Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 10

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 10
GRENSÁSVEGl 18,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 Dósturinn Með annarri á föstu Kæri Póstur! Ég þakka þér kærlegá fyrir, hve vel þú leysir úr öllum þvælunum, sem þér berast. Hérna kemur svo ein I viöbót, sem ég vona aö þú gefir góö ráö viÖ. bannig er mál meö vexti, aö ég er alveg aö deyja úr ást. En vandamáliö er, aö strákurinn, sem ég er hrifin af, 'er meö annarri stelpu á föstu. En alltaf þegar hann er eitthvaö i þvi, þá rýkur hann alltaf b'eint á mig og lætur mig ekki I friöi. En ég vil þá ekkert meö hann hafa, vegna þess aö hann er alltaf með hinni stelpunni og reynir bara viö mig, þegar hún er ekki nálæg. Þegar hann er meö hinni stelp- unni, þá þykist hann ekki sjá mig, en þess á milli er hann ekkert nema elskulegheitin. Svo þegar ég minnist á stelpuna, sem hann er meö, þá snýr hann bara út úr og segist ekkert vera hrifinn af henni, bara mér. En þrátt fyrir þaö eru þau alltaf saman og virö- ast ofsalega hrifin hvort af ööru. Ég hef alltaf veriö aö reyna aö hætta að hugsa um hann, en þaö gengur mjög illa, og nú er ég alveg aö veröa brjáluö á þessu öllu, og ég vona nú, aö þú komir meö eitthvert gott ráð, elsku Póstur. Ég held örugglega, aö hann gruni ekki, aö ég sé ofsalega hrifinaf honum, en ég vil alls ekki vera notuö bara i hallæri. Svo að lokum þetta venjulega: Hvernig fara fiskur (strákur) og ljón (stelpa) saman? Hvaö lestu svo úr skriftinni? Ég vona, aö þú svarir fljótt og vel. Ég þakka svo fyrir mig. Anna Vonandi ertu sjálf búin aö finna lausnina á þessu vandamáli þinu, þegar þú lest þetta svar, en lausn- in er einfaldlega sú aö taka meira mark á sjón þinni og heyrn en til- finningum og úskhyggju. Auövit- aö er strákurinn hrifnari af hinni stelpunni en þér, en hann hefur liklega einhvern grun úm tilfinn- ingar þinar I sinn garö og getur ekki stillt sig um aö ala á þeim, halda þér volgri, eins og sagt er. Láttú hann ekki komast upp meö þennan leiöinlega lcik. Reyndu aö foröast kann, en ef hann lætur þig ekki I friöi, þá ráölegg ég þér aö segja homim þaö blútt áfram og umbúöarlaust, aö þú kærir þig ekki um aö vera varaskeifa, þegar hin er ekki nálæg. Skriftin bendir til raunsæis. Stjörnuspá ástarinnar segir svo um Ijón og fisk: Þaö lýsir af þér, en sálar- djúp hans eru myrk. Hann ruglar þig f rlminu — en þér finnst þaö gaman. Basil fursti Háttvirti Póstur! Mig hefur. lengi langaö til aö skrifa þér, en fyrst nú læt ég veröa af þvi. Mig langar aö biöja þig aö leysa úr fjórum spurning- um fyrir mig, og um leiö langar mig til aö þakka starfsfólki Vik- unnar fyrir gott og vel unniö blaö. 1. Geturöu bent mér á utaná- skrift einhvers bjaðs I Færeyjum, þar sem ég get látiö birta nafn mitt? Mig langar nefnilega til aö eignast pennavin i Færeyjum. 2. Hvers vegna veröur fólk spé- hrætt, og hvernig getur maöur losnaö viö þaö fyrirbæri? 3. Hver er höfundur bókanna um Basil fursta, og hvar get ég fengið þær bækur? 4. Hvers vegna birtiö þiö ekkert pólitiskt efni i blaöinu? Þökk fyrir birtinguna. Hvaö lestu úr skriftinni, og hvaö gisk- arðu á,-aö ég sé gamall? Allen Caroll Pruitt 1. Skrifaöu Dim malætting, Torshavn, Föröyar. 2. Spéhræösla stafar af ótta viö, aö eitthvaö sé hlægilegt eöa athugavert viö mann. Eina leiöin er aö gera sér grein fyrir, hvaö þaö geti veriö og hvort þaö eigi viö rök aö styöjast og reyna siöan aö kippa málinu I lag. 3. Ég held, aö höfundarnafn standi e.kki á bókunum um Basil fursta. Eg hringdi á Borgarbóka- safniö og spuröi um furstann, og hann mun vera til á lesstofunni, en ekki hægt aö fá hann lánaöan heim. Þú veröur bara að spyrjast fyrir á söfnum og hjá fornbóka- sölum. 4. Vikan er heimilishlaö og leitast viö aö ná til allra I fjöl- skyldunni meö skemmtiefni og fróöleiksmolum. Vikan er aö sjálfsögöu ekki flokkspólitlsk, og af ýmsum orsökum á hún dálltiö erfitt meö aö fjalla um vandamál liöandi stundar. Þaö kemur þó stundum fyrir sbr. grein um Ieigumál I borginni I 46. tbl., og varla beröu á móti þvi, aö hinn at- hyglisveröi greinaflokkur um CIA, sem birtist I 36. til 39. tbl., hafi vcriö pólitlskt efni. Skriftin bendir ekki til eins eöa neins, enda algjörlega ómótuö. t öllum bænum læröu einhverjar reglur um stóran staf og litinn. Þaö gengur ekki aö skrifa stórt b I blaö inni i miöri setningu og litiö f I Færeyjum. Ég vona bara, aö þú sért ekki orðinn of gamall til þess aö læra stafsetningu á nýjan leik. Kvikmyndaskóli í Póllandi Háttvirti Póstur! Mig langar fyrst til aö spyrja, hvers vegna þiö hafiö ekki bara eina framhaldssögu. Þaö væri mikiö betra aö hafa meira skrlpó. 1 guöanna bænum hættiö aö taka eina dýrmæta siöu undir Prins Valiant. Jæja, best aö snúa sér aö efn- inu. Svo er, aö ég hef mikinn áhuga á kvikmyndun, og ég hef 10 ViKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.