Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 12
Megrunarbylting Vikunnar hef- ur mælst geysivel fyrir, og hefur Vikan spurnir af mörgum, sem eru byrjaöir i kúrnum og gengur vel. Vinsældir kúrsins má auövit- aö fyrst og fremst þakka þeim Kristni Hallssyni, Jóni B. Gunn- laugssyni og Alberti Guömunds syni, sem undanfarnar þrjár vik- ur hafa svo óvéfengjanlega sann- aö ágæti þessarar megrunaraö- feröar. Þeir þremenningar hafa fylgt öllum reglum kúrsins iit i ystu æs- ar um þriggja vikna skeiö, og ár- angurinn hefur ekki látiö á sér standa, eins og lesendum Vikunn- ar er kunnugt. Og nú skal ekki lengur dregiö aö birta endanlegar niöurstööur af tilraun þeirra fé- laga: Jón B. Gunnlaugsson vó i upphafi 114,0 kg eroröinn 108,9 kg Kristinn Hallsson vó i upphafi 108,2 kg er oröinn 102,0 kg Albert Guömundsson vó i upphafi 108,2 kg eroröinn 101,0 kg Niöurstaöan er þvi sú, aö á að- eins þremur vikum hefur Jón lést um 5,1 kg, Kristinn um 6,2 kg, og Alberthefur léstum hvorki meira né minna en 7,2 kg. Samtals hafa þeir þvi lést um 18,5 kg. Þeir stóöu sig allir meö heiöri og sóma og fóru jafnvel fram úr björtustu vonum. Allir höföu þeir sömu sögu aö segja eftir reynslu sina af þessari megrunaraðferö. Þeir höföu aldrei liðiö af svengd, borðuöu alltaf vel af þeim fæöutegundum, sem leyfilegar eru, og voru allir mjög ánægöir meö þetta matar- æöi. Ég kvaddi þá alla með þeim oröum, aö nú mættu þeir boröa hvaö sem þeir vildu fyrir mér. Það stóö ekki á viöbrögöunum: Kristinn hló vel og lengi — og þaö hafa allir heyrt Kristin hlæja, ég þarf ekki aö lýsa þvi nánar. Hann var ákaflega hreykinn af árangrinum og hissa á þvi, hvað þetta hefði veriö auövelt. Jón B. Gunnlaugsson svaraöi: — Blessuö vertu, ég er alveg dottinn i þetta mataræöi — og Reglna er komin I þetta lika. Ég fer nú ekki aö eyöileggja árang- urinn strax. Albert Guömundsson, sem af gömlum vana sætti sig auövitaö ekki viö annaö en besta árangur- inn, fussaöi viö þvl góöa boöi aö mega nú boröa hvaö sem væri. — Mér dettur ekki i hug aö breyta aftur um mataræði, sagöi hann, þetta á sérstaklega vel viö mig. Þaö hefur engin kona haft önnur eins áhrif á lif mitt! Þaö er ekki að spyrja aö frans- manninum I Alberti. En vonandi hefur Vikunni tekist aö hafa áhrif á sem flesta, sem ekki eru alveg sáttir viö sinn likamsþunga. Fyrir þá, sem kunna aö hafa misst af 1. tbl. Vikunnar, þar sem viö fylgdum megrunarbylting- unni rækilega úr hlaöi, skal nú rifjaö upp þaö helsta, sem fólk þarf aö vita, sem vill reyna þessa megrunaraöferö. Þessi megrunarkúr er unninn upp úr bók eftir bandariskan Kristinn, Jd misstu samtals 1 lækni, dr. Atkins, sem reynt hefur aöferð sina á hundruöum manna og fullyröir, að hún skili 100% ár- angri. Kúrinn byggist á þvi aö hafa hemil á kolvetnainnihaldi fæöunnar, þvi aö fái likaminn ekki kolvetni til brennslu, þá neyöist hann til þess að ráöast á sinn eigin fituforöa og brenna honum. Rétt er aö taka það strax fram, aö amphetamin má alls ekki taka inn, meöan á kúrnum stendur, og hvers kyns vatnsleysandi lyf, svo og blóöþynningarlyf, veröur aö hætta að taka viku áöur en kúrinn hefst. Auðvitað verður þetta að gerast i samráöi viö lækni, sem á- kveöur, hvort á aö fórna lyfjunum eöa kúrnum. Dr. Atkins biöur alla, sem vilja megrast eftir hans aöferöum, aö hafa eftirfarandi reglur i huga: 1. Hættið aö telja kaloriur (hita- einingar). 