Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 19
horni. Ég verð maðurinn, sem reykir tvær sigarettur i einu. — Við getum ekki setið hér og rifizt, sagði Tom óþolinmóður, þvi flutningavagn var farinn að flauta fyrir aftan okkur með miklum fyrirgangi. — Komið á eftir mér að suðurhliðinni á Central Park á móts við Plaza. Nokkrum sinnum leit hann um öxl og gáði að bilnum þeirra og drægjust þau aftur úr vegna um- ferðarinnar, hægði hann á sér, þar til þau komu i ljós á ný. Ég held að hann hafi verið hræddur um að þau þytu niður hliðargötu og hyrfu út úr lifi hans um allan aldur. En það gerðu þau ekki, og við brugðum á það ráð i sameiningu, svo undarlegt sem það kann að virðast, að leigja okkur setustof- una i viðhafnaribúö inni á Plaza- hóteli. Ekki er ég nógu minnugur, þrátt fyrir annars ágætt minni, til að ég treysti mér til að rekja gang allrar þeirrar deilu sem spannst, áöur en haldið var inn i þessa vistarveru. Meðan á henni stóð, fann ég hvernig nærfötin limdust eins og þvalir snákar við kropp- inn og svitinn rann i köldum lækj- um niður eftir bakinu. Upphaf þessa orðaskaks var i rauninni sú tillaga Daisy að við skyldum taka fimm baðherbergi á leigu og fara i kalt bað. Þessi hugmynd tók svo á sig hófsamlegra snið, þegar byrjað var að ræða um stað, þar sem eitthvað fengist að drekka.” Hverju okkar um sig þótti þessi uppástunga „hreint met” — við töluöum hvert ofan i annað við ringlaðan hótelþjón og töldum okkur, eða þóttumst telja okkur afskaplega skemmtileg... Herbergið var stórt og hitinn þar kæfandi. Þótt klukkan væri þegar orðin fjögur, bar aðeins heita lykt frá runnunum i garðin- um inn til okkar, þegar við lukum upp gluggunum. Daisy gekk að speglinum, sneri i okkur baki og lagaði á sér hárið. ■ — Þetta er lúxusíbúð i lagi, hvlslaöi Jordan meö aðdáunar- hreim I röddinni og allir ráku upp hlátur. — Opnið þið annan glugga, skipaöi Daisy, án þess aö lita við. — Það eru ekki fleiri gluggar. — Jæja, er þá ekki rétt að sima eftir öxi... — Það sem við eigum aö gera erað gleyma hitanum, sagöi Tom óþolinmóður. — Hann verður tiu sinnum óbærilegri, ef þiö eruð si- fellt að tala um hann. Hann vafði handklæöinu utan af whiskyflöskunni og lét hana á boröið. — Hvers vegna læturðu hana ekki I friði, laxi? sagöi Gatsby. — Þaö varst þú, sem vildir koma til borgarinnar. Það varð þögn eitt andartak. Sfmaskráin losnaði af nagla þeim sem hún hékk á og skall á gólfið og Jordan hvislaöi „afsakið.” En að þessu sinni hló enginn. — Ég skal taka hana upp, sagði ég. — Ég er búinn að þvl, laxi. Gatsby virti slitinn spottann fyrir sér, ræskti ,sig ihugandi og fleygöi bókinni stðan á stól. — Þú hefur uppáhald á þessu orðtaki, ekki satt? sagði Tom og var snöggur upp á lagið. ■ — Hverju þá? — Þessi eilífi „laxi, laxi...” Hvar hefur þú tileinkað þér þetta? — Vertú nú hægur, Tom, sagði Daisy og sneri sér við frá speglin- um, — Ef þú ætlar að vera meö persónulegar svivirðingar, fer ég héöan á stundinni. Hringdu og pantaðu svolltinn is út i drykkinn. Um leið og Tom lyfti simtólinu barst óvænt hljóð i gegn um hita- svækjuna og ábúðarmiklir hljóm- ar brúðarmars Mendelsons óm- uðu I eyrum okkar frá danssaln- um fyrir neðan. ■ — Að hugsa sér að nokkur skuli gifta sig I svona hita! hrópaði Jordan áhyggjufull. — Og þó, — ég gifti mig I miðj- um júni, sagði Daisy Ihugandi. — Louisville I júni! Það leið yfir ein- hvern. Hvern leiö nú aftur yfir, Tom? — Biloxi, svaraði hann stutt- lega. ■ — Já, Biloxi hét hann. Hann bjó til kassa, þessi Biloxi, — þið ráðið hvort þið trúið mér, — og hann var frá Biloxi i Tennessee. — Þeir báru hann heim til min, bætti Jordan við, — af þvi að við bjuggum i næsta húsi við kirkj- una. Hann var heima i þrjár vik- ur, þar til pabbi sagði honum að hann yrði aö fara. Pabbi dó dag- inn eftir að hann fór. En það voru engin tengzl þar á milli, bætti hún við, eftir andartaks þögn. — Ég þekkti einhvern Bill Biloxi frá Memphis, sagði ég. — Hann var frændi hans. Ég þekkti orðið sögu allrar fjölskyldu hans, áöur en hann fór. Hann gaf mér golfkylfu, sem ég nota enn þann dag i dag. Tónlistin fyrir neðan hafði hætt, um leið og athöfnin hófst og nú bárust langdregin fagnaðaróp inn um gluggann, ásamt húrrahróp- um, og loks skarkali frá jazz- hljómsveit, þvi dansinn var hafinn. Framhald i næsta blaði b kr.i35:,.5tf kr. 1 3 5 Aurum sleppt frá áramótum Fjárhæö hverrar kröfu, reiknings eöa tékka skal greind og greidd í heilli krónu frá og meö 1. janúar 1975. Hækka skal 50 aura eöa meira í eina krónu, en 40 aurum og minna skal sleppt. Viöskiptaráöuneytiö hefur staöfest þessa breytingu meö reglugerð samkvæmt heimild í lögum. Sláttu 10 aura og 50 aura peninga veröur hætt. Þrátt fyrir þessa breytingu er heimilt að hafa einingarverð vöru eöa þjónustu i aurum s.s. gengisskráningu, rafmagnsverö og fl. en reikningar eða kröfur skulu ávallt greiöast i heilum krónum eins og áður er getið. SEÐLABANKI ÍSLANDS 3. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.