Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 30

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 30
fyrir telpuna, sem svo mjög hafði verið hænd að fööur sinum. Börnunum var sagt að segja, að faðir þeirra væri i löngu ferða- lagi, og svo vel tókst Enid að dylja sannleikann, að bestu vin- konu hennár, Mary Atten- borough, grunaði ekki hvernig málum var háttað. Mary og Enid höfðu verið.miklar vink’onur frá þvi þærbyrjuöu i skóla, og gegnum Mary kynntist Enid frænku henn- ar, Mabel Attenborough, sem átti eftir aö hafa mikil áhrif á llf hennar. Til hennar sótti Enid stuðning og ráð, m.a. i sambandi við ritstörf sin. Enid hafði snemma byrjað að skrifa sögur, greinar og ljóð og senda timarit- um, en hiln fékk allt endursent, án þess að nokkuð væri birt. Móður hennar þótti þetta ekki annað en sóun á tima og peningum, og er þvi llklegt, að Enid heföi gefiö rit- höfundardraumana upp á bátinn, ef Mabel heföi ekki verið óþreyt- andi viö að hvetja hana. Thomas hafði ráðgert, að dóttir hans legöi fyrir sig tóniist og tekið loforð af konu sinni þar að lút- andi, áður en hann fór að heim- an. Móðirin vildi efna þetta lof- orð, en framkvæmdin var erfið, þvl samband hennar og Enid fór slversnandi. Enid flýði á náðir Mabel, sem áleit, að Enid hefði gott af að komast að heiman um stund og hugsa málin, svo hún bauð henni meö sér I sumarleyfi til vina sinna, fjölskyldu að nafni Hunt, sem bjó úti i sveit I Surrey- héraði. Hunt-fjölskyldan var stór og llfsglöö fjölskylda, og Enid gleymdi fljótt áhyggjum slnum. Ida, önnur systirin á heimilinu, kenndi I forskóla eg einnig I sunnudagaskóla sóknarinnar. Enid fór með henni I sunnudaga- skólann, og það kom Idu á óvart, hve þessi unga, óreynda stúlka náði góðum tökum á börnunum. Þau hlustuöu sem heilluð á frá- sagnir hennar úr bibliúnni og vildu stöðugt heyra meira. Það var enginn vafi á, aö þessi unga stúlka hafði mikla frásagnargáfu og át(i auðvelt með að komast I samband við börn. Ida hvatti hana til að gerast kennari, og Enid sá, að með þvl gætj hún ver1' iö I stööugu sambandi viö 'b’ðrn, kynnst þeim og komist áð þvi, hvernig best er að skrifa fyrir börn. Hún lagði rftáliö fyrir föður sinn og ætlaði varla að trúa slnum eigin.eyrum, þegar hann féllst loks á að hún færi i kennaraskóla. Enid hóf kennaraþjálfunina, þegar hún var 19 ára, og sama ár birtust fyrstu ljóðin hennar á prenti. Tveimur árum slðar út- skrifaðist hún sem kennari. Fyrsta árið kenndi hún I drengja- skóla og það næsta var hún einka- kennari á heimili vina Mabel. Þar fékk hún fregnirnar af þvi, að fað- ir hennar hefði látist af hjarta- Slagi. Hún hafði alltaf haft sam- band við föður sinn, óg var fregn- in um lát hans henni mikiö áfall. Það vakti þvi undrun, að hún skyldi ekki vera við jaröarför hans — hún vildi reyna að flýja þá hræðilegu staöreynd, að hún ætti ékki eftir að sjá h'ann oftar. Þessi eiginleiki, að geta flúið og útilok- Enid og Kenneth, siðari maður hennar að sig frá þvl óþægilega i lifinu, átti oft eftir að koma i ljós siöar á ævi hennar. Þegar Enid var farin að kenna sannfæröist hún um, að börn myndu veröa bestu lesendurnir — fyrir þau ætlaði hún að skrifa. Hún komst að þvi, að drengir vildu hejst heyra sögur um hreysti og tryggð, en telpurnar ævintýri og álfasögur. Bæði drengir og telpur vildu hafa dýr i sögunum og