Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 14
Smásaga eftir Trausta Ólafsson. Mér voru gefnir steinar Hilsiö mitt er gamalt. Litið timburhils, járnklætt, og stendur viö Lindargötu. Múrhúöun á tröppunum er farin aö láta á sjá, viöa svo mjög, aö f hana eru stór- ar skellur. Þar má sjá, aö mjö hafa boröin veriö i mótum, þegar þessar , tröppur voru steyptar, sjálfsagt af vanefnum. í húsinu minu eru salerni, eldhús og stofa á hæö, uppi eru tvö herbergi undir súö. I ööru þeirra mála ég. Hitt stendur autt. 1 kjallarann hef ég aldrei komiö. Þetta hús er erföagóss mitt og þó ólst ég ekki upp hér. I bernsku átti ég heima i steinhúsi I vestur- bænum. Kringum þaö var garöur og ég þóttist viss um, aö þar yxu hæstu tré veraldarinnar. 1 þann gárö hef ég ekki komiö siöan aö kvöldi dagsins, sem viö bræöur jöröuöum fööur okkar. Þá var snemmsumar og meöan viö.tók- um i hendúr fólksins I kirkjugarö- 'inum, geröi grasskúr ofan I gröf- ina. A eftir bauö bróöir minn, hann er nokkrum árum eldri en ég, mér upp á viski á bernsku- heimili okkar. Ég haföi ekki lyst á áfengi, en hann saup drjúgum úr glasi sinu og bætti jafnört i þaö úr flöskunni. Eitthvaö sögöum við víst, ég man ekki hvaö þaö var nema viö minntumst ekki einu oröi á hann, sem við höfðum graf- iö. Við minntumst ekki á hann og þó var hann nálægur. Þetta kvöld skildist mér betur en nokkru sinni áöur, aö ég haföi ekki þekkt fööur minn frá þvi ég var strákur, og hann ekki mig. Allt i einu fór bróðir minn að tala um konuna sina og krakkana. Þá áttu þau tvö. Myndarbörn, sagöi hann, og ég háfði engá á- stæöu til aö rengja þaö. Þar kom I talihans, aö hann sagöi: Þú ert ó- kvæntur. Ég skildi ekki strax hvaö hann var að fara, skildi hann ekki fyrr en hann fór aö tala um húsin tvö — annað úr steini, hitt úr tré. Sættiröu þig viö.húsiö á Lindar- götunni? spuröi bróöir minn Og fór enn nokkrum orðum um kon- una og börnin. Svo sagöist hann auövitaö borga mér minn hlut i versluninni og þegar ég ansaöi þvi engu, bætti hann viö: Smám saman. Ég þagöi enn. Mest langaöi mig aö hlæja, en kunni ekki viö þaö vegna hans, sem viö höföum graf- iöum daginn. Þvi segiröu ekkert? spuröi bróöir minn óöruggari i fasi. Hellti svo glasiö sitt fuilt og stakk þaö út. Mér er sama, sagöi ég.'' * Hann leit á mig útundan sér og var sýnilega rórra. Svo stóö hann upp og sagöi ábyrgum rómi, aö ég þyrfti ekki aö kviöa þvi, aö hann hlunnfæri mig, hann væri ærlegur maöur eins og ég vissi. i>vi næst veik hann aftur aö konu sinni og drengnum. Efnisdrengur. Tiu ára og alnafni pabba. Hann hikaöi ör- lltið eftir aö hafa minnst á föður okkar. Okunnir heföu ekki veitt þvi athygli. Svo fljótur var hann aö taka upp veskiö sitt. Þetta var svart og þykkt leðurveski, senni- lega jólagjöf frá konunni hans meöan þau voru enn I tiihugalif- inu. Upp úr þvi taldi hann hvern seöilinn af öörum og rétti mér. Ég nennti ekki aö setja á mig tölu. þeirra. Loks fékk hann mér lykla af kippunni sinni. Leigjendurnir fluttu út I gær.. sagöi hann og klappaöi á öxl mér. Ég stóö upp og hann fylgdi mér til dyranna. Aö skilnaði gaf hann mér visklflösku. Rétt til gamans, sagði hann, brosti og bað mig sofa vel. Ég gekk eftir stéttinni undir trjánum, sem ég hélt einu sinni vera mest tré á jöröu. 