Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 2

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 2
INGI GUÐMONSSON — skútusmiðar Sæludagar • x ° yio Mývatn Ingi Guðmonsson skipasmiður er mörgum að góðu kunnur. Hann er strandamaður að ætt, en kom til tré- smiðanáms i Reykjavik árið 1926. Hann hefur mörg skipin smíðað um ævina, og um nokkurt árabil hefur hann starfað sem leiðbeinandi á vegum Æskulýðsráðs við siglingaklubbinn Siglunes. í eftirfar- andi grein segir hann frá þvi, er hann að- stoðaði við skútusmiði norður við Mývatn á siðastliðnu sumri. Hann tók einnig myndirnar, sem fylgja greininni. Nokkrir áhugamenn, sem vinna i Kisiliðjunni við Mývatn, höfðu orð á þvi viö mig fyrir ári, að byggja sér seglskútu, sem þeir gætu siglt á, sér og öðrum til skemmtui).ar i fristundum sinum á hinu stóra og fallega Mývatni. Framkvæmdir höfðu dregist við smiðina, og leituðu þeir þvi til min um að koma norður og að- stoða þá við skútusmiðina. Það var ákveðið, að ég réðist i þettr með þeim til að flýta smiöinni og koma skútunni á flot. 22. júnl sl. fór ég norður með flugvél Flugfélags tslands. Flug- félagið hefur flugvöll i Aðaldal, skammt frá Húsavik. Veðrið var dásamlegt, logn og sólskin, er við fórum af flugvellinum I Reykja- vik. Það var stórfengleg sjón að horfa úr flugvélinni niður á há- iendið, er hún flaug þar yfir. Þeg- ar norðar kom, gekk á með þoku, er byrgði alla útsýn, lending gekk þóvel,þvibjartvarviðjörð. Eftir að hreyflar flugvélarinnar höfðu stöðvast, fórum viö út og höfðum þá veriö tæplega eina klukku- stund á leiöinni norður, farþegar voru um 20 i þetta sinn. Þarna hafði ég aldrei komið fyrr, og kom mér þvi fyrir sjónir nýtt umhverfi, undurfagurt yfir að lita. Svalur andvari var af norðaustri, en besta veður og bjart yfir, þó skýjaö væri. All- margt fólk var statt þarna við komu flugvélarinnar, og spuröist ég fyrir um, hvort ekki væru þar staddir bilar frá Mývatni, sem væri hægt að fá far með þangað. Gaf sig þá fram bilstjóri á jeppa- bifreið, hann sagðist fara til Mý- vatns, en þyrfti að fara á nokkra bæi áður þar i kring, hann væri nú eiginlega að erinda með annan mann, svo hann væri honum tölu- vert háður, en mér væri velkomið að sitja I. Hann bjóst ekki við að verða mjög lengi j þessum snún- ingum. Ég hélt, að það gerði nú ekki mikið til, ég væri ekkert að flýta mér, og þar sem þetta var boðið svo hlýlega, þáði ég farið, settist inn i bilinn og lét fara eins vel um mig og unnt var i aftur- sætinu. Við hlið bilstjórans sat maðurinn, sem réði ferðalaginu og snúningunum, sem bilstjórinn minntist á. Ekki vissi ég nafn hans, hann var ekki kynntur fyrir mér, ég held að hann hafi verið útlendingur, en þó átt heima þarna i sveitinni. A hans vegum var þriðji farþeginn, en það var stór hundur. Er nú skemmst frá að segja, að það voru snúningar fram og aftur um Laxárdalinn og Reykjahverfið allan daginn, þar til kl. að verða fimm. Þar sem ég hafði ekki áður komið i þennan landshluta, utan einu sinni á hraðri ferð. var þettá eins og ævintýri. Þarna sá ég reisuleg bændabýli, stórbýli. Bil- stjórinn kynnti fyrir mér heiti á ám og vötnum, sem voru, að hans sögn, full af laxi og urriða. Mikil þótti mér uppbygging sú, sem farið hafði fram á hinni svo- kölluðu Laxárvirkjun, sem mér sýndist þó yfirgefin að mestu eða öllu leyti, furðaði mig mjög á þessu, en það er svo margt, sem er litt skiljanlegt, og svo er með Laxárvirkjunarundrið. Það var létt yfir þremenmng- unum i bilnum, hundurinn gerði lika sitt til að auka gleðskapinn. Húsbóndi hans hafði furðu mikið vald á honum, en hvutti gelti mikið við ýms tækifæri. Talaði þá húsbóndi hans til hans með ekki sem fegurstri röddu, en málið skildu bara þeir tveir. Bilstjórinn var sannkallaður fróðleiksbrunnur fyrir mig og sagði mér heiti á öllu, er fyrir augu bar, og var þetta ferðalag um Þingeyjarsýsluna mér alveg ógleymanlegt ævintýri. Þessi dagur liður mér seint úr minni. Það var ekið eftir hinum nýja vegi (kisilvegi) að Hótel Reyni- hllð, en þar fóru maðurinn og hundurinn úr biinum. Sagðist nú bllstjórinn ætla að skila mér á leiðarenda, sem hann og gerði með mestu prýði. Fór hann með mig I byggðahverfi það, sem starfsmenn kisilgúrverksmiðj- unnar hafa reist sér. Ibúðarhúsin eru ýmist innflutt eða heima- byggb, yfirleitt falleg hús, prýði- lega umgengin, og er verið að ganga frá lóðum. I þessu hverfi er allt afar huggulegt, frágangur húsanna og umgengni bera fagurt vitni um alla hirðu ibúanna, sem er til fyrirmyndar. Bilstjórinn staðnæmdist við húsið Helluhraun 4, þar fór hann út úr bilnum og kallaði inn um bakdyrnar: ,,Ég er kominn með manninn, þú kannast við hann, er ekki svo”. Konurödd að innan svaraði og spurði: „Hvaða mann?” Hann svaraði: „Skipa- smiðinn að sunnan”, og var þá frúin komin út i dyrnar. „Það kannast ég við”, svaraði hún. Þar með var minni ferð farsællega i höfn komið. Bilstjórinn kvaddi, og bauð ég honum borgun fyrir farið, en hann vildi enga borgun. „Farið kostar ekki neitt, minnstu ekki á það framar”, og þar með var hann þotinn. Ekki veit ég, hvert hann fór, ég hefi ekki séð hann siöan, og þykir mér það miður. Fjölskyldan að Helluhrauni 14, Kristin og Siguröur ásamt börn- um sinum tveimur og telpu frá Húsavik, sem var þar gestkom- andi. 2 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.