Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 42

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 42
KARTÖFLU RÉTTIR Miðdegisverður I álpappir Engir pottar, pönnur eða óhreinn steikarofn eftir miðdegisverðinn. Þetta hlýtur að hljóma dálitið ótrúlega, en er þó ekki ófram- kvæmanlegt. Hreinsið jafnstórar kartöflur vel og pakkið i álpapplr ogsetjiö á neðstu rim i ofninum við 200 gr. hita. Skerið kjúkling i hæfilega stóra bita, nuddið með salti og pipar og setjiö i smurðan álpappir. Setjið á hvern bita brot af lárviðarlaufi, smjörbita og þurrkað rósmarin. Pakkiö þétt i álpappir og setjið á bökunarplötu fyrir ofan kart- öflurnar, þegar þær hafa verið ca. 20-30 minútur i ofninum, og eftir ca. 30 minútur til viðbótar er allt tilbúið. Takið ekki utan af pökkunum fyrr en um leiö og á að bera réttinn fram. Berið fram með hrærðu smjöri, sem kryddaö er með steinselju, hvitlauk og papriku. Eða notið sýrðan rjóma, sem einnig má krydda meö sömu tegundum. Kartöflubakstur (gratin) Þessi kartöflubakstur hæfir vel með alls konar mat, hvort heldur er kótelettur, kjúklingar eða kjöt- bollur. Agætt er að bæta pylsu- máltið með þessum kartöflurétti. 750 gr. kartöflur 100 gr. rifinn ostur 3-4 msk. klippur graslaukur eða fintsneidd púrra salt pipar, 2 1/2 dl. rjómabland smjör eða smjörliki i formiö. Flysjið kartöflurnar hráar og rifiö gróft á rifjárni eða skerið i fina strimla. Setjið I smurt form 1 lögum meö osti, graslauk og kryddi, og hafið ost efst. Hellið rjómablandinu yfir. Bakið viö 200-225 gr. i 45-60 minútur, eða þar til kartöflurnar eru orðnar meyr- ar og rétturinn hefur fengiö á sig finan lit. Ef rétturinn skyldi vilja dökkna um óf, áður en steikingar- timinn er liðinn, breiðið þá ál- pappir yfir hann. Kartöflufreisting 400-600 gr. kartöflur 1 dós ansjósuflök dill, laukduft 2 dl. rjómabland Setjið ca. helminginn af kartöflunum i botninn á vel smurðu formi, kryddið með lauk- dufti og papriku. Setjið ansjósu- flökin ofan á, og hellið leginum yfir ásamt rjómanum. Sáldrið með dilli, og setjið siðan það sem eftir var af kartöflunum ofan á. Setjið smjörklatta hér og þar og bakið við 225 gr. hita i 35-45 min. Þegar kartöflurnar eru orðnar meyrar og fallegur litur kominn á, er rétturinn tilbúinn. Setjið ál- pappir yfir formið fyrstu 20 minúturnar. Kartöflusalat Sjóðið kartöflurnar meyrar og skerið i sneiðar. Leysið upp súpu- tening i 1 bolla af vatni og hellið yfir kartöflurnar.. Hrærið saman 2 eggjarauðum, 4 msk. af ollu, 1 1/2 msk. af ediki, 2 msk. af söxuð- um graslauk, salti og pipar. Hellið þessu yfir kartöflurnar og látið biða á köldum stað i ca. 2 tima.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.