hæfilega mikið af gamni til að hlæja að. Allt þetta ákvað hún að reyna að sameina i sögum sinum. Enid ákvað að senda nokkrar af bestu sögum sinum til kennara- blaða, og þær voru strax birtar. Fljótlega urðu sögur hennar fast- ur liöur I þessum blöðum. Fyrsta bók hennar, sem kom út árið 1922, þegar Enid var 25 ára, hét „Barnahvísl” og henni var svo vel tekiö af lesendum, að forlagið' óskaði eftir að fá fleiri bækur frá henni til útgáfu. Hún hélt þvl áfram aö skrifa af kappi, og árið eftir þénaði hún 300 sterlingspund á ritstörfum sinum, en fyrir þá upphæð mátti fá dágott Ibúðar- hús. Sama ár byrjaði hún með llt- inn þátt I einu kennarablaöinu og nefndist hann „Glugginn minn”. Þennan þátt skrifaöi hún vikulega I áratugi og sagði frá ýmsu, sem á daga hennar dreif. 1 sambandi við þennan þátt og sögur sínar fékk hún mikið af bréfum frá lesend- um og hún gætti þess að svara þeim öllum persónulega! Þegar Enid var 26 ára kynntist hún Hugh Pollockjsem vann hjá einu bókaforlaginu. Meö þeim tókst góður vinskapur. Hugh var kvæntur, en konan hans hafði hlaupist á brott með öðrum i' heimsstyrjöldinni. Eftir að hafa kynnst Enid sótti.Hugh um skiln- að, svo að þau gætu gift sig, og það gertm þau I ágúst 1924. Enid og Hugh voru ákaflega hamirtgj'usöm, og oft brugðu þau á leik sem börn. Þau bjuggu til snjókarla i garðinum á veturna, léku krikket á sumrin, fórú I gönguferðir og söfnuðu biómum og öðrum jurtum á sumrin. Smám saman fór þó að draga skugga yfir gleði þeirra, þvi þeim fannst biðin eftir barni ætla að veröa löng. Arið 1928 ákvaö Enid að leita læknis, og þá kom I ljós, að leg hennar var mjög vanþrosk- aö og ekki- stærf-a en I 12 eða 13 ára telpu. Voru uppi getgátur um, að orsakarinnar væri að leita i þvi mikla áfalli, sem brottför föður hennar hafði verið þegar hún var 12 ára. Til að reyna að bæta úr þessu voru Enid gefnar hormóna- sprautur, en þær virtust ekki bera skjótan árangur. Hún varð mjög stygg I skapi og fór að reka vinnu- konur slnar af minnsta tilefni. Spann hún I því sambandi upp sögur um veikindi þeirra, sem ekki áttu við nein rök að styðjast. í nóvember 1930 skrifar Enid I dagbók slria, að hún haldi að hún sé barnshafandi, og 15 júli 1931 eignaðist hún 16 marka dóttur. Hún haföi haldið, eins og ungum mæðrum er tamt, að eitt barn krefðist ekki mikils, en komst brátt á aðra skoðun. Hún var þó ekki á þvi láta barnið hafa áhrif á rithöfundarferil sinn eða sam- .kvæmislif og Gillian var ekki orðin eins mánaðar gömul, þegar Endid fékk unga stúlku til að ann- ast hana dag og nótt. Ariö 1935 var Enid ófrisk aftur, og þegár leið að fæðingunni varð hún svo óþolinmóð, að hún kallaði. hverja ljósmóðurina af annarri til sin, en rak þær ýmist eftir nokkra daga eða þær fóru af sjálfsdáö- um. Allt var á öðrum endanum á heimilinu, og þvi var það mikill léttir, er Imogen litla fæddist i október. Enid vildi' umfram allt sýnast sjálfri sér nóg um flest, en i raun- inni var fjærri því að svo væri. Hún var barnaleg á margan hátt, krafðist óskiptrar athygli allra þeirra, sem hún umgekkst og þurfti að hafa góða stoð viö hend- ina. A fyrstu hjúskaparárunum virtist Hugh vera henni sú stoð, sem hún þarfnaðist, og hann reyndi aö taka tillit til hennar I einu og öllu. En hann var i erfiðu og erilsömu starfi, og um skeið höfðu þreyta og streita nær riðið andlegri heilsu