Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 24
Kristln og sóknarhóran Clrika i Vesturförunum. Vesturfararnir Sföustu tveir þættir Vesturfar- anna verða sýndir í þessari viku. Saga Vesturfaranna hefur án efa orðið til að stytta mörgum sjón- varpsnotandanum stundirnar nú i skammdeginu, jafnvel og farið hefur verið með sögu Mobergs i þessum þáttum. Hafi sjónvarpið þökk fyrir sýningu þeirra. Nýlega átti blaðamaður viðtal við Max von Sydow um Vesturfarana og Karl Öskar, sem Sydow leikur i mýndinni.'og fer brot af þvi hér á eftir: — Vesturfararnir eru ekki kvik- mynd, sem ég get gleymt eins og ekkert sé, segir Max von Sydow-. — Ég eyddi heilu ári af lifi minu i þessa mynd og þetta ár var dá- samlegt. Ég vil kalla það óska- draum, sem rættist. Strax i upp- hafi sjötta áratugsins fékk ég staöfest i samningi minum við Svensk Filmindustri, að ef Vest- urfararnir yrðu kvikmyndaðir, léki ég Karl Óskar. Bækur Mobergs tóku hug minn allan og mér fannst ég vera með fólkinu meðan ég las. Ég varð að fá að vita, hvernig fór fyrir þvi. Ég átti einkar auðvelt með að skilja þetta fólk. Foreldrar minir eru sveitungar Karls Óskars og Kristinar og sjálfur dvaldist ég þar I sveitinni á sumrum, þegar ég var barn. Það var ekki einung- is, að mér fyndist ég þekkja Karl Óskar heldur fannst mér ég vera skyldur honum. Reyndar er hann ekki sérlega spennandi persóna, meira að segja heldur leiðinlegur á köflum. Hann hefur ekki auðugt imyndunarafl. Hann er bara einkar einbeittur og mjög hug- rakkur karlmaður, sem gerir sér allt I einu ljóst, að hann veröur að gera eitthvaðstórvægilegt til þess að sjá fjölskyldunni farborða. Það eina, sem hann vissi, þegar hann lagði af stað til Ameriku, var,aðfólk sagöi.að auðveltværi að fá jarðnæði þar og jarðirnar væru stórar. Hann hafði aldrei komið um borð i skip, aldrei séð hafið, aldrei verið i borg. Til þess aö leggja af stað til Ameriku þá, þurfti ekki minni kjark en að leggja af stað til tunglsins núna. Moberg hefur lýst fólkinu, sem 1 f' i \. |n| 'ik ' • 7 - W' SVOLITIÐ ,UM SJONVARP fór til Ameriku árið 1840, svo vel, að það stendur manni sprelllif- andi fyrir hugskotssjónum. Þetta var ekki viðsýnt fólk og ekki viö- förult. Það kunni ekki að tala um annað en hversdagslega hluti. Hjá þvi gekk allt ofur hægt, einnig hugsanirnar. Það er ekki hægt að láta hugann liða um heima og geima, þegar maður er að niður- lotum kominn likamlega, og það var þetta fólk alltaf. Þegar maður eins og Karl óskar þurfti að taka ákvörðun, þurfti hann að hugsa sig um lengi og vandlega. Ég varð að reyna að imynda mér, hvernig maður eins og Karl óskar hegöar sér og ég held, að mér hafi tekist það. Reyndar var það töluverður léttir að leika bónda eftir allar þær furðúlegu manngerðir, sem ég hef leikið undir stjórn Berg- manns. Karl Óskar var mjög blátt áfram maður. Ætli Max von Sydow sé sjálfur blátt áfram maður? — Ef maður er rólyndur og jafngeðja — blátt áfrám maður — velur maður sér ekki jafn brjál- æðislegt starf og það að vera leik- ari. En lifið hefur verið mér gott, svo að ég þarf ekki á þeirri „með- höndlun” að halda, sem kannski hefði verið nauðsynleg, heföi ég ekki valið þetta starf. Eiginlega Föstudagur 17. janúar. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Merkilegt myndasafn, dötjsk fræöslumynd um myndir, sem einhvern tima I fyrndinni hafa verið mál- aðar á fjallahliðar suður I Sahara. 21.10 Kastljós. 22.00 Villidýrin, 3. þáttur. 22.50 Dagskrárlok. Laugardagur 18. janúar 16.30 Enska knattspyrnan. 17.30 tþróttir. 18.30 Lina langsokkur, 3. þáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Skemmtiþáttur Julie And- rews. 21.25 Jónatan, vinur minn. Mynd eftir Agúst Guðmundsson, sem stundað hefur nám i kvik- myndagerð i Bretlandi. 22.05 Anna Karenina. Bandarisk biómynd frá árinu 1936. 1 aðal- hlutverkum eru Greta Garbo og Frederich March. 23.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 19. janúar. 18.00 Stundin okkar. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Lifsmark. Mynd, sem Ólaf- ur Haukur Simonarson og Þor- steinn Jónsson hafa gert fyrir sjónvarpið og fjallar um stór- fjölskyldu, sem býr fyrir utan borgina. 21.30 Vesturfararnir, 7. þáttur. 22.30 Að kvöldi dags. 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 20. janúar. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Onedin skipafélagiö. Nýr flokkur, 1. þáttur af 14. 21.30 Iþróttir. 22.00 Poppþáttur frá sænska sjón- varpinu. 22.50 Dagskrárlok'. Ðagskráin 24 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.