Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 18
Berglind: Mér finnst háskóla- menn ekki vera harðastir f launa- málum sinum, heldur einstaka fámennar stéttir eins og til dæmis flugstjórar. Þeir geta stöðvað heila atvinnugrein og á skömm- um tima lamað allt þjóölifið og hafa gert til þess að knýja á um hærri laun. bótt nám flugstjóra sé dýrt og starfsaldur þeirra frekar stuttur, finnst mér óeölilegt, hve glfurlega há laun þeirra eru. Trausti:Þú minntist á, að flug- nám væri dýrt. Eru þá ekki alger forréttindi að stunda það? Berglind: Ég er þeirrar trúar, að f járskortur hamli engum til að stunda hvaða nám sem er á Is- landi I dag. Jón: Þaö eru áreiðanlega menn af öllum stéttum og hvarvetna af landinu við háskólanám. Bergiind: Leggi fólk ekki út I nám af fjárhagsástæðum, held ég að það setji fyrir sig hluti, sem aðrir teldu vel yfirstlganlega. Það er ekki alltaf hægt að afsaka ves- aldóm með þvi, að einn hafi þurft aö leggja aðeins meira á sig en annar. Freyr: Þaöersemsé vesaldóm ur aðráöa ekki víðerfiðieika, sem aörir þurfa alls ekki að mæta. Berglind: Kannski of sterkt sé ab orði kveðið með þvl að kalla það vesaldóm, en ég tel, aö oft séu gripin dæmi af fólki, sem hrein- lega hefur gefist upp. Svo er sagt: Hið kapítalíska þjóðfélag gerði það að verkum, aö þessi mann- eskja fékk ekki að njóta sln. Auð- vitað állt ég rétt að gera ltfsskil- yröi manna sem best og að viss- um ytri jöfnúði er hægt að keppa, en við getum aldrei breytt fólki. Fólk fæðist ekki allt jafnvel af guði gert I þennan heim. Jón: Það er hreint ekki einhlítt að llta á hverja stétt fyrir sig og draga af því ályktun, þvi aö ein- staklingar nýta mismunandi möguleikana, sem þeim bjóðast, og sllkt er aldrei hægt að jafna. Þess vegna eru aðstæður fólks innan sömu stéttar ákaflega mis- munandi. Berglind: Já, og viða finnst mér sérstaklega vanta, að fóik sé. hvatt til náms. Ef á þetta er litið eingöngu miöað við peninga og sagt, að barn manns, sem hefur 40.000 krónur I mánaðarlaun hafi ekki sömu möguleika til lang- skólanáms og barn manns, sem hefur 120.000 krónur I mánaðar- laun, verður niðurstaðan vita- skuld sú, .að jafnrétti til náms fái ekki staöist á meöan launamis- réttis gætir I þjóðfélaginu. Freyr: ...Það er ekki karlmanna- sjónarmiðið sem ræður... Stelia: Tekjurnar eru vitaskuld enginn algildur mælikvaröi. Ég á sjálf dóttur, sem hefur hafiö há- skólanám, en hún hefur auðvitaö oröið að leggja miklu harðar að sér viö vinnu með náminu en ef tekjur okkar, foreldra hennar, hefðu verið hærri. Ég held samt, aö hún hafi ekki haft neitt slæmt af þvl. Jón: Ég held, að enginn hafi slæmt af þvi aö þurfa aö leggja svolltið á sig til þess að ná tak- marki sínu. Þvert á móti tel ég, að fólk geti verið það hermdargjöf að fá allt lagt upp I hendurnar. Agnes: Það er misjafnt. Sumir fara afskaplega vel út úr þvl. Freyr: Náttúrlega er ekki ein- hlítt aö líta á heildartekjurnar. Barn foreldra, sem bæöi vinna úti frá klukkan sjö á morgnana til klukkan sjö á kvöldin á meðan barnið gengur sjálfala með jafn- aldra leikfélögum slnum, stendur alls ekki jafnt að vígi og barn hjóna, þar sem maðurinn vinnur átta stunda vinnudag og móðirin hálfan daginn. Þó geta bæði hjón- in I dæminu haft svipaöar tekjur i allt. Agnes: 1 þessu held ég að aöal aðstööumunurinn til náms liggi. Og það kemur einmitt fram i þvl, hve margir háskólastúdentar eru börn foreldra, sem hafa hlotið einhverja menntun og viö það kynnst ýmsu, sem verkamenn hafa kannski aldrei tækifæri til að kynnast. Jón: Vitanlega þurfum við að reyna aö jafna aöstööuna, en ég held það verði ekki gert með þvi að etja stétt gegn stétt. Kannski eitt mesta mein þjóöfélagsins sé allt talið um stéttir og stéttaskipt- ingu. Freyr: Það er enginn að etja saman stéttum, heldur er veriö að benda á stéttaandstæðurnan Vegna þess að verkamenn eru i mestri andstöðu við eigendur framleiðslutækjanna, er lögö sér- stök áhersla á baráttu þeirra. Þar stendur hnífurinn dýpst I kúnni. Bergiind: Er það ekki allt of mikil einföldun á Islenska þjóöfé- laglnu aö segja, að annars vegar séu þeir, sem eiga framleiðslu- tækin, og hins vegar þeir, sem selja vinnu sína? Kannski það sé vegna þessarar einföldunar, aö stúdentar kalla sig verkalýðs- samtök og skipa sér á bekk með þeim, sem selja vinnu sina. Ég á bágt með að trúa þvi að verka- menn finni samkennd með stúdentum I kjarabaráttu þeirra. Er þaö ekki að skapa stéttaand- stæður að reyna endilega aö draga menn I dilka? Segja við fólk: Hér ert þú góði minn og vertu nú ekkert að standa ein- hvers staðar á milli og vera reik- ull.I rásinni. Og þarna er sá, sem Freyr: Fólk verður aö vinna meöan þaö stendur á fótunum — ööru visi kemst þaö ekki af. þú átt aö berjast gegn. Þið eigið ekkert sameiginlegt og reynið nú hvor um sig að vera nógu eitraður I garð hins. Er þetta ekki að etja stétt gegn stétt og draga fólk I dilka? Freyr: Ef ég ræði við verka- mann, dreg ég hann ekki i dilk, þó að ég bendi honum á stööu hans. Ef stéttamunurinn er ekki til staðar, skiptir engu máli, hve lengi við þrösum, hann kemur ekki fram. En ef hann er til stað- ar, getur ekki verið glæpur að benda á hann. Berglind: Það er náttúrlega ekkert þjóðfélag alfullkomiö hér I heimi og alltaf má deila um aö hvers konar jafnrétti beri að stefna. Fyrir mitt leyti finnst mér jafnrétti kynjanna brýnasta mál- iö I dag. Agnes: Ertu ekki þeirrar skoö- unar, að konur séu verr settar en karlmenn I okkar þjóðfélagi? Berglind: Jú, þaö eru þær, vegna þess aö lögum um jafnrétti er ekki framfylgt. Agnes:Er þá ekki rétt að benda þeim á það og hjálpa þeim til þess að verða jafnokar karlmanna? Jón: Vitanlega þarf ætlö að vinna aö öllum framförum og öllu I jáfnréttisátt. En ég er lítt hrifinn af þvf aö vera beinllnis að etja saman stéttum. Nýlega var þvl til dæmis slegið upp I blaði, að bænd- ur væru óskaplegir ómagar á þjóöfélaginu. Þetta snart mig Berglind: ...Mér gest ekki að þessari ofsatrú á pening- um... 18 VIKAN 4.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.