1 garöshlið- inu sneri ég mér viö og sá hann standa I dyrunum. Góöa nótt, kallaöi hann til min. Slðan höfum viö bræöurnir ekki átt neitt vantalaö. Kannski þaö sé aldursmunurinn. Um daginn las ég I blaöi, aö verslanir bróöur mins eru orönar f jórar. Mánaöar- lega þigg ég póstávisun af þess- um verslunum. Ég flutti fljótlega hingaö á Lindargötuna og hér hefur mér liöið vel. Samt á ég erfitt meö aö einbeita mér aö vinnu I þessu húsi, veröur tlöhugsaöra um annaö en liti og pensla. Ég.fer oft á bari. I einni slikri ferö hitti ég kunn- ingja minn úr menntaskóla. Þessi kunningi minn hefur alla tiö verið hugsjónamaöur mikill og eldhugi. Jafnvel háskólamenntun i pen- ingum megnaði ekki aö kæfa hug- sjónir hans og listelsku. Eftir nokkur glös minntist ég á þaö viö hann, aö mér miðaöi tregt við vinnu og ætti enn jafnlangt i að veröa listamaður og meöan ég teiknaöi I menntaskólablaöiö, ef ekki lengra. Ekki brá kunningja minum hiö minnsta viö þessi tiö- indi, sagöi þetta vera aö vonum. Ég lokaöi mig lengst af inni eins og gömul jómfrú, sem enh er að gæta meydóms sins. Þú þarft að fá þér konu, sagöi kunningi minn. Eina konu til aö halda framhjá viö og viö. Það auðgar andann og gefur lifinu lit, hélt hann áfram og kleip I lærið á leggjalangri feg^ uröardrottningu, sem hjúfraði sig upp aö honum. Hún skrækti og sagöi guö. Kunningi minn hló og skemmti sér yfir skrikjum hennar og guðs- ákalli, færöi svo höndina og kleip hana sýnu ofar i lærið. Þá lét feg- uröardrottningin sér nægja aö slá á hönd hans. Eftir klipurnar bætti kunningi minn viö fööurlegar áminningar sinar: Umfram allt máttu ekki loka þig inni. Þú veröur aö um- gangast fólk. Haltu parti. Ég hlýddi og bauö þeim heim til min á Lindargötuna, bauð þeim til stofu, hellti i glös og spilaði gamla plötu meö bitlunum. Yesterday og fegurðardrottning- in viknaöi. Svo kom I ljós, aö hún haföi skoðanir á þjóöfélagsmál- um: Helvitis iönaðarmennirnir! Hún heimtaöi fleiri bitlaplötur og meira aö drekka. Yesterday og hún drakk þangaö til rödd hennar dráfaöi óþyrmilega á iönaöar- mönnunum. Þá vildi hún fara heim. Ég fylgdi þeim út á tröppurnar. Kunningi minn talaöi enn um þörf mina fyrir konu. Þaö er óhollt aö vera einn um nætur, sagöi hann. Ef þú vilt ekki kvænast, leigöu þá annaö herbergiö á loftinu. Ein lifandi vera undir sama þaki getur veriö nóg. Rödd hans var lika farin aö drafa. Leigöu her- hergið, sagöi hann aftur. Svo var hann horfinn inn I leigubilinn á eftir þeirri fögru. Nokkrum dögum seinna rann þaö upp fyrir mér, aö óöum leið aö þeim tima, sem ég haföi fengiö loforö fyrir sýningarsal. Ég átti tæpast nokkra nothæfa mynd á sýningu, og ákvað að fara aö ráö- um kunningja mins. Ég auglýsti herbergi til leigu og siminn hringdi án afláts. Alls konar fólk vildi leigja hjá mér: Sjómenn, námsmenn, kennarar, rafvirkjar, bankameyjar, ekkjumenn, menntamenn