Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 21
F Scott Fitzgerald Framhaldssaga — Agætis hugmynd, sagði ég og stóð á fætur. — Komdu, Tom. Engan langar i drykk. — Ég vil heyra hvað herra Gatsby ætlar að segja mér. — Konan þin elskar þig ekki, sagöi Gatsby. — Hún hefur aldrei elskað þig. Hún elskar mig. — Þú ert viti þinu fjær! hrópaði Tom upp ósjálfrátt. Gatsby stökk á fætur, logandi af æsingi. — Hún hefur aldrei elskað þig, heyrirðu það, æpti hann. — Hún giftist þér aðeins af þvi að ég var fátækur og hún var orðin þreytt á að blða eftir mér. bað voru hræði- leg mistök, en i hjarta sinu elsk- aöi hún aldrei neinn nema mig! Þegar hér var komið sögu bjuggumst við Jordan til að fara, en þeir Tom og Gatsby skoruðu á okkur hvor sem betur gat að vera lengur, — likt og hvorugur þættist hafa neitt að dylja og okkur mætti vera það sæmd að skyggnast sem bezt inn i tilfinningalif þeirra. — Seztu niður, Daisy. Tom leit- aði árangurslaust eftir hinum mynduglega föðurtón i rödd sinni. — Hvað hefur gengið á undanfar- ið? Ég vil heyra alla söguna. — Ég hef sagt þér hvað á hefur gengið, sagöi Gatsby, — gengið á i áraraðir, — án þess að þú hefðir hugmynd um. Tom sneri sér snöggt að Daisy. — Hefurðu átt stefnumót við þennan náunga i fimm ár? — Ekki stefnumót, sagöi Gats- by. — Nei, við gátum ekki hitzt. En við elskuðum hvort annað all- an timann, laxi, án þess að þú vissir. Stundum hló ég. — i augum Gatsby var þó ekki hlátur þessa stundina, — þegar ég hugsaði um að þú vissir ekki af neinu. — Nú, ekki annað en það. Tom spennti greipar eins og guðsmað- ur og hallaði sér aftur i stól sin- um. — Þú ert bandvitlaus! hrópaði hann. — Að visu veit ég ekki hvað átt hefur sér stað fyrir fimm ár- um, af þvi að ég þekkti Daisy ekki þá,'— en mér er fyrirmunaö að skilja hvernig þú hefur getað komizt nær henni en I milufjar- lægð, nema þú hafir veriö sendur með nýlenduvörur að bakdyrun- um. En að öðru leyti er allt sem þú segir tóm lygi. Daisy elskaði mig, þegar við giftum okkur og hún elskar mig enn. — Nei, sagði Gatsby og hristi höfuðiö. — Þaö gerir hún nú samt. Vandinn er aðeins sá að stundum fær hún heimskulegar hugdettur og veit ekki hvað hún gerir. Tom kinkaði kolli með visdómssvip. — Og þaö sem meira er. Ég elska hana líka. Þótt það komi fyrir að ég lendi á þvl og fremji ýmis heimskupör, þá kem ég alltaf aft- ur, og i hjarta minu elska ég hana eina. — Það er andstyggilegt að hlusta á þig, sagði Daisy. Hún sneri sér að mér og röddin,sem hún lækkaði nú um heila áttund, titraði af fyrirlitningu. — Veiztu af hverju við fórum frá Chicago? Ég er hissa á að þú skulir ekki hafa heyrt söguna af þvi hvernig hann lenti á þvi i það skipti. Gatsby gekk til hennar og stillti sér upp við hliöina á henni. — Daisy, þessu er öllu lokið nú, sagöi hann alvarlegur i bragði. — Hér er ekki á neitt að hætta leng- ur. Segðu honum aðeins sannleik- ann, — að þú hafir aldrei elskaö hann, — og þar með er máliö úr 4. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.