Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 39
VANFÆR OG LÉT FLYTJA FÓSTRIÐ Kæri draumráðandi! Mig langar að fá ráðinn draum, sem mig dreymdi í fyrrinótt. Hann var á þessa leið: Ég var stödd á einhverju ballí, eða í partýi. Vegna stöðu minnar hafði ég orðið að f ara þangað, þó að mig langaði ekki neitt til þess, svo ég dreif mig, en sat all- an tímann úti í horni og dauðleiddist. Þar sem ég sat þarna og lét mér leiðast, sofnaði ég. Langur timi leið þangað til ég vaknaði, en þá brá mér ekki Jítið. Ég var uppi í rúmi hjá karlmanni, en hann var sofandi. Ég dreif mig upp, klæddi mig í snatri og þaut út. Næst þegar ég vissi af mér, var ég að uppgötva, að ég var vanfær. Ég skildi ekki hvernig á því gat staðið, því að ég hafði sof ið allan tímann í rúminu hjá mann- inum og f annst ég því vera saklaus af því að haf a ver- ið með honum þarna um nóttina. Mér leið mjög illa, vegna þess að staða mín í þjóðfé- laginu var það há, að svona lagað mátti alls ekki henda mig. Ég vissi ekki, hvað ég átti að taka til bragðs og bar þetta mál undir vinkonu mína og aðra ráðgjafa. Allir urðu felmtri slegnir og þó sérstaklega vinkona mín. Hún var alveg dauðhrædd um framtíð mina og vildi allt fyrir mig gera. Loks fórum við til læknis og létum hann færa fóstrið úr mér i hana. Þó var ekki allur vandinn leystur, því að ég vildi ekki, að hún eignaðist þetta barn óskilgetið, og það var ekki einu sinni hennar barn. Loks tókst okkur að fá f rænda minn til að lofa að kvænast henni. Svolítið var farið að sjá á henni, svo að brúðkaupið varð að fara fram mjög fljótlega. Við eyddum miklum tíma í að undirbúá það. Daginn fyrir brúðkaupið kom babb i bátinn, þvi að allt í einu uppgötvuðum við, að frændi minn var steipa. En við ákváðum að dulbúa hana (hann) sem strák og hófumst þegar handa við það. Loks vantaði ekkert á múnderinguna, nema skó. Draumurinn end- aði á því, að hún (hann) var að máta skó. Þó að við uppgötvuðum, að hann var stelpa, litum við alltaf á hann sem strák. Svo þakka ég fyrirfram fyrir birtingu, ef af henni verður. Virðingarfyllst. hb. Draumurinn er fyrir nokkrum erfiðleikum í nán- ustu framtíð, einkum eru þeir f járhagslegs eðlis. Vin- ir þínir leggja sig fram um að hjálpa þér, en þú átt bágt með að þiggja aðstoð þeirra. Þessir erfiðleikar verða ekki langvinnir. TAR A HVARMI Kæri draumráðandi! Viltu vera svo góður að ráða þennan draum fyrir mig? Mig dreymdi, að mér fannst ég vera í byggingu, og þar var strákurinn, sem ég er hrifin af og annar mað- ur til. Ég geng til stráksins, tek í hendina á honum og segi: Viltu loksins koma til mín? Um leið og ég segi þetta, blikar tár í augunum í mér. Virðingarfyllst. ALLA U. Tár eru alltaf fyrir góðu í draumi, og líklega kynn- istu stráknum nánar á næstunni. Vonandi verður það þér til gæfu. Meðal annarra orða: Hvernig i ósköpun- um dettur þér í hug að skrifa loksins með xi (loxins)? FREYJA KORRA DÁIN Kæri draumráðandi! Fyrir hálf um mánuði dreymdi rnig draum, sem mig langar mjög mikið að vita, hvað þýðir. Hann var á þá leið, að ég og vinkona min vorum að tala saman í einhverju herbergi, sem mér var alveg ó- kunnugt, en mér þótti það vera í Skotlandi. Þessi vinkona mín átti nýlega að vera búin að eign- ast litla stúlku, og ég var að spyrja hana, hvort búið væri að skíra barnið. Hún játaði því og sagði, að barn- ið hefði verið skírt nýfætt og hefði heitið Freyja Korra. Mér þótti þetta undarlega til orða tekið og spurði, hvort hún héti það ekki ennþá. Þá fór vinkona mín að gráta og sagði, að barnið væri dáið. Draumurinn end- aði á því, að ég var að reyna að hugga hana og var með tárin í augunum. Ég vona, að þú getir ráðið þetta fyrir mig. Með fyrirfram þakklæti. B.B. Mér er ekki alveg Ijóst af bréfinu, hvort þessi vin- kona þin á barn i rauninni eða ekki. Hvort heldur er, þá munu afkomendur hennar verða langlifir. FRELSARINN I DRAUMI Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja um ráðningu á þessum sér- stæða draumi mínum. Ég þóttist vera stödd við leiði föður míns í kirkju- garðinum. Ég undraðist, að kringum leiðið var búið að steypa vegg, sem var mjög stór og fallegur, en innan hans voru grafreitir fyrir sjö. Ég botnaði ekkert í þessu í f yrstu, en áttaði mig svo á því, að þarna hlaut að vera gert ráð fyrir því, að móðir mín yrði grafin. Svo mundi ég allt í einú eftir bróður mínum, sem drukknaði fyrir mörgum árum, en fannst aldrei. Ég svipaðist nú betur um þarna og sá þá stórar styttur af Jesú og Maríu mey á upphækkuðum stöll- um. Frelsarinn gnæfði þarna yf ir — hann var stór og fallegur í fannhvítum kyrtli með rauðan borða um mittið. Fallegt brúnt hár hans liðaðist niður um herðar honum og hann var með brúnt alskegg. Ég leit hærra og sá þá yndislega falleg, dökkblá og lýsandi augu hans. Hann lyfti upp höndunum og blessaði yfir. Svo talaði hann til mín, sagði mér að ég skyldi ekki óttast og eitthvað f leira, sem ég mundi ekki, þegar ég vakn- aði. En brosi hansog augum gleymi ég aldrei. Með kærri þökk fyrir ráðninguna. G.J. Það er ávallt fyrir góðu einu að sjá Krist i draumi og heyra hann tala. Líka getur það verið áminning um bætt llferni, en yfirleitt er þetta besta draumtákn, sem borið getur fyrir fólk.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.