Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 36

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 36
kostlega landslagi, svo óendan- lega lftil og smá viö hliðina á þessu náttúruundri. Þegar þau að lokum gengu til baka, sá hún að þau voru bæði vot af úöanum, sem glitraði á hári þeirra og fötum. — Þaö er eins og hellt hafi verið yfir okkur heilli fötu af flngerðum perlum, sagði hún glaðlega og hristi pilsin. — Viö erum ennþá f úðanum. Hann leit um öxl og sá einn bog- ann koma i áttina til þeirra. — Við skulum koma okkur undan þess- um, sagði hann. Hann dró hana upp að hlið sér og svo tóku þau til fótanna og hlupu undan úðanum. Þau voru þá komin I hallann fyrir ofan litla kofann og hún lét i ljós ánægju sina, tók af sér hattinn og gekk á eftir honum niður stiginn að kof- anum. Kofinn var lika byggður úr bjálkum og mjög einfaldur, en út- sýnið þaðan var unaðslegt. Hann stakk lyklinum i skrána, en þegar hún ætlaði að ganga inn, sagði hann: — Biddu andartak. Aður en henni var ljóst, hvað hann hafði i huga, var hann búinn að lyfta henni upp og bar hana svo inn i húsiö. Hún varð dálitið feimnisleg við að vera meðhöndl- uö sem venjuleg brúður og fegin, þegar hann setti hana niður. — Hvernig vissir þú um þennan kofa? spurði hún, þegar hún gekk um og athugaði aðbúnaðinn. Þarna voru tvö litil svefnherbergi og hvoru þeirra fylgdi litil dag- stofa, búin skemmtilegum og ein- földum húsgögnum og allt var skínandi hreint og fágað. — Ég hefi oft verið hér um þessar slóðir, þegar ég hefi veriö á ferö i verslunarerindum viö indlánana, svaraði hann. — Liðs- foringjar frá virkinu taka þessa kofa oft á leigu, þegar þeir fara á veiðar. Mér finnst þægilegra aö búa hérna en á sjálfu gistihúsinu, en þetta er í fyrsta sinn, sem ég ætla að dvelja hérna i meira en eina nótt. Ég er hér venjulega að- eins eina nótt. Þegar hótelþjónninn kom með farangur þeirra, lét Bryne hann setja hennar töskur inn í herberg- ið, þar sem útsýniö var best til fossanna. Þegar hún var búin aö hafa fataskipti, fara I doppóttan bóm- ullarkjól, lagði hún ullarsjal á axlir sér, vegna þess að hún hélt að þau þyrftu að ganga aftur til gistihússins til aö borða, en þá sá hún, að Bryne hafði fengið matinn sendan til þeirra. Þjónninn lyfti lokinu af stóru fati og þá kom i ljós girnilega steikt önd meö alls- kyns góögæti. Eftir matinn setti hún aftur á sig sjaliö, því að Bryne hafði stungið upp á þvi, að þau fengju sér svolitinn göngutúr i rökkrinu. Skógurinn var fullur af margs konar hljóðum og f grasinu suðuðu engissprettunar. Þarna voru allskonar blóm. Bláar, hvit- ar og gular fjólur voru í þéttum hnöppum innan um lækjarsóleyj- ar. Hana langaði til að tina blóm, en Bryne snerti létt handlegg hennar. — Láttu'þessi vera, hér eru blóm, sem hæfa þér miklu betur. Ég finn þau bráðum. Hún varð undrandi, en sagði ekki neitt. Þau gengu þögul stundarkorn, en þá komu þau að liljubreiðu, sem glóði i kvöldskin- inu. — Þetta eru blóm, sem hæfa þér, sagði hann og beygði sig nið- ur til að slita eina liljuna upp. Svolitil rót fylgdi meö. Hún tók við blóminu með báðum höndum og virti fyrir sér undurfagra krónu þess og veikburða legginn. — Hvaða blóm er þetta? spurði hún. — Þetta er tillium, liljublóm, sem vaxa mjög viöa og vel i Ontario. Þú hefðir átt að bera vönd úr þeim i dag. Hún leit niður og stóð þarna teinrétt eins og lilja i sólsetrinu. Hann tindi stóran vönd handa henni og lagði hann i arma henn- ar. — Sara, sagði hann bliölega og beið þangað til hún leit I augu hans. Hann dró hana þá að sér og kyssti hana, óendanlega bliðlega. Það var eins og öll spenna hyrfi henni og hún svaraði kossi hans. ■ — Þú skalt aldrei iðrast eftir að hafa gifst mér, sagði hann hljóð- látlega og snerti andlit hennar með fingurgómunum. — Þú skalt fá allt sem hjarta þitt girnist. Nema ást, hugsaði hún með sársauka. Ast er mér ekki ætluð. Sara og Bryne sneru aftur heim að kofanum. Hún gekk inn með blómin, en hann stóð fyrir utan og kveikti sér f vindli, settist svo á bekk undir kofaveggnum. Hún var stundarkorn aö finna eitthvert Ilát, til að koma blómun- Megrunar Fæst í öllum apótekum MEGRUN ÁN SULTAR SUÐURLANDSBHAUT 30 P. O. BOX 5182 REYKJAVÍK - ICELAND Krahba- merkiö Hrúts merkiö 21. marz — 20. april Þú hefur verið óvenju eiröarlaus upp á sið- kastið og ekki haft nokkurn friö i þinum beinum. NU fer þetta að lagast og þU verður rólegri en þU hefur nokkurn tima verið og jafnframt ánægðari. Nauts- merkiö 21. april — 21. mai Vertu ekki svona fast- heldinn á eigur þinar. ÞU veröur að læra að deila kjörum þinum með öðrum — annaö er ósanngjarnt og meira að segja heimskulegt. ÞU hefur °nga ánægju af dauð- ujn. hlutum, nema þú njótir þeirra með öðrum. Tvlbura- merkiö 22. mai — 21. júnf Þú finnur á þér, að nU er eitthvaö, sem þu hefur beðið lengi eftir, I vændum. ÞU færð góða vini þina i heim- sókn og þU skalt leggja þig fram um að taka vel á móti þeim Þeir eiga það sannarlega skiliö af þér. 22. júnl — 23. júlf Tilfinningasemi þin veldur þér áhyggjum. Þær eru ástæöulausar, þvi að tilfinningasemi er mannleg á meöan hún gengur ekki Ur hófi fram. Þér er al- veg óhætt að halda á- fram aö tjá tilfinning- ar þinar opinskátt. Ljóns merkiö 24. júli -r 24. ágúst ÞU gerir þér kannski allt of kröfuharðar hugmyndir um ástina, en hvaö er rangt við það? A meðan þú lifir I þeirri von, aö þér tak- ist aö finna þá einu og sönnu ást, ertu á grænni grein I ásta- málunum. Meyjar merkiö 24. ágúst — 23. sept. NU fer mikil hátið i hönd hjá þér. Undjr- bUningurinn hefur staðið lengi og kostað mikið erfiði og um- stang. ÞU veröur ekki fyrir vonbrigðum með þessa hátið. HUn tekst jafnvel enn betur en þU hefur þorað aö vona. 36 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.