Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 11
Ljósmóöir Elsku Póstur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. En ekki láta þetta bréf lenda i ruslakörfunni eins og hin, þvi mig langar svo aö fá svar viö þessum spurningum. 1. Hvaö þarf maður aö vera gamall til að geta lært ljósmóöur- starf? 2. Hvað tekur langan tima að læra? 3. Þarf maöur að hafa landspróf eða gagnfræöapróf? 4. Hvernig eiga vogin (strákur) og bogmaður (stelpa) saman? 5. Hvernig eiga bogmaður (strákur) og bogmaður (stelpa) saman? 6. Hvernig eiga ljónið (strákur) og bogmaður (stelpa) saman? 7. Hvernig er stafsetningin og skriftin, og hvað lestu úr skrift- inni? Með fyrirfram þakklæti, ein forvitin 1. 20 ára. 2. 2 ár. 3. Gagnfræðapróf. 4. Agætlega. 5. Nokkuð vel. 6. Vel, a.m.k. til að byrja með, en siðar getur slcgið i bakseglin. 7. Stafsetningin er I góðu iagi og sömuleiðis skriftin, og bún gefur til kynna, aö þú sért hæggerð og sam viskusöm. 16 og 20 Kæri Póstur! Mig langar aö þakka þér fyrir allt gamalt og gott og Vikunni fyrir frábært blað. Ég vona, að þú getir hjálpað mér i vandræðum minum. Ég er 16 ára og er með strák, sem er 20 ára. Það er ekki það, að hann vilji ekki vera með mér, hann biður mig alltaf aö koma til sin, en vill ekki koma heim til min. Mér finnst það vera eins og ég sé að eltast við hann. Hann vinnur mjög mikiö og oftast um helgar, en hann fer lika oft á böll. A ég að halda áfram að vera með honum eða hvað? Hvaða merki passa best við vatnsberann (stelpu)? Og aö lokum: Hvað lestu úr skriftinni? Fyrirfram þökk fyrir birtinguna. R.B. Fer hann með þér á böliin? Eða vill hann yfirleitt ekki sýna sig meö þér, hvorki heima hjá þér eða annars staðar? Ef hann vill þaö ekki, þá er lang Hklegast, að hann vilji a.m.k. ekki bindast þér of föstum böndum. Ég held þú ættir að láta hann róa, nema þú getir fengið hann til þess að ræða málið og skoða það frá þlnum sjónarhóli. Það er svo sem hugsanlegt, að hann geri sér ekki grein fyrir þvi að þessi framkoma valdi þér hugarangri. Tvibura- merkið og vogin eiga best við vatnsberann. Skriftin bendir til góðsemi við náungann. Vil ekki pilluna Komdu sæll Póstur góður! Ég þakka Vikunni fyrir gott efni. Ég á við vandamál aö striða eins og margir aðrir. Þó er ekki um ástamál að ræða, ég vona, að ég geti hjálpað mér i þeim efnum sjálf. En snúum okkur að efninu. Mig langar til að spyrja, hvort maður geti fengið eitthvað við túrverkjum annað en pill- una, ég vil hana ekki. Svo langar mig til að vita, hvort maður geti notaö túrtappa, þó maður sé ekki búinn að hafa samfarir. Hvora gerðina á maður að nota? Svo langar mig til að spyrja þig um álit. Mér finnst ég vera allt of feit. Ég er 169-170 sm há og 58 kg á þyngd og 75 sm i mittið. Finnst þér ég ekki vera of feit? Ég er dá- litið stórbeinótt. Svo að lokum, hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, aö ég sé gömul? Hvernig fara fiskamerki (stelpa) og vatnsberamerki (strákur) saman? En meyjarmerki (stelpa) og vatnsberinn (strákur)? Hvaða merki fara best við fiska- og meyjarmerki stelpna? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Einmeö kvalir. Ég veit ekki til þess, að konur séu látnar taka pilluna við túr- verkjum, ég hélt, að hún væri einkum notuö til þess að koma reglu á blæðingar, fyrir nú utan það hlutverk hennar að koma I veg fyrir getnað. Þér ætti að duga að taka inn venjulegar verkjatöfl- ur, nema verkirnir séu mjög slæmir, þá er sjálfsagt fyrir þig að leita til læknis. Innvortis tiða- bindi, sem þú kallar túrtappa, fást I a.m.k. þremur gcrðum hér- lendis, og ekki treysti ég mér til þess að mæla frekar með einni en annarri, en ég heföi haldið, að slik bindi væru erfið I notkun fyrir hreinar meyjar. Þyngd I kilóum skiptir ekki öllu máli, þegar þú veltir því fyrir þér, hvort þú sért of feit eða ekki. Aðalatriðið er aö samsvara sér vel I likamsvexti, og mér finnst þú &att að segja óþarflega feit I mittið. En þaö getur átt eftir að lagast, ég held þú sért varla meira en 14 ára. Skriftin bendir til þess, að þú sért hreinskilin og opinská. Fiskur og vatnsberi eiga ágætlega saman, jómfrú og vatnsberi dragast gjarna hvort aö öðru, en varlegt að treysta um of á hamingjurikt samband. Hrútur, krabbi, ljón og steingeit eiga einna best við fisk- inn, naut, krabbi og steingeit eiga liklega best við jómfrúna. Það er vel g«rt sem við gerum sjálfar Ateiknuð punthandklæði, Amma, segðu mér sögu og Spunakonan. Ateiknuð vöggusett í miklu úrvali. Hannyrðavörur fró Jenný prýða heimilið HATTA OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný Sendum litmyndalista í pósti ef óskað er. Skrifið eða hringið. - Svo eruð þið auðvitað velkomnar. OPIÐ A LAUGARDÖGUM FRA 9-12. Skólavörðustíg 13« - Siml 18746 - Pðsttiótf 58 R«&i«vHT

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.