aö skilja, stútungs- kellingar, skólastúlkur, leikkona og flugmaöur. Ég iðraöist þessa tiltækis sárlega og sagöi þeim öll- um aö ég væri búinn aö leigjá. Seint um kvöldiö varö nokkurt lát á ósköpunum og ég vonaöi innilega aö þeim væri lokiö. Ég fór I baö og ráögeröi að fara úr landi. Ég var ekki fyrr staöinn upp úr baöinu en simihn hringdi enn einu sinni. Ég greip simtóliö allsnakinn og sagöi: Já! Stúlkurödd sagöi, aö sig vantaöi herbergi, Nú? spuröi ég önugur. Má ég lita á þaö á morgun? héit hún hiklaust áfram. Upp úr há- deginu? spuröi hún enn, án þess aö blöa svars. Ég var kviknakinn og gat ekkf skrökvaö. 1 varnarleysi mlnu sagöi ég hún mætti koma. Hún var ung, vart meira en sextán ára, fremur smá vexti og þótt úlpan hennar væri þunn, mótaöi ekki fyrir brjóstum undir henni. Lendarnar voru of sterk- legar I hlutfalli viö grannan yfir- vöxtinn. Augu hennar voru blá og hæversk. Er þaö ekki hér? Herbergiö til leigu? spuröi hún, þar sem hún stóö á tröppunum. Henni lá hátt rómur, en samt dagaöi spurning- una næstum uppi I ysnum frá göt- unni. Ég sá eftir þvl aö láta hana koma. Komdu inn fyrir, sagöi ég og veik til hliöar svo hún kæmist framhjá mér inn I þrönga forstof- una. Hún bjóst ekki til aö fara úr skónum svo ég þurfti ekki aö segja henni aö þaö væri óþarfi. Ég gekk á undan henni upp stigann og benti henni aö fylgja mér. Uppi á loftskörinni lauk ég upp dvrunum að austurherberg- inu og lét hana ganga á undan mér inn. Herbergið er málaö ljós- brúnt og á gólfinu er grár dúkur, sem farinn er að slitna næst dyr- unum og framan viö divaninn milli glugganna. Fyrir þeim eru tjöld, grá I grunninn með gulum rósum. Leigjendur fööur mlns skildu þau eftir fyrir gluggunum og þeir létu mér dlvaninn eftir llka. Auk hans er ekkert I her- berginu, nema mynd af nakinni konu, sem hangir á veggnum yfir honum. Stúlkunni varö starsýnt á þessa mynd svo ég spuröi hana, hvort henni þætti myndin ljót. Bauöst auk þess til aö geyma hana annars staðar, ef hún kæröi sig ekki um hana. En hún hristi höfuðiö. Þetta er bara allt of stórt fyrir mig, sagöi hún, en flýtti sér aö bæta viö: En þaö er nærri slátur- húsinu. Ég get gengið. Ég varö svolitiö hvumsa, átti bágt meö aö Imynda mér þessa stúlku meö blóöuga plastsvuntu aö sllta sundur innyfli eöa hella gori úr iörum.Samt gat ég ekki aö mér gert aö hugsa: Hvaö vill sláturhússstúlka inn á gafl hjá mér? Hefurðu ekki eldhús? spuröi hún og var allt I einu oröin ágeng. Ég verö aö hita kaffi á brúsann minn, áöur en ég fer á morgnana. Ég kvaöst aö visu hafa eldhús, en það heföi nú ekki veriö ætlunin. Þá nær þaö ekki lengra. Hún leit snöggvast á myndina af nöktu konunni, sneri sér slöan viö og ætlaöi aö fara. Biddu viö, sagöi ég til þess aö stöðva hans. Auövitaö geröi þaö mér ekkert til, þótt hún hitaði sér kaffi I eldhúsinu á morgnanna. Hún færi áreiöanlega til vinnu löngu áöur en ég vaknaöi. Þú mátt nota eldhúsiö á morgn- ana, flýtti ég mér aö segja. Kannski þú hellir upp á handa 14 VIKAN 1. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.