Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 29
Inngeislun. 1 fyrri greinum hafa verið nefndir rauðir risar, hvitir dverg- ar og nevtrónustjörnur. Talið er, aö þegar sól á við okkar hrynur verði hún að nevtrónustjörnu. Ef hins vegar stjarnan er t.d. 3 sólarmassar eða meira, þá halda menn, að hún skreppi saman fyrir eigin aðdráttarafli og verði enn minni og þéttari en nevtrónu- stjarna. Með vaxandi aðdráttar- afli stjarna þarf sifellt meiri orku til að fara frá þeim. Þó að hraði rafsegulbylgna, þar með hraði ljóss, sé alger, þ.e. ævinlega sá sami, þá gildir þetta einnig fyrir þær. Rafsegulbylgjur (ljós) gefa þvl frá sér orku, þegar þær geisla frá sól, en um leið minnkar tiðni þeirra, fjöldi á sekúndu. Þetta gerist vegna þess að tiðnin er háð orkunni. Þegar tiðnin minnkar þýðir það, að æ færri bylgjur koma á sekúndu, þar til að- dráttaraflið verður nægilega sterkt til að fækka bylgjunum niður I enga á sekúndu. Þetta merkir að ljós getur ekki lengur fariö frá sólinni og þvi ekki hægt að kalla fyrirbærið lengur sól. Það er kallað svart gat eða svart hol. Menn halda að slikt fyrirbæri sé nýlega fundið. Svart gat er e.t.v. ekki nema 6 km i þvermál. Það er sifellt að stækka og aukast að afli og getur hugsanlega sogað i sig nálægar stjörnur. Mögulegt er, að að- dráttarafl þeirra verði svo mikið, að þær fari að draga inn i sig heil- ar stjörnuhvelfingar, en um þetta vita menn ekki fyrir vist. Ef slikt gerist þá gefa stjörnuhvelfing- arnar frá sér gifurlega orku, og siikt sog er ein skýringartilgátan á fyrirbærum, sem kallast dul- stirni (kvasar). Dulstirni, sem kalla mætti ofursólir, eru mesta furðuverk, sem menn veröa varir við úti i geimnum. Það, sem mönnum veitist erfiöast að skilja i sambandi við þær, er, að þær viröast, eða eru, allt að 100 sinn- um bjartari en stór stjörnuhvelf- ing, og að auki geta þær breytt ljósmagni sinu um allt aö 10% á nokkrum dögum. Þvermál dul- stirna mælist frá nokkrum ljós- vikum upp i ljósár. Sumir halda, að slik ofursól geti ekki verið eins stór og fjarlæg og okkur viröist hún vera. Til eru nokkrar skýringar á dulstirnum. Ein er sú, aö hér sé um aö ræða sérstaka gerð stjörnuhvelfinga og að viö sjáum aöeins kjarna þeirra. önnur skýrir birtu þeirra út frá aödráttarafli. En flestir hallast að þvi aö þetta séu ein- stakar sólir, svo ógnarstórar sem þær sýnast og svo langt út i geimnum sem þær viröast. Siöar veröur nánar minnst á dulstirni. Þessi fyrirbæri, sem hér hefur verið minnst á, eru með stórbrotn ustu ráðgátum himingeimsins. Hvernig getur slik ofursól verið til? Til hvers getur myndun svarts gats eða svarthols leitt? Mun sólkerfi okkar einhvern tima i framtiöinni dragast inn I slikt gat? Veröa það lok alheims? Mun súpernóva springa i nágrenni okkar? Leiðir hún til keðju- sprenginga? Hvernig er sá geim- ur, sem slik ógnarsköpun á sér Inngeislun stað i? Hver er tilgangur þessa sjónarspils, ef einhver er tilgang- urinn? Hér er maðurinn, þessi leik- soppur þessa sjónleiks, i raun að fást við efni, sem er á mörkum hins skiljanlega og auðveldur samgangur til hinnar trúarlegu afstöðu, sem einnig hefur hið óskiljanlega aö viöfangsefni. Og það er mikilvægt, hvernig hugur mannsins bregst viö. Finnur maöurinn til ógnar eða gleði? Getur hann fundiö fyrir þessu við- feömi, ekki bara þóst skilja stærð fræöilegar jöfnur á blaöi? Eöa getur maðurinn gengið skrefi lengra út i hiö óþekkta með vak- 1 óravidd geimsins er margt ókannað og ekki staðfest. Tilvist sumra fyrirbæra er aðeins kenn- ing eða tilgáta. Tilvera svarthols er enn aðeins llklegur möguleiki. Við erum eins og ungabarn I vöggu, sem sér óljóst hringluna sina. Greinar um stjörnufræði IV. Birgir Bjarnason tók saman. andi spurningu i huga, sem er hin trúarlega afstaöa? Og hvert mun vitund hans leiöa hann, til hvaða lifunar? Er einn áfanginn sá, aö maðurinn muni finna til sameiginleika þessa stórbrotna alheims og þess, sem skynjar þann heim? 4. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.