Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 26
Eg vil komast burt Chiquita Sandilands í 23 ár hafði hún stöðugt verið á þönum kringum eiginmann og böm. Hún hafði aldrei haft neinn tima fyrir sjálfa sig, og stundum fannst henni hún vera að missa vitið. Þá gældi hún við tilhugsunina um að komast burt i smátima. Nú hafði hún loksins tækifærið.... Um leiö og dyrnar á nýja heim- ili elsta sonar hennar voru opnaö- ar sagöi Kay: — Ó, þetta er ein- mitt þaö sem mig hefur dreymt um árum saman! Hún átti þó ekki viö aö draumurinn væri aö búa i þvi, sem leigumiðlarinn kallaði „eins herbergis ibúö meö svefn- krók, eldhúsi og baði” og þvi siö- ur aö hún hefði i hyggju að flytja inn á ungu hjónin. Nei, það voru bara þessi litlu herbergi, sem hægt var aö læsa, sem i hennar huga voru tákn draumalandsins, þar sem maður gat verið út af fyrir sig. — Littu á hana. Nú er hún kom- in meö ,,ég vil komast burt” — svipinn, sagði Jón sonur hennar viö ungu stúlkuna, sem nú hafði veriö eiginkona hans i 6 vikur. Brúöurin brosti kurteislega, þvi hún var ekki enn farin að þekkja gömlu fjölskyldubrandarana, sem sjálfsagt þótti að hlæja að. Eiginmaður hennar og tengda- móðir hlógu dátt. — Sjáöu til, sagöi Jón, — öðru hverju fær mamma óstjórnlega þörf fyrir aö flýja. „Ef ég gæti bara komist i burt frá þessu öllu — þótt ekki væri nema i fimm minútur”, segir hún þá. Viö höf- um oft boöist til aö hjálpa henni aö pakka niöur i töskurnar, en þá segir hún, að við skiljum alls ekki, hvað hún eigi við. — Ja-á, sagði brúöurin, sem gat ekki séö neitt fyndiö við þetta. Hún haföi verið gift i 42 daga og gat ekki hugsað sér neitt hræði- legra en að þurfa að vera fjarri eiginmanninum I fimm minútur. En kannski breyttist þetta með aldrinum. Þess vegna sagði hún: — En .. tengdama'mma, hvers vegna gerir þú það þá ekki? Ég á við, að þú gætir svo vel komið hingað og dvalist hér, meðan við verðum heima hjá foreldrum minum. Það er að segja ef þú vilt... Hún sagði þetta einungis vegna þess, að hún vorkenndi þessari rosknu konu, sem bersýnilega átti ekki sérlega góða daga heima. Sem betur fer vissi Kay, ekki, hvað að baki boðinu bjó. Hún þakkaöi þvi kærlega fyrir og sagöist vel geta hugsað sér að vera ein i borginni I nokkra daga. Þarna sá hún glitta I drauma- landiö. 1 hjónabandinu hafði hún ótal sinnum verið viss um að hún rambaöi á brún geöveiki og ef hún „kæmis ekki burt” á stundinni mætti alveg eins búast við, aö hvitklæddir kraftajötnar kæmu einhvern daginn og leiddu hana á brott. 1 rauninni var þó ekkert aö henni. Hún var hin dæmigerða fyrirmyndar móöir og eiginkona — há, ljós yfirlitum og róleg. En hún hafði gift sig tvítug, fætt og alið upp þrjú börn á næstu 23 ár- um — og það var ekkert laun- ungarmál, aö flestir I hennar að- stöðu höfðu við og við þörf fyrir að „komast burt”. Þegar börnin voru litil — hún hafði átt þau öll á 6 árum — tak- mörkuöust óskir hennar viö að geta farið i rúmið um 6-leytiö og þurfa ekki að fara á fætur fyrr en klukkan 10. Það var vegna þess, aö hún komst aldrei i rúmiö fyrr en tiu og fór alltaf á fætur klukkan 6. Sfðar, á árunum, þegar siðustu heimalexiurnar voru lesnar yfir morgunmatnum og hver dagur hafði verið skipulagður til hins itrasta löngu áður, þegar hún varö aö lifa lifinu eins og það væri rekið af almenningsvögnum borgarinnar með ákveönum brottfarartimum i dansskólann, spilatimann, á badmintonæfingu, iþróttaæfingu, jólaskemmtanir og I afmælisboð hingað og þangað — á þeim árum dreymdi hana um frið og óbrotið lif á Kyrrahafseyj- um. Hún hefði nýtt hverja sól- skinsstund til aö leggjast út af i garðinum, ef þar hefði veriö lófa- stór blettur, sem ekki var þakinn þrihjólum, reiðhjólum og alls kyns gömlum leikföngum. Þó svo hefði ekki veriö hefði hún aldrei fengið stundarfrið. Hún sagði oft við mann sinn: — Ef ég bara, ef ég bara gæti tekið smátima fyrir sjálfa mig, til að veraég sjálf, þá er ég alveg viss um, aö viö heföum öll gott og gaman af þvi. Þú veist ekki, hvað þetta er þreytandi — ég er kreist eins og gömul sitróna og veit allt- af, að ég ætti að gera svolitið meira en ég næ að gera. Ég er stöðugt á hlaupum eftir hinu og þessu handa ykkur, en