Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 22
akkerum á grynningunum úti fyrir ströndinni. Cody var þá fimmtugur að aldri og þaö voru silfurnámurnar I Nevada, i Yukon, já, raunar hvert það málmæði, sem upp hafði gos- ið frá þvi árið átján hundruð sjö- tlu og fimm, sem gert hafði hann að þvl sem hann var. Braskið með Montana-koparinn, hafði gert hann að margföldum milljóna- mæringi. A þeim tlma var hann ágætlega á sig kominn hvað llkamshreysti snerti, en hins veg- ar mátti ekki tæpara standa með sálarllfiö. Höfðu ótalmargar heiöurskonur grun um þetta og reyndu hvað þær máttu til að létta á pyngju hans. Aðferðir þær, sem blaðakonan Ella Kay viðhafði, og ekki þóttu sem fegurstar, uröu sælgætisefni dagblaða árið nitján hundruð og tvö, sem ekki voru vön að gera minna úr hlutunum en þörf var á. Hún varð honum eins konar Madame de Maintenon. og hagnýtti sér veikleika hans til að senda hann I skemmtisiglingar út um öll höf. Hann hafði boriö vlöast þar að strönd, sem gest- risni bauðst nóg,á þeim fimm ár- um, sem hann hafði verið I förum, þegar hann varö örlagavaldur James Gatz á Little Girl flóa. Gatz hinn ungi létti róörinum og gægðist upp á þilfarið. 1 þessari snekkju sá hann komna alla feg- urö og dyrö heimsins. Ég geri ráö fyrir aðhann hafi brosað til Cody, — þvl eflaust hefur honum verið kunnugt um að hann vann hug margra, þegar hann brosti. A6 minnsta kosti spurði Cody hann nokkurra spurninga (einni þeirra svaraði hann með flunkunýju nafni) og komst þar meö að raun um að hér var greindur piltur á ferð og afar metnaðargjarn. Nokkrum dögum seinna fór hann með hann til Duluth og keypti honum bláan jakka, sex pör af hvltum buxum og sjóarahúfu. Og þegar Tuolomee hélt til Vestur- Indla og Barbary-strandar var Gatsby með i för. Störf hans á skipinu voru ekki einskorðuð við neitt eitt fremur en annað. Meðan hann var hjá Cody var hann ýmist þjónn, stýri- .maður, eða skipstjórii já, jafnvel fangavöröur, þvl Dan Cody hinn ófulli, vissi vel hve taumlaus i at- höfnum hinn fulli Dan Cody gat orðið og undir þann leka setti hann með þvi að varpa trausti slnu I vaxandi mæli á Gatsby. Þessi tilhögun mála varöi I fimm ár og á þeim tima sigldi snekkjan þrisvar til Evrópu. Þetta hefði getað haldið þannig áfram til efsta dags, ef ekki hefði verið vegna þeirrar staðreyndar að Ella Kay kom um borð I snekkj- una, nótt eina I ftoston. Vikú seinna var Dan Cody Svo ógest- risinn að leggjast fyrir og deyja. Ég minnist mýndarinnar af honum I svefnherbergi Gatsby. Hann var gráhærður, þéttholda I maður, hörkulegur og tómlátur á svip. Þetta var einn þeirra si- drukknu brautryðjenda, sem á tilteknu skeiði I sögu Ameríku, fluttu með sér ofstopann og yfir- ganginn frá kráarlifinu I vestri, austur til sjávar...óbeinllnis mun það hafa verið Cody að þakka að Gatsby drakk svo litið. Það bar að visu við á glöðum stundum, að konur reyndu áð þvo honum um hárið upp úr kampavlni, en sjálf- ur hafði hann til siðs að skipta sér sem minnst af ölföngunum. Og það var frá Cody, sem hann erfði peninga, — dánargjöf, sem nam tuttugu og fimm þúsund döl- um. En hann fékk þá aldrei. Hon- um varð að visu aldrei ljóst hverjar þær lagarefjar voru, sem beitt var gegn honum, en það sem eftir var af milljónunum rann óskert til Ellu Kay. Hann stóð þvi allslaus uppi en með fágæta menntun að baki, sém komið gat að haldi. Þær óljósu útlinur, sem myndast höfðu. af Jay Gatsby, skýrðust nú og tóku á sig mót áþreifanlegs manns. Hann sagði mér þetta allt miklu seinna, en ég segi frá þvi I þessum hluta sögunnar, til að kveða að fullu niöur þær fáránlegu sögu- sagnir, sem mér I fyrstu voru bornar um uppruna hans og ekki áttu hið minnsta skylt við sann- leikann. Ennfremur má geta þess aö hann sagðimér þetta, þegar ég var öldungis orðinn ruglaður I rlminu og farinn að trúa öllu og engu, sem ég heyrði um hann sagt. Þvi geri ég hér hlé og læt Gatsby taka sér málhvild, ef svo má að orði komast, til að ryöja öllum misskilningi úr vegi. Hér var llka um hlé aö ræða, hvað snerti afskipti mln af mál- um hans. 1 nokkrar vikur hvorki sá ég hann né heyrði I honum i slma, — oftast var ég I New York i för með Jordan og reyndi sem bezt ég gat að koma mér i mjúk- inn hjá frænku hennar æfagamalli — en þar kom þó um siðir aö ég gekk yfir til hans eitt sunnudags- kvöld. Ég haföi ekki staöið við i fimm mlnútur, þegar einhver kom inn I fylgd með Tom Buch- anan, til að fá sér hressingu. Að sjálfsögðu brá mér nokkuð I brún, en það einkennilegasta af öllu saman var þó að þetta hafði ekki skeð fyrr. Þau voru þarna þrjú og höföu komiö rlðandi, — Tom, maður að nafni Sloane og lagleg stúlka I brúnum reiöfötum, sem ég haföi séð hérna áður. — Gaman að sjá ykkur, sagði Gatsby, sem stóð I útidyrunum. — Gaman að þið lituö við. Eins og hann héldi að þau hlustuöu á hann! — Fáið ykkur sæti. Slgarettu eða vindil? Hann þaut horna á milli I herberginu og hringdi bjöllum. — Ég læt koma með eitt- hvað að drekka á stundinni. Hann var mjög I uppnámi, þar sem Tom var hér kominn. En hann hefði eigi aö síður ekki veriö I rónni, fyrr en gestir hhns hefðu fengið hressingu, þvi undir niðri mUn hann hafa gert sér grein fyrir aö það var hiö eina erindi þeirra. Herra Sloane vildi ekkert þiggja. Appelslnísafa? Nei, takk. Dálítið kampavin? Ekkert, takk fyrir .. þvi miður. — Var ferðin skemmtileg? GISSUR GULLRASS E.PTIR- B/LL KAVANA5U £ FRANK FLETCUBR - Jæja, ég get þó að minnsta kosti gert þaö, sem ég vií, i nokkrar minútur. íöj 22 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.