hans að fullu. Hann tók að flýja á náðirflöskunn- ar öðru hverju. Þótt hjónabandið mætti enn teljast gott, fann Enid æ betur, að Hugh var ekki sú stoð, sem hún þarfnaöist, og hún gat ekki lengur leitað til hans með hvað sem var og hann ekki veitt henni nauösynlega vernd gegn grimmd heimsins. Hann var jafn óöruggur og hún, og það þoldi hún ekki. Slöari heimsstyrjöldin nálg- aðist, og Hugh hafði vaxandi áhyggjur af ástandinu I heimin- um. Arið 1938 fékk hann lungna- bólgu og varð að liggja á sjúkra- húsi um skeið, og þegar heim kom, komst hann að þvi, að kona hans hafði keypt nýtt hús, án þess að ráöfæra sig við hann. Honum mislikaði þetta og ákvað að bjóða sig fram til herþjónustu, þ.e. vera i varaliöi, og féllst á að fara til herstöövar allfjarri heimili sinu. Þetta gat Enid ekki skilið, og i öryggisleysi slnu flýöi hún enn á náðir sins eigin hugarheims, þar sem strið og aöskilnaöur ástvina þekktust ekki. Enid tók sem fyrr mikinn þátt I samkvæmislífi, og karlmenn voru i kringpm hana eins og mý á mykjuskán — sumir aðeins vegna peninganna. En svo kynntist hún Kenneth Darrell Waters, lækni frá London, og það var ást við fyrstu sýn. Þau fóru að hittast reglulega I London, og Hugh komst fljótt að þvi. En hann hafði sjálfur kynnst annarri konu, svo það varð að samkomulagi milli Hugh og Enid að skilja, og var ákveðið, að það yröi Enid, sem færi fram á skilnaðinn. Kenneth var llka kvæntur og varð aö skílja við konu sina til að kvænast Enid árið 1943. Dætur Enid fengu ekk- ert um þetta aö vita fyrr en nokkrum dögum fyrir giftinguna. Þetta var þeim mikið áfall, en þær virtu móður sina og féllust siðast á aö taka upp eftirnafnið Darrell Waters. Hugh haföi átt að fá aöhitta telpurnar reglulega, en þegar til kom fannst Enid það óheppilegt og ekki pa^sa inn i þá mynd, sem lesendur höföu gert sér af henni og einkallfi hennar, svo hún tók fyrir það. Nú hefði mátt halda, að skiln- aður jafn frægar konu vekti al- menna athygli og hneykslan, en striðið kom I veg fyrir að svo yrði. Blöðin máttu ekki vera að þvl að hugsa um annaö en striðiö, og þegar þvi loksins lauk, var Enid löngu komin inn i nýja hlutverk- ið sem einlæg og trygg læknisfrú/ sem bjó með manni sinum og tveimur dætrum þeirra i friði og ró á heimili þeirra I Green Hedges. 1 þvi umhverfi sáu les- endur hana fyrir sér meðan hún lifði. Enid haföi verið vön að fá sinu framgengt, en nú var hún allt I einu gift manni, sem var vanur að stjórna sjálfur. 1 hjónabandinu var þvi oft stormasamt i fyrstu, þvi hvort vildi ráöa yfir hinu. En þegar Enid hafði séö, að hún fékk engu framgengt með hávaðanum, ákvað hún aö beita öörum aftferð- um og komst upp a lag með að fá sitt fram með hæversku, án þess aö Kenneth .gerði sér grein fyrir, að það væri hún, en ekki hann, sem réði. I Kenneth haföi hún á ný fengiö þann stuðning, sem hún þurfti. Hann setti sig vel inn I öll hennar mál og þaö var henni mikill léttir að geta rætt um þau við hann. Hann var ákaflega stoltur af verkum hennar og glaður yfir þvi, að hún skyldi hafa svo mikla þörf tyrir nann. A hverju kvöldi las hún fyrir hann það, sem hún hafði skrifað þann daginn, og að lokinni hverri bók skáluðu þau I kampa- vlni, A árunum 1945-1960 skrifaði Enid að jafnaöi yfir 20 bækur á ári, auk blaðagreina og smá- 30 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.