ég hef aldrei tima aflögu til aö setja það á sinn stað aftur. Hún reyndi að gera þessa lýs- ingu slna dramatiska, þvi þegar þörfin fyrir að „komast burt” kom yfir hana varö hún alltaf svo dramatisk. Maður hennar — einn af þess- um ljúfu, góðu og traustu mönn- um, sem gat tekið á hvaða vanda- máli sem upp kom, en sem af ein- hverjum ástæðum var aldrei við- staddur, þegar vandamál komu upp á heimilinu — var vanur að horfa undrandi á hana, þegar þessi gállinn var á henni. — Þú ert þreytt, elskan min, sagði hann. — Sestu nú niður, og ég skal blanda handa þér hress- andi drykk. — Ef ég fæ mér drykk, verö ég enn þreyttari en ég er, og ég á eft- ir að hreinsa blettina úr kápunni hennar Penny, svo hún geti farið I hana I fyrramálið. Og Daviö er kominn út úr buxunum sinum, enn einu sinni. Og ef ég fer ekki strax upp til Jóns hangir hann yf- ir reikningnum I alla nótt, og þá veröur ómögulegt að draga hann fram úr rúminu i fyrramáliö. Og hamstrarnir hafa ekki fengið neitt aö boröa. — En börnin áttu að sjá um þessi aumingja dýr. Við sömdum um þaö. — Já, ég veit að svo var um samið. En svona er þaö nú samt alltaf. Það endar með þvi aö ég verö að gera það. Þetta er eins og ég segi — ég hjakka alltaf I sama farinu og kemst aldrei upp úr þvi. Ef ég bara gæti „komist burt”... — En Kay min... — Já, já. Já, já. Ég veit þetta allt. Hún gekk tautandi upp stigann og upp I herbergi Jóns til að hjálpa honum með reikninginn. Þegar hún kom aftur niður var hún með rifnar buxurnar og káp- una, sem var hvit, eftir aö hafa slegist utan i nýmálað grindverk- ið á skólalóðinni. Þegar Malcólm sagði „en Kay min” á þennan hátt, vissi hún, hvaö hann átti við. Hann vildi, á sinn elskulega hátt, minna hana á, að það væru margir i þessum heimi — einkum konur — sem heföu meiri ástæöu til að flýja en hún. — Eg veit þetta allt, hugsaði hún ergileg. — Ég veit, aðég hefði getað verið fátæk og óhamingju- söm, átt vangefin börn og drykkjumann og ekkert heimili, svo að I rauninni má ég vera ánægð með allt, sem ég hef. En það er bara ekki það, sem málið snýst um. Þvi miður var ekki hægt að fá aðra til að skilja afstöðu hennar. Eina manneskjan, sem hefði get- að skiliö hana, var önnur hress, vel stæð og að þvi er virtist hundrað prósent hamingjusöm eiginkona og móðir þriggja full- kominna barna. Og þó — það var ekki einu sinni vist, að þjáningar- systir myndi skilja hana. Hún myndi bara fá yfir sig langar lýs- ingar á þvi, hve mikið hin hefði við að striða. t rauninni snerist málið ein- faldlega um það, að það er alveg sama, hve hamingjusöm konu finnst hún vera, og hve þakklát henni finnst hún mega vera fyrir allt, sem hún hefur — þær stundir koma, að henni finnst að það „að komast burt” hljóti að vera miklu þýðingarmeira en öll þau lifs- gæði, sem henni hafa hlotnast. A árunum, þegar Kay likti lifi sinu við almenningsvagna, fannst henni oft að fjölskyldulif væri ekki annað en eitt stórt samsæri gegn mannkyninu. Velviljað samsæri að visu, en samsæri engu að siður. Og einhvern veginn átti fjölskyldulifið að vera tákn hinnar fullkomnu ánægju og full- nægingar. Það átti ekki að vera rúm fyrir aðskotahugsanir um eigingjarna eiginmenn, ómöguleg börn og of- notkun á manni sjálfum. Það var ekki leyfilegt að láta sér finnast það byrði að þurfa aö að elska einn mann og mörg börn. Það var ekki mögulegt aö uppfylla allar kröfur fjölskyldulifsins og þvi varð það upphaf eilifrar sektartil- finningar. Þaö var ekki nema i orði, sem heimakonan var frjálsari en aðr- ar konur. Hún þurfti þetta auðvitaö ekki að þvo stigann, ef hana langaöi ekki tii þess, og það neyddi hana enginn til að þvo upp eftir hverja máltið. Hún gat sest niður með góða bók, i staö þess aö gera eitthvaðgagnlegt, en i reynd var þetta frelsi þannig, að hið eilifa sambland ástar og sektar- tilfinningar, undirstrikað af viss- unni um að smávegis óreiða er upphaf meiri háttar óreiðu, varð til þess, að það varö aidrei hlé á hinni daglegu hringrás heimilis- starfa. Eftir þvi sem árin liðu varð Kay það ljóst, að þörfin fyrir að „kom- ast burt” var ekki þörf fyrir likamlegt frelsi. Hana langaði 26 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.