Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 6
Nú er það svo, að megrunarkúr Vikunnar, sem við viljum kalla megrunarbyltingu, er sannarlega ekki fyrsti og eini megrunarkúr- inn i heiminum. Við erum alltaf að heyra um alls konar töflur og kex, súkkulaði og megrunarsafa og hvers kyns ráöleggingar til þess að losna við fituna, einn al- gengasta menningarkvilla nútim- ans. Sum þessi ráð gefast sumum vel, öðrum gera þau ekkert gagn, og margir hrista höfuðið yfir þessu öUu saman og segja: Iss, þetta er allt saman eins, gérir allt sama gagn, eöa réttara sagt ekk- ert gagn! Til þess að fylgja megrunar- byltingunni okkar rækilega úr hlaði og sanna ágæti hennar svo sem frekast mætti vera, fengum við til liös viö okkur þrjá þétta á velli og þétta i lund, þá Kristin Hallsson, Jón B. Gunnlaugsson og Albert Guðmundsson. Nöfnin ein ættu að nægja, þetta eru allt kunnir menn, hver á sinu sviöi. beir brugðust vel viö bón Vikunn- ar og reyna þennan megrunarkúr i þrjár vikur, og geta nú lesendur fylgst meö gangi mála næstu vik- urnar, þvi ætlunin er aö gefa skýrslu um árangurinn vikulega. Eins og þegar hefur verið skýrt tekiö fram, er einn höfuðkostur þessarar megrunaraðferðar sá, að þátttakendur geta borðað eins mikið og þeir vilja af réttum fæðutegundum. Og þar sem við Viljum gjarna leggja áherslu á þaö, að þetta er enginn meinlæta- kúr, fengum við einnig i liö með okkur þá Jón Hjaltason, hús- bónda I veitingahúsinu Óöali, og yfirmatsvein hans, sem er franskur og nefnist Eric Paul Calmon. beir félagar buöu til hinnar dýrlegustu veislu I óðali, sem þeir þremenningar gerðu góð skil og áttu ekki orð til að lýsa þessu ljómandi megrunarfæði. En fyrst þurfti að vigta mann- skapinn. Við héldum fylktu liði i Saununa að Hátúni 8 og létum Eð- vald Hinriksson vigta þremenn- ingana með pompi og prakt. bað gekk ekki gamanlaust fyrir sig, þ.e.a.s. það var ákaflega gaman, eins og lesendur fara kannski nærri um. En við sleppum öllu gamni að sinni, höldum okkur aö- eins við blákaldar staðreyndir. Niðurstöður voru sem sagt þess- ar: Jón B. Gunnlaugsson vó 114 kg. Kristinn Hallsson vó 108,2 kg. Albert Guðmundsson vó 108,2 kg- Albert var raunar á þvl, að hann væri ögn léttari en Kristinn, það munaði bara þvi, að hann vildi ekki skilja við vindilinn rétt á meðan hann steig á vigtina! Or gufunni hjá Eðvald var haldiö niður á ööal, þar sem franski kokkurinn beið með kræs- ingar sinar. Eric Paul Calmon hefur dvalist I nokkur ár á Islandi og var ákaflega glaður yfir þvi að geta spjallað stundarkorn viö Al- bert Guðmundsson á móðurmál- inu. En lítum nú á veislukostinn, sem þeim þremenningum var boöið upp á: Fyrst skáluöu þeir I sltrónu- safa, bragðbættum með appel- slnusafa. I forrétt fengu þeir blandað grænmetissalat meö humri og eggjum. Með þessu gátu þeir val- ið um tvenns konar sósur, og var önnur gerð úr sojabaunaoliu, sltrónu, steinselju og salti, en hin úr eggjarauðu, sojabaunaollu, tómatpuré, sltrónu og salti. Aðalrétturinn var grillsteiktur 6 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.