2. Þið megiö boröa eins mikiö af leyfilegum fæöutegundum og þiö þurfiö á aö halda til þess aö forö- ast svengd. 3. Látiö matinn eiga sig, ef þiö finniö ekki til svengdár. 4. Látiö ykkur ekki finnast þiö endilega veröa aö klára allt, sem þiö hafiö tekiö á diskinn, bara af þvi að þaö er þarna. 5. Drekkiö vatn eöa sykurlaus- an vökva, ef þorsti segir til sin, en annars er drykkja ekkert atriöi. 6. Þaö er betra aö boröa oft og litið i einu. 7. Ef þið finniö til máttleysis, af þvi aö þið megrist mjög hratt, þá kann þaö aö stafa af saltskorti. 8. Takiö vitamin daglega. Þegar þiö hafiö rækilega melt þessar ágætu reglur, þá er ekki annaö en aö skella sér i kúrinn. Hér veröur gefinn upp listi yfir leyfilegar fæöutegundir og enn- fremur bánnlisti, sem er aö visu ekki alveg fullkominn. En ef þið haldiö ykkur stift viö þær fæöu- tegundir, sem leyföar eru, þá læt- ur árangurinn ekki á sér standa. Listi yfir ieyfilegar fæöutegundir: KJÖT: Allt kjöt, hverju nafni sem þaönefnist i þeim mæli, sem hver vill, steikur og hamborgar- ar, tunga og bacon, hakk og fuglakjöt (athugið, aö auðvitað má ekki fylla fuglinn meö sveákj- um og eplum eöa brauðfyllingu). Sem sagt, allt kjöt er leyfilegt, nema unnar kjötvörur, eins og pylsur, kjötbollur og þvi um likt. KRYDD: Salt, pipar, sinnep, piparrót, edik, vanilla og fleira extract, gervisykur, alls konar kryddduft, sem ekki inniheldur neinn sykur. FISKUR: Allar fisktegundir, allt, sem fæst úr sjó, hvort það er nýtt eöa niöurlagt, nema lögurinn innihaldi kolvetni. SOPUR: Tærar súpur, kjöt- seyði, bouillon, chicken broth, consommé. EGG: Soðin egg, steikt egg, pönnusteikt hrærö egg (scrambled eggs) blæjuegg eða hleypt egg (poached eggs), eggjakökur (omeletts). FEITI: Smjör, smjörliki, olia, oliusósa (mayonnaise). Athugið, að feiti inniheldur engin kolvetni. SALAT: Tveir salatskammtar á dag i mesta lagi, ekki stærri en einn bolli hver. Notiö aöeins blað- salat, seljurót (sellerl) agúrku og hreðkur. Bragöbætiö t.d. meö ediki, oliu, salti, þurru kryddi. Einnig má borða sýrt grænmeti, þó alls ekki sætsúrt. OSTUR: Allir fastir ostar eru leyfilegir. DRYKKIR: Vatn, sódavatn, kjötseyði, sykurlausir gosdrykk- ir, sitrónusafi, kaffi, te. Athugið, að ;rjómi inniheldur minni kol- vetni en mjólk. Forðist þvi mjólk, en 4 tsk. af rjóma á dag til aö byrja meö saka ekki. Það, sem fólk á vafalaust erfiö- ast með aö skilja og sætta sig viö, er aö engir ávextir skuli finnast á lista yfir leyfilegar fæöutegundir og grænmeti i aöeins Iitlum mæli. En staöreyndin er einmitt sú, aö ávextir innihalda talsvert magn af kolvetnum, og þvi veröur aö foröast þá algjörlega fyrstu vik- una og neyta þeirra siöan i hófi, 12 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.