Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 15

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 15
mér I leiöinni? Ég brosti. Viltu ekki lita á eldhúsiö? Hún kinkaði kolli og viö geng- um niöur stigann. Hún á undan og ég gat ekki stillt mig um áö hugsa hvaö svona ung stúlka getur veriö þrekleg yfrum sig. I eldhúsinu var all't I megnustu óreiöu, matarilát og hnifapör úti um allt. Eg hélt ég væri löngu bú- inn aö gleyma, hvernig er aö vera skömmustulegur, ep þennan dag skammaöist ég min fyrir hiröu- leysiö. Ég þóttist viss um, aö stúlkan væri kattþrifin, þó aö hún ynni sóöalega vinnu. Hún renndi augum yfir eldhúsiö og af svip hennar varö ekki ráöiö, hvort henni likaöi betur eöa verr. Þetta er ágætt, mér líst vel á þetta, sagöi hún, en ég trúöi henni ekki. Svo leit hún á mig og spuröi, hve há leigan væri á mánuöi. Ég haföi ekki leitt hugann aö þvi og sagöi fimm þúsund til aö segja eitthvaö. Ég hef einhver ráö meö aö borga þaö, sagöi hún og bætti viö: Má ég flytja inn i dag? tJr þvi sem komiö var, haföi ég ekkert viö þaö aö athuga. Hún kvaddi og ég fylgdi henni út. Hún gekk rólega niöur tröppurnar og enn horföi ég á lendar hennar — hissa á sjálfum mér. Niöri á gangstéttinni sneri hún sér viö og sá mig horfa á eftir sér. Ég gleymdi þvi, kallaöi hún. Ég þarf herbergiö ekki nema i mán- uö. Svo fer ég heim. Allt I lagi, kallaöi ég á móti. Hún brosti til min og ég gat ekki annað en brosaö lika. Mér fannst næstum eins og ég heföi ekki brosaö I mörg ár. Hún var óöara komin aftur og hringdi dyrabjöllunni ákveðnar nú en fyrr um daginn. Ég opnaöi og hún stóö á tröppunum meö segldúkspoka i annarri hendi og stóra tösku i hinni. Taskan var smiöflö úr krossviöi og áreiöan- lega þung aö bera, þó aö stúlkan sýndi þess engin merki. Ég bauöst til aö taka viö töskunni og bera hana upp. Hún þáöi þaö oröalaust og henni létti áreiðan- lega, enda varö ég hissa á þvi hve taskan seig i þennan stutta spöl upp á loftiö. Stúlkan gekk á eftir mér upp. Ég setti töskuna niður á mitt gólf. Lét stúlkuna þvi næst eina meö dót sitt. Úr miöjum stiganum sá ég, aö viö höföum skilið eftir opiö út. Um leið og ég lokaöi dyrunum sá ég gamla konu meö röndótta inn- kaupatösku á gangi hinum megin götunnar. Hún hafði mishneppt aö sér kápunni. Þennan dag varö ég allt I einu ófrjáls I húsinu minu viö Lindar1 götuna. Ég vissiekki, hvaö ég átti aö taka mér fyrir hendur og gat ekki fest hugann viö neitt. Ég þoröi ekki aö fara upp I vinnustof- una mlna af ótta viö, aö hún héldi aö ég væri að forvitnast um sig. Einhvern veginn gat ég ekki hætt að hugsa um þessa stúlku uppi á lofti hjá mér, hana og þreklegar mjaömir hennar. Mér blöskraöi, aö hún skyldi ekki koma niöur all- an þennan tima. Hún hlaut aö vera drjúg aö taka upp úr þessi taska. Mér flaugi hug, hve star- sýnt henni haföi oröiö á nakta kvenmyndina á veggnum. Ætli þessi sveitastelpa heföi roönaö, ef myndin hefði veriö af nöktum karlmanni? Allt i einu mundi ég, að hún haföi ekki spurt, hvar klósettiö væri, og mér datt i hug að gera mér til erindis viö hana að segja henni þaö. Einhvern tima þurfti hún aö pissa og þá var bagalegt aö vita ekki, hvar klósettið var. En ég hvarf samstundis frá þessu ráöi. Henni þætti sjálfsagt óviö- kunnanlegt af karlmanni aö tala um klósett viö stúlku. Auk þess var henni sennilega tamast aö taka niörum sig, þar sem hún var komin. Best fyrir þess háttar stúlku aö leita aö klósetti, uns hún rambar á þaö. Loks stóöst ég þó ekki mátiö lengur og fór upp. Hún haföi lokaö aö sér. Ég drap nokkur högg á dymar, án þess ég vissi hvað segja skyldi. Hún kom ekki fram og svaraöi engu. Ég opnaöi dyrn- ar ofurhægt og gægöist inn. Stúlk- an haföi búiö um sig á divaninum og háttaö. Hún svaf og I svefnin- um sló einkennilegum blæ á mó- leitt hár hennar, þar sem það flæddi um hvitan svæfilinn. 1 sængurveriö hennar voru saum- aöar rauöar og gular rósir. Ég skammaöist min I annaö sinn gagnvart þessari stúlku og hall- aöi huröinni gætilega aö stöfum.. Eitt andartak hélt ég niöri i mér andanum framan viö dyrnar. Sið- an gekk ég niöur stigann og l.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.