Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 18
braka undir fótumokkar. Silfraður máni skein þegar á vesturlofti. Gatsby ætlaði að segja eitthvað, en sá sig um hönd, — þó ekki nógu snemma, þvi Tom snerist á hæli og leit á hann meö eftirvæntingu. — Eru hesthúsin þin hérna? spuröi Gatsby meö erfiðismun- um. — Já, fjögur hundruð metra neöan vegarins. — Ö, já. Þögn. — Ekki veit ég hvaða erindi við eigum til borgarinnar, hreytti Tom skyndilega út úr sér. — Það sem kvenfólkinu dettur ekki i hug....! — Eigum við ekki að taka eitt- hvað með okkur til að drekka? kallaði Daisy til okkar út um glugga fyrir ofan. — Ég skal sækja lögg af whisky, svaraði Tom. Hann gekk inn fyrir. Gatsby sneri sér að mér og var stjarfur I framan. — í þessu húsi finnst mér ég ekkert geta sagt, laxi. — Er það ekki af þvi að hún ræður ekki við þessa rödd sina, skaut ég að honum. — Það er eins og hún sé full af.. Ég hikaði. — Hún er full af peningum, sagði hann snöggt. Þarna kom það. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þvi áður. Hún var full af peningum, — þannig stóð á óendanlegum töfrum hrynjandi hennar, bjölluhljómin- um, hvellandi málmgjöllunum.... Hátt uppi i turni á hvitu höllinni konungsins, sat gullhærða prin- sessan...... Tom kom út úr húsinu og hélt á flösku, sem hann hafði vafið inn I handklæði. Á eftir honum komu þær Daisy og Jordan. Þær báru litla hatta úr einhverju málm- gljáandi «fni og héldu á léttum slámT — Eigumvið ekki að fara i min- um bfl? stakk Gatsby upp á. Hann strauk yfir grænt brennheitt leör- ið á sætunum. — Ég hefði átt að skilja hann eftir i skugganum. — Er hann með vanalegri skiptingu? spurði Tom. — Nei. — Jæja, þá er bezt að þú takir minn bfl til borgarinnar en ég aki þfnum. Ekki var þessi uppástunga að skapi Gatsby. — Ég held aö það sé ekki mikið benzín á honum, andmælti hann. — Meira en nóg, sagði Tom og brýndi raustina. Hann leit á mæl- inn. — Nú ef hann verður benzin- laus, get ég afltaf stanzað viö ein hverja lyfjabuöina. Menn geta keypt hvaö sem er i lyfjabúðum nú á dögum. Þögn sló á afla eftir þessa at- hugasemd, sem I fyrstu virtist alveg út i bláinn. Daisy hleypti brúnum framan I Tom, en andlit Gatsby tók á sig svip sem ill- mögulegt er að lýsa, — þaö var svipur, sem ég hafði ekki séö, en var ekki viss um nema ég hefði einhvern tima heyrt lýst. — Komdu, Daisy, sagði Tom og ýtti henni i átt að bil Gatsby. Ég ætla að aka þér i þessum sirkusvagni þarna. Hann lauk upp dyrunum, en hún sleit sig lausa úr örmum hans. — Far þú með Nick og Jordan. Við komum á eftir i bilnum. Hún gekk að hlið Gatsby og greip f jakkann hans. Við Jordan og Tom settumst i framsætið á bil Gatsby og Tom reyndi skipting- una, sem hann var alls óvanur. Svo þutum við af stað i hitakófinu og lögðum þau skjótt langt að baki. — Sáuð þið þetta? spurði Tom. — Sáum við hvað? Hann leit athugandi á mig, og hefur vafálaust vitað að okkur Jordan mundi lengi hala verið um máliö kunnugt. — Þið hljótið að halda að ég hvorki sjái né heyri, eða hvað? sagði hann. — Það kann að vera að eitthvað sé til i þvi, en ég hef einskonar aukaskilningarvit á stundum, skal ég segja ykkur, sem segir mér hvað beri að gera. Kannski trúið þið mér ekki, en visindin.... Hann þagnaði, eins og þau vandamál.sem beinast lá við að hann sneri sér að, gripu fram i fyrir honum, og kæmu honum á ný niður á jörðina, ofan úr stjarn- þokum fræðikenninganna. — Ég hef spurzt dálitið fyrir um þennan náunga, hélt hann áfram og hefði getað gengið nokkru lengra, ef ég hefði vitað... — Áttu við að þú hafir farið til spákonu, spurði Jordan glettnis- lega. — Hvað þá? Hann starði á okk- ur furðu lostinn, þar sem yið sát- um og hlógum. — Til spákonu? — Já, vegna Gatsby. • —Vegna Gatsby! Nei, alls ekki. Ég sagði að ég hefði spurzt dálitið fyrir um fortið hans. ■ — Þá hefur þú komizt að þvi að hann lærði i Oxford, sagði Jordan, full hjáipsenii. , — í Oxford! Tom setti upp van- trúarsvip. — 0, fjandinn hafi það. Hánn sem gengur I bleikum föt- um. — Hann lærði nú I Oxford samt sem áður. — Kannski Öxford i Nýja Mexico, fnæsti Tom fyrirlitlega, — já, eöa einhverjum álika stað. — HlústaðU 'nú á, Tom. Úr þvi að þú jeggur svona mikla áherzlu á aö menn séu fint fólk, hvers vegna bauðstudionpm þá heim til þin? spurði J'ordan og var stutt I spuna. " , — Daisy bauð honuni. Hún kynntist hönum vist "áður en viö giftum okkur. Hvar það var má Guö vita! Við vorum öll fr.emur örg i skapi, þar sem áhrifin af ölinu voru nú tekin að dvina og við ók- um þegjandi um stund. Þá komu veðruð augu T.J. Eckleburgs i ljós neöan vegarins og ég minnt- ist aövörunar Gatsby varðandi benziniö • — Við erum birg, þar til við komum til borgarinnar, sagði Tom. • — En þarna er benzinstöð, and- mælti Jordan. — Ég hef ekki löng- . un til að við stöndum uppi eins og þvörur, einhvers staðar á miðri leiö, I þessum hita. Tom steig óþolinmóður á heml- ana og rykið þyrlaðist undan hjól- unum, þegar við námum snögg- lega staðar, fyrir neðan skilti Wil- sons. Að andartaki liðnu gekk eig- andinn út um dyr fyirtækis sins og starði tómlega á bilinn. — Láttu okkur fá dálitið benzin! hrópaði Tom hranalega. — Til hvers heldur þú að við höf- um stanzað, — til að dást að út- sýninu, eða hvað? — Ég er veikur, sagði Wilson og hreyfði sig ekki. — Hef verið veikur i allan dag. — Hvað er að? — Ja, ég er bara varla með sjálfum mér. — Nú, á ég þá að dæla benzin- inu sjálfur? spurði Tom. — Þú varst nógu hress að heyra i sim- anum. Með erfiðismunum gekk Wilson út úr skugganum við dyrnar og andvarpaði þunglega, um leið og hann skrúfaði lokið af tanknum. 1 sólinni sýndist'andlitið á honum grænt. — Ég ætlaði mér ekki aö trufla þig á matmálstima, sagði hann. — En mig dauðvantar peninga og var að hugsa um hvað þú ætlaðir þér að gera við gamla bilinn þinn. — Hvernig lizt þér á þennan? spurði Tom. — Keypti hann i sið- ustu viku. — Nógu er hann laglegur, sagði Wilson, sem hamaðist við dæluna. — Viltu kaupa hann? — Það gæti verið nógu gaman. Hann brosti dauflega. — Nei, en ég gæti gert mér eitthvað úr hin- um. — Til hvers vantar þig pen- inga, svona allt i einu? — Ég er búinn að vera hér of lengi. Mig langar að komast burtu. Okkur konuna langar til að fara vestur. — Langar konuna þina til þess, hrópaði Tom, furðu lostinn. — Hún hefur verið að tala um það i tiu ár. Hann hvildi sig um stund við dæluna og hélt með hendinni fyrir augu sér. — Og nú skal hún af stað, hvort sem henni likar betur eða ver. Ég ætla að fá hana með burtu. Bfll Tom þaut nú framhjá, sveipaður rykskýi og við sáum i svip hvar einhver veifaöi. — Hvað skulda ég? spurði Tom hastur. — Ég komst nefnilega að dá- litlu skrýtnu fyrir tveimur dög- um, sagði Wilson. — Það er þess vegna sem ég vil fara burtu. Þess vegna er ég að nauða i þér um bil- inn. — Hvað skulda ég? — Tuttugu dollara. Hitinn var að gera mig viti minu fjær og mér leið afleitlega, þar til mér varö ljost að enn sem komið var beindist grunur hans ekki að Tom. Hann hafði komizt að þvi að Myrta liföi sinu eigin lifi, án hans, I einhverjum ókunn- um heimi, og þetta áfall hafði gert hann veikan. Ég horfði á hann og þvi næst á Tom, sem gert hafði svipaða uppgötvun fyrir minna en klukkustund, — og mér datt skyndilega i hug að á mönn- um er enginn munur svo djúptæk- ur, sem munurinn á þeim. sem sjúkur er, og hinum, sem er heil- brigður. Wilson var svo lasinn, að hann leit út eins og hann væri sek- ur, sekur um ófyrirgefanlegan verknað, — eins og hann hefði gert umkomulausri stúlkukind barn. — Ég læt þig fá bilinn, sagði Tom. —■ Ég sendi hann til' þin ann- að kvöld. A þessum stað var jafnan eitt- hvað það i loftinu, sem gerði mann óöruggan, jafnvel á svo sól- rlku siðdegi sem nú, og ég leit um öxl, likt og ég ætti von á aðvífandi hættu fyrir aftan mig. Augu T.J. Eckleburgs héldu vöku sinni fyrir ofan öskuhrúgurnar sem áður, en að andartaki liðnu sá ég önnur augu, um það bil tuttugu fetum fjær, sem virtu okkur fyrir sér af sérstökum áhuga. I einum glugganna fyrir ofan bilskýlið höfðu gluggatjöldin ver- ið dregin litið eitt til hliðar og Myrta Wilson sást kikja niður á bflinn. Svo áköf var forvitni henn- ar að hún gerði sér þess enga grein að horft var á hana. Drættirnir i andlitinu breyttust 1 sifellu éftir geðbrigðum hennar, eins og þegar verið er að fram- kalla ljósmynd. Svipbrigðin voru furðu kunnugleg —það voru svip- brigöi, sem ég hafði oft séð á and- litum kvenna. En á andliti Myrtu Wilson virtust þau út i bláinn og óskiljanleg, þar til ég áttaði mig á að augu hennar, galopin og log- andi af afbrýðisemi, hvildu ekki á Tom, heldur Jordan Baker, sem hún áleit vera konu hans. X Enginn hefur aðra eins hæfi- leika til örvæntingar og hinn and- lega óbrotni og einfaldi maður,og Tom fann sér sviða undan log- heitum svipum skelfingarinnar, þegar við ókum burtu. Kona hans og ástmær, sem hann,þar til fyrir klukkustundu, hafði talið sér tryggar og fastar i hendi, voru nú báðar aö ganga honum úr greip- um samtimis. Einhver eðlishvöt fékk hann til að stiga fastar á benzingjöfina i þeim tviþætta til- gangi að hafa uppi á Daisy og komast I burtu frá Wilson. Við þutum I átt til Astoriu með áttatíu kflómetra hraða, þar til við kom- um auga á bláa bflinn gegn um járnrimlana uppi á loftbrautinni. — Það er svo svalt I þessum stóru kvikmyndahúsum i kring um Fimmtugasta stræti, sagöi Jordan. — Ég elska New York á svona sumarkvöldi, þegar enginn er á götunum. Þá er andrúmsloft- ið svo fullt af losta, — eins og allt biði uppskerumannanna og alls konar undarlegir ávextir geti dottið niður i hendur manns. Oröið „losti” gerði Tom ennþá órólegri ef eitthvaö var, en áður en hann gat fundið upp á ein- hverju til andmæla, stanzaði blái bfllinn og Daisy gerði okkur merki um að við skyldum aka upp að hlið þeirra. — Hvert eigum við að fara? hrópaöi hún. • — Hvað um að koma i bió? — Þaö er of heitt, kvartaði hún. — Fariö þiö. Við ökum um og hitt- um ykkur svo á eftir. Með þvi að reyna mjög til þess, tókst henni að koma saman dálitilli fyndni. — Við hittum ykkur á einhverju 18 VIKAN 3.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.