Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 8
lambahryggur með bökuðum tómötum, belgjabaunum og asp- as, og með þessu var borin þunn sósa úr vatni og safa af kjötinu bragöbætt með salti og pipar. Að lokum var borið fram kaffi með rjóma fyrir þ4,‘sem vildu. Sem sagt: dýrlegur málsverður og kolvetnainnihald fæðunnar i algjöru lágmarki. Þeir þremenningar léku á als oddi, meðan á máltið stóð, og raunar má segja, að ýmsir hafi verið Viðstaddir þessa skemmt- un, þvi að Jón B. Gunnlaugsson lét sig ekki muna um það að leyfa okkur að heyra I Gylfa b. Gisla- syni, Ævari R. Kvaran. Guð- mundi Jónssyni og fleiri góðum mönnum, eftir þvi sem sögurnar gáfu tilefni til. Við spurðum þá félaga, hvers þeir söknuðu helst af þeim fæðu- tegundum, sem þeir yrðu að sneiða hjá, meðan á kúrnum stæði. Kristinn: — Ég kem lfklega til með að hugsa oft um kleinur og smurt brauð með miklum sökn- uði. Jón: — Ég sakna alls, þvi mér þykir allur matur góður. Albert: — Ég sakna einskis. Ég hlakka bara til, þegar þétta er bú- ið, ef árangurinn verður góður. Það er verst, að ég veit alveg hvaðþeir segja iþinginu: Eins og hann A|bert hafi ekki verið nógu þunnur fyrir! Og þar með kveðjum við þre- menningana, en hittumst aftur að viku liðinni og könnum árangur- inn. K.H. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200 Jæja, strákar, þetta ætti aö koma I. Keflavíkursjónvarpinu! Þetta eru önnum kafnir menn, og slminn gekk látiaust á milli þeirra, meöan á máitiö stóö. Þeir létu þaö ekki spilla góöa skapinu. Svona, takiö þiö nú eina mynd, þar sem viö Albert erum aö springa, en Kiddi enn aö éta! 8 VIKAN l.TBL. J Þetta veröur ekki erfiöur kúr, sögöu þremenningarnir, og lyftu kaffi- bollunum aö máltlö lokinni. Hittumst heil — en vonandi léttari — I næstu viku!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.