hraöar leggja þeir af. Þetta er ékki eins flókið mál og margur hyggur. Við erum hér t.d. meö litla handhæga bók, sem Dell út- gáfufyrirtækið hefur gefiö út, Carbohydrate Gram Counter. Ef viö setjum upp „kolvetnagler- augun” og flettum þeirri ágætu bók. komumst við að raun um, aö við fáum 4,2 gr. af kolvetnum i 1 msk. af tómatáósu, 16,9 gr i einu meðalstóru epli, 100 gr I ein- um bolla af þurrkuðum aprikós- úm, 34,5 gr I meöalstórum banana 14 gr i einum bolla af hraðfrystum grænum baunum, 0,1 gr i 1 msk. af smjöri, 7,8 gr I einni meðal- stórri karamellu, 5,1 gr I meðal- stórri gulrót, 17,7 gr I einum bolla af Cheerios kornflexi, 27 gr I einni kókflösku, 2,1 gr I einni saltkex- köku, 18,2 gr i hálfu greipaldini, 1,0gri 1 msk. af söxuðum lauk, 17 gr i meðalstórri appelsinu' 19 gr i 4 sveskjum, 210 gr i 1 bolla af púð- ursykri, 6 gr I meðaltómati, 11,7 gr i einum bolla af jógúrt. Þetta sýnishorn verður aö nægja að sinni, og þá er bara að óska „kúristunum” góös gengis. K.H. 4 VIKAN l.TBL